Rúm!

Ég keypti nýtt rúm handa Beccu í gær, hátt rúm með skrifborði undir svaka flott...nema hvað að rúmið er notað og frá IKEA...engar leiðbeiningar með og vesen...það er gjörsamlega ómögulegt að setja saman IKEA húsgögnin á leiðbeininga...IKEA er þekkt út um allan heim fyrir þetta fyrirbrigði! En viti menn, snillingunum tókst þetta, og meira að segja áður en hún kom heim úr skólanum...
Nú er vandamálið bara það að rúmið er sem sagt MJÖG hátt og....kallinn sem við keyptum það af fann ekki pinnana sem eiga að vera stiginn upp Woundering!!! Hann ætlaði nú samt að finna þá og koma þeim til okkar, og hann fær ekkert borgað fyrir rúmið fyrr en hann er búinn að því...eeen þangað til þurfum við hjónin að LYFTA elsku "litlu" stelpunni okkar (1,30 á hæð, 28 kíló!!!) upp og niður úr þessu blessaða rúmi...þarna spörum við okkur náttúrulega heilt mánaðarkort í ræktina, enda er IKEA mjöög hagstætt val...LoL

Ídag ætla ég svo að halda áfram að þykjast eiga líf, ætla að færa allar mubblurnar inni hjá Beccu minni svo að það verði meira pláss, henti líka loksins út gömlu ljótu hyllunni sem hún var með í gær...svo ætlum við stelpurnar að skemmta okkur við að setja saman Barbie húsið hennar sem er búið að liggja í kassanum aaallt of lengi út af plássleysi...

En fyrst ætla ég að fá mér graut í morgunmat!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Gvöð hvað þú ert mikið heilsufrík, lyftingar og grautur, er það útaf grautnum sem þú ert svona "morgunhress"?

Erna Evudóttir, 2.3.2007 kl. 08:25

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hefur ykkur virkilega alls ekki dottið í hug að setja upp lyftu handa blessuðu barninu? Engin hugsun í gangi ? Ekki spurning, drífa í því, áðan!     Er morgunhressið, sem Erna virðist eitthvað öfunda þig af, alveg að rugla skynsemina ?

Jónína Dúadóttir, 2.3.2007 kl. 08:59

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvernig líkar Rebekku nýja rúmið ?

Jónína Dúadóttir, 3.3.2007 kl. 08:26

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Eitt núll fyrir þér heillin,eða Ikea.Ahh Jóka og Barbie,það hefur verið gaman

Birna Dúadóttir, 3.3.2007 kl. 11:55

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvaða grautur er þetta?

Birna Dúadóttir, 3.3.2007 kl. 12:11

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hafragrautur, súr blóðmör og lýsi , hvað annað ?

Jónína Dúadóttir, 3.3.2007 kl. 14:13

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Svei mér þá ég held að Jóka sé enn í Barbie,tekur örugglega alla flottustu skóna á dúkkuna sem hún er með.Aumingja Becca fær ekkert almennilegt dót.

Birna Dúadóttir, 3.3.2007 kl. 17:22

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jabb, hún er í Barbie. Ætli Rebecca sé ekki bara vaxin upp úr dúkkuleikjum

Jónína Dúadóttir, 3.3.2007 kl. 18:01

9 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hætt í barbie, auðvitað hafragrautur og lýsi, fæ því miður enga blóðmör hérna

Jóhanna Pálmadóttir, 4.3.2007 kl. 16:49

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst blóðmör vond(ur) og bý bara til lifrapylsu á haustin, annars mundi ég stinga eins og einum kepp í umslag og senda þér dúllan mín

Jónína Dúadóttir, 5.3.2007 kl. 14:18

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka má alls ekkert vera að því að skrifa hérna, hún er ábyggilega byrjuð að hekla á fullu Duuuugleg stelpa

Jónína Dúadóttir, 6.3.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband