Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Miðvikudagur

Nehei!!?? Devil  Stælar og stórmennskubrjálæði í þessum sænsku löggum alltaf hreint... Tounge
mbl.is Snoop Dogg handtekinn í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ola Salo rokkar!!! The Ark fer til Finnlands!!!

Glæsilegt!!! Rétt lag vann, uppáhaldið mitt, mæ ædol Ola Salo vann í sænska Júróvisjón í kvöld!!! InLove
Ég og Becca höfðum partí hérna heima, ég ýldi og gólaði, þurfti að vísu að sannfæra Beccu um að hún mætti það alveg líka, þótt það væri komið kvöld...sagði henni að þegar það sé laugardagur og Júróvisjón eða hokkí í sjónvarpinu þá megi maður hafa hátt...hún var ekki alveg að trúa mér strax litla skinnið, minnti mig soldið á Einar B. og háa grasið Smile En svo á endanum var hún farin að hafa alveg jafn hátt og ég, og náttúrulega sjónvarpið í botni, fáum örugglega varanlegar heyrnarskemmdir eftir þetta maður!

Yndislegt!!!

Heja Sverige!!! Wink Ég ELSKA The Ark!!! Og Ola Salo er geggjað cool!!!
En, ekki trúa mér, sjáiði bara sjálf SmileInLove

http://www.youtube.com/watch?v=6oKXIAqwujo


Föstudagur...

Jæja, mér er farið að líða mikið betur af pestinni, en þá er komið nýtt vandamál! Það er búið að hóta mér með heimsókn í maí, svo nú verð ég að gerast flóttamaður...er að hugsa um kannski að sækja um skjól í Írak eða Íran eða eitthvað...allt er betra en að vera hér ef rætist úr þessu...

Kominn föstudagur, maðurinn og eldra barnið farin út í skóg að byggja kofa eða hvað það er sem þau eru alltaf að gera þarna, éta lirfur eða eitthvað...litla að horfa á Tímon og Pumba og leyfir mér alveg að vera í friði í bili, svo ég fæ barasta að sitja hérna og lesa blogg og hlusta á tónlist...er td núna að hlusta á Franska lagið, man einhver eftir því? Happy Eðal tónlist!

Jæja, ætli ég verði ekki að fara að taka til í eldhúsinu, er að fara að elda kjúkling í ofni og ÞOLI bara ekki að elda þegar það er ósnyrtilegt í eldhúsinu hjá mér! Má alveg vera allt í rusli í allri íbúðinni, en eldhúsbekkurinn skal vera tómur þegar ég elda!!! GetLost

Untill next time...


Hmm...

Ég verð nú barasta að viðurkenna að ég er alls ekki jafn dugleg að skrifa hérna og þið hinar...er svo ofsalega upptekin við að prjóna lopapeysu á manninn minn, bera á borð 3 rétta máltíðir, þrífa og þvo upp...og svo er ég alveg svakalega morgunhress líka, 45 í skóstærð og 1.90 á hæð...

Nei, svona í alvöru þá fór ég frá manninum mínum um helgina, gisti með stelpurnar hjá góðri vinkonu, horfðum á alla þá sem fengu einn sjens í viðbót að keppa í úrslitum söngvakeppninnar hérna úti, ýldum og góluðum og létum eins og svín...vorum svo vakandi fram eftir öllu talandi um karlmenn og notagildi þeirra Grin Maðurinn minn ekkert smá heppinn að þurfa ekki að vera með, honum finnst svona umræðuefni alveg hræðilega vandræðaleg...gleymi aldrei hversu hratt hann hljóp út úr eldhúsi þegar við sátum hérna nokkrar og konan hans hélt því fram að karlmenn ættu að vera fallegir, halda kjafti og hafa stórt undir sér WinkDevil Stundum á ég það til að vorkenna honum fyrir að vera giftur mér, en þá man ég alltaf að það er ég sem bý með karlmanni og getur það orðið verra...? Cool

Annars er ég hálfgerður karlmaður núna, er eitthvað lasin og vorkenni mér voðalega...læt það samt ekki hindra mig frá að fara út og fá mér kaffi með vinkonu minni sem ég hef ekki hitt lengi, eða sitja í strætó í rúman klukkutíma til að fylgja dóttur minni á aikido æfinguna...nei, ég er nú kannski bara voða kona samt, eða hvað? Tounge En vorkenni mér voðalega þegar ég hef tíma til þess...

Er nýbúin að lesa bókina sem kom á undan Da Vinci lyklinum, Englar og Djöflar, hryllilega spennandi og svo yndislega mikið af sögulegum staðreyndum líka, frááábær bók...er núna að lesa Vetrarborgin eftir Arnald Indriða, á íslensku, alveg frábært! Eina bókin eftir hann sem var til á bókasafninu á íslensku...allt of fáar íslenskar bækur í boði hérna...og svo eru þeir hættir að hafa Moggan og hvaðan á ég nú að fá minn heilaga sannleika, ég bara spyr!

Nú ætla ég að fá mér te og verkjatöflu og skríða uppí rúm og vorkenna mér aðeins meira, sé ykkur! SidewaysSleeping


Rúm!

Ég keypti nýtt rúm handa Beccu í gær, hátt rúm með skrifborði undir svaka flott...nema hvað að rúmið er notað og frá IKEA...engar leiðbeiningar með og vesen...það er gjörsamlega ómögulegt að setja saman IKEA húsgögnin á leiðbeininga...IKEA er þekkt út um allan heim fyrir þetta fyrirbrigði! En viti menn, snillingunum tókst þetta, og meira að segja áður en hún kom heim úr skólanum...
Nú er vandamálið bara það að rúmið er sem sagt MJÖG hátt og....kallinn sem við keyptum það af fann ekki pinnana sem eiga að vera stiginn upp Woundering!!! Hann ætlaði nú samt að finna þá og koma þeim til okkar, og hann fær ekkert borgað fyrir rúmið fyrr en hann er búinn að því...eeen þangað til þurfum við hjónin að LYFTA elsku "litlu" stelpunni okkar (1,30 á hæð, 28 kíló!!!) upp og niður úr þessu blessaða rúmi...þarna spörum við okkur náttúrulega heilt mánaðarkort í ræktina, enda er IKEA mjöög hagstætt val...LoL

Ídag ætla ég svo að halda áfram að þykjast eiga líf, ætla að færa allar mubblurnar inni hjá Beccu minni svo að það verði meira pláss, henti líka loksins út gömlu ljótu hyllunni sem hún var með í gær...svo ætlum við stelpurnar að skemmta okkur við að setja saman Barbie húsið hennar sem er búið að liggja í kassanum aaallt of lengi út af plássleysi...

En fyrst ætla ég að fá mér graut í morgunmat!

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband