Er hérna!

Eins og marga grunaði hef ég verið að þykjast eiga líf fyrir utan bloggið undanfarið...var ekki að vagga eigin ungabarni í gær, heldur barni vinkonu minnar...hér er engin fjölgun í gangi, verður ekki einu sinni hugleidd neitt á næstunni!!!

Er búin að standa í afmælisveseni, bæði búin að vera að halda veislu og mæta í veislur...fékk óvæntan næturgest um daginn...hún litla nafna mín frá Linköping var hérna hjá okkur, yndislegt bara!!!

Missti kærann fjölskyldumeðlim um daginn þegar litla fúla hamsturkellingin mín hélt á braut til ríkis forfeðranna...mikil sorg í gangi!

Er búin að skipta um eldhúsborð við vinkonu mína og fékk 2 stórar skjaldbökur í stóru fiskabúri í kaupbæti...myndi búa til súpu úr þeim ef það væri ekki fyrir að það er svo svakalega vond lykt af þeim að ég missi matarlystina!

Sendi Beccu í sumarbúðir á mánudaginn og er í fríi frá henni þangað til á föstudaginn! Já, eða hún í fríi frá okkur! Svo næstkomandi mánudag byrja ég í nýju vinnunni...er svo spennt að það hálfa væri nóg!

Svíar eru í þjóðarsorg...fallinn er frá stór maður í kvikmyndaheimi! Hellti mér út í lestur um hann í einu af öllum minningarblöðum sem hafa verið gefin út um hann eftir andlát hans og hlakkar til að lesa ævisöguna sem gefin verður út á næsta ári.

Hvað meira? Jú, maðurinn minn stoppaði nágranna okkar sem var að hnupla úr búðinni hérna úti, þegar hann (þjófurinn) reyndi að flýja var Nathalie mín fyrir honum svo hann danglaði í hana til að komast framhjá! Varð sem betur fer ekki mikið úr því, lítill marblettur, en við kærðum hann strax og ég hafði þar að auki samband við leigusalann og sagði að annaðhvort hendið þið honum út eða látið okkur hafa aðra íbúð! Þetta kallógeð er fatlaður að einhverju leyti, á erfitt með gang og tal, en það veitir honum engan rétt hvorki að stunda búðahnupl né beita lítil börn ofbeldi, eða hvað!?

Jæja, nóg um það...nú er ég búin að bæta upp bloggleysi, nú verð ég að snúa mér að mailinu mínu, er með nokkur hundruð ólesin, hef nefnilega ekkert verið í tölvunni síðan guð má vita hvenær!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Innilega velkomin, þín hefur verið sárt saknað elsku dúllan Búið að halda kertavökur og tárafleytingar (samanber pistlar Hjördísar) hringja í Innra eftirlitið og hvaðeina........ Gott að þú skulir eiga þér líf fyrir utan bloggið

Jónína Dúadóttir, 1.8.2007 kl. 16:12

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Vertu bara verí verí velkom mæ djer

Birna Dúadóttir, 1.8.2007 kl. 16:46

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Já kominn tími á þig, þú verður nú að sinna okkur líka

Erna Evudóttir, 1.8.2007 kl. 21:21

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.8.2007 kl. 22:51

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já haldið að það sé nokkur einasta hemja að afrækja okkur svona gersamlega....... og það í marga marga daga

Jónína Dúadóttir, 1.8.2007 kl. 22:55

6 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Þið eruð yndisleg!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 2.8.2007 kl. 11:48

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú líka

Jónína Dúadóttir, 2.8.2007 kl. 11:56

8 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Geggjuð WANTED færsla hjá þér!!!  Góð mynd, sæt stelpa!
Segðu mér meira um þennan draum, um hvað var hann? Gott eða slæmt?

Jóhanna Pálmadóttir, 3.8.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband