Hmm...

Ég verð nú barasta að viðurkenna að ég er alls ekki jafn dugleg að skrifa hérna og þið hinar...er svo ofsalega upptekin við að prjóna lopapeysu á manninn minn, bera á borð 3 rétta máltíðir, þrífa og þvo upp...og svo er ég alveg svakalega morgunhress líka, 45 í skóstærð og 1.90 á hæð...

Nei, svona í alvöru þá fór ég frá manninum mínum um helgina, gisti með stelpurnar hjá góðri vinkonu, horfðum á alla þá sem fengu einn sjens í viðbót að keppa í úrslitum söngvakeppninnar hérna úti, ýldum og góluðum og létum eins og svín...vorum svo vakandi fram eftir öllu talandi um karlmenn og notagildi þeirra Grin Maðurinn minn ekkert smá heppinn að þurfa ekki að vera með, honum finnst svona umræðuefni alveg hræðilega vandræðaleg...gleymi aldrei hversu hratt hann hljóp út úr eldhúsi þegar við sátum hérna nokkrar og konan hans hélt því fram að karlmenn ættu að vera fallegir, halda kjafti og hafa stórt undir sér WinkDevil Stundum á ég það til að vorkenna honum fyrir að vera giftur mér, en þá man ég alltaf að það er ég sem bý með karlmanni og getur það orðið verra...? Cool

Annars er ég hálfgerður karlmaður núna, er eitthvað lasin og vorkenni mér voðalega...læt það samt ekki hindra mig frá að fara út og fá mér kaffi með vinkonu minni sem ég hef ekki hitt lengi, eða sitja í strætó í rúman klukkutíma til að fylgja dóttur minni á aikido æfinguna...nei, ég er nú kannski bara voða kona samt, eða hvað? Tounge En vorkenni mér voðalega þegar ég hef tíma til þess...

Er nýbúin að lesa bókina sem kom á undan Da Vinci lyklinum, Englar og Djöflar, hryllilega spennandi og svo yndislega mikið af sögulegum staðreyndum líka, frááábær bók...er núna að lesa Vetrarborgin eftir Arnald Indriða, á íslensku, alveg frábært! Eina bókin eftir hann sem var til á bókasafninu á íslensku...allt of fáar íslenskar bækur í boði hérna...og svo eru þeir hættir að hafa Moggan og hvaðan á ég nú að fá minn heilaga sannleika, ég bara spyr!

Nú ætla ég að fá mér te og verkjatöflu og skríða uppí rúm og vorkenna mér aðeins meira, sé ykkur! SidewaysSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Ja sko ættingjar þínir geta séð þér fyrir heilögum sannleika, ekki málið, öll þín ætt þekkt fyrir að segja aðeins heilagan sannleikann

Erna Evudóttir, 7.3.2007 kl. 07:12

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

...og ekkert nema heilagan sannleikann ! Mogginn hvað ? Láttu þér batna Jóka mín og þú mátt alveg vorkenna sjálfri þér aðeins, það vita allir að það ristir ekki djúpt hjá konum

Jónína Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 07:28

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég er líka lasin í dag,aumingja Jóka og BirnaDatt í hug að eyða megninu af nóttinni inni á baði hjá mér,allt sem hafði farið ofan í mig síðustu viku,kom upp aftur.Svei mér ef ég gubbaði ekki bara jólamatnum líka.Ég var hálf drusluleg þegar ég var að koma þessum þrem yndislegu stelpum mínum af stað.Ég er rosalega heppin með hvað þær eru góðar og duglegar að hafa sig til.

Birna Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 08:34

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þið eigið báðar alla mína samúð   Ég er ekkert veik, ég er bara í því sem virðist ætla að verða endalaust veikindafrí, fer ekki að vinna fyrr en eftir páska og á enga samúð skilda/skilið ( =sjálfval ) 

Jónína Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 09:23

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þú myndir semsagt teljast forréttindapakk,a satt?

Birna Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 10:46

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ójú með snobbi, hroka, stórum jappa og öllu saman

Jónína Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 16:29

7 Smámynd: Kolla

Góðan bata

Kolla, 8.3.2007 kl. 18:58

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Er þér ekkert farið að líða betur skinnið mitt ?

Jónína Dúadóttir, 8.3.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband