Visst gör det ont när knoppar brister...

That is right world...she found her way back to the mysterious world of blogging...

 

Það er langt síðan ég yfirleitt hugsaði um þetta blogg síðast en í dag rakst ég skyndilega á það, rétt eins og fyrir tilviljun...

En ég trúi ekki á tilviljanir...

Stuttu síðar finn ég mig vera búna að finna fyrstu færsluna hérna...ground zero..og hún kallaði til mín: "lestu mig, lestu mig!"

Svo ég hlýddi kalli hins ritaða máls minnar eigin fortíðar, minnar eigin sögu; og hóf lestur...

...og ég las...og ég las...og ég las..

Ég er um það bil hálfnuð með færslurnar núna og auðvitað var það engin tilviljun að þetta skildi svona óvænt banka upp á...

Í ljósi nú-sins er súrrealískt að líta inn um þennan glugga fortíðarinnar og lesa hvað þessi kona skrifar, hvernig hún tjáir sig...hvernig hennar hversdagsleiki lítur út og þrátt fyrir að kona nú-sins man atburði sem fortíðarkonan lýsir, kannast við tjáninguna; þrátt fyrir það er tilfinning óraunveruleika sterk...

Var ég þessi kona? var þessi kona ég?

Tilfinningin er sterk að þetta hafi bara verið langur draumur, í það minnsta í svo fjarlægri fortíð að það hlýtur að hafa verið í öðru lífi...

 

Finn í hjartanu þakklæti yfir hver ég er í dag, hvernig líf mitt lítur út í þessu núi, mínum núverandi raunveruleika...

Svo áfram les ég ótrauð og ígrunda það sem var, það sem er og það sem hefði verið...auðmjúk, þakklát, les ég áfram og legg þá bita sem ég finn á sinn stað í púsluspili lífs míns, set í samhengi og heildarmyndin kemur betur í ljós.

Ég hef vakið sjálfa mig til umhugsunar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband