Klukkan hvað? :)

Jæja...best að taka þátt í þessu klukki! Búin að reyna að forðast það en nú gefst ég upp fyrir hópþrýstingi LoL Gunnar (Rannug) klukkaði mig og ég ætla að klukka Ernu, Birnu, Ninnu, Jenna, Hjöddu, Kollu, Lilju og Auði!

8 hlutir um mig:

  1. Ég er með 132 í greindarvísitölu og er ótrúlega stolt af því!
  2. Ég á 2 yndislegar dætur.
  3. Ég á 3 nagdýr (kanínu, hamstur og eyðimerkurrottu).
  4. Mér finnst gaman að keyra bíl en leiðinlegt að lesa undir skriflega prófið (en ætla að ná því samt!!!)
  5. Ég elska að læra ný tungumál, sérstaklega finnst mér latína fallegt mál.
  6. Ég hef séð Pirates of the Caribbean At Worlds End tvisvar í bío so far og væri til í að fara aftur!
  7. Ég elska að lesa góðar bækur!!!
  8. Ég hlakka svo til að fá að byrja að vinna í ágúst að ég er alveg að deyja!!!

Búin! LoL

Faðir alheimsins, eða þ.e.a.s. faðir eldri dóttur minnar kom hérna ígær með kærustuna með sér til að skila af sér afmælisgjöfum til hennar...hann fékk ekki að koma inn, við bentum honum á að virkir eiturlyfjaneitendur væru ekki velkomnir hér en að hann fengi gjarnan að koma í heimsókn þegar hann væri búinn að gera eitthvað í sínum málum! Hann hefur ekki einu sinni hringt í hana í rúman mánuð og svo hringir hann daginn fyrir afmælið hennar til að biðja mig að koma með sér að kaupa handa henni gjafir!!! Sure thing man, í einhverjum samhliða alheimi kannski!!!
Og svo tilkynna þau stelpunni rétt áður en þau fara að þau séu að vinna að því að búa til systkini handa henni!!! Ojjjj bara!!!! Hringja í féló núna takk!!! Hann gat nú ekki einu sinni komið með gjafir handa henni ódrukkinn...og væri ekki betra að láta renna af sér ÁÐUR en maður hrúgar niður fleiri börnum?

Oh, whatever! Á morgun kemur afi hennar og sækir hana...hún hringdi í hann í dag til að bjóða honum í afmælið á laugardaginn og þá spurði hann mig hvort hún gæti ekki fengið að koma til þeirra...tími til kominn, hún hefur ekki hitt þau síðan á gamlárskvöld! Hún varð voða ánægð...hún missir að vísu af afmælisveislu sem við vorum boðnar í á morgun, en henni var alveg sama...og ég fer þá bara með Nathalie í afmælið LoL

Jæja, nenni ekki að skrifa meir...góða nótt everybody!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

132 í greindarvísitölu... til hamingju!

Takk fyrir mig og góða nótt!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.7.2007 kl. 22:54

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Áttu rottu ???? Hér heima drepum við rottur sko, en sinn er siðurinn í landi hverju....... Hún Rebecca er heppin að mamma hennar skuli vera góð manneskja með ráði og rænu, að ég tali nú ekki um greindarvísitöluna 

Jónína Dúadóttir, 19.7.2007 kl. 06:57

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hmm hvar kaupir mar sona greindavís hvað ha?Þú stendur þig vel með Affe og svo bara að halda því áfram

Birna Dúadóttir, 19.7.2007 kl. 08:30

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Þú ert nú bara hetja hafsins Jóka mín og Becca lika

Erna Evudóttir, 19.7.2007 kl. 16:10

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ha er hún á sjó líka

Birna Dúadóttir, 20.7.2007 kl. 08:58

6 Smámynd: Erna Evudóttir

Já allt á floti þarna niðurfrá hjá henni

Erna Evudóttir, 20.7.2007 kl. 23:02

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Er það nýja vinnan hennar ? Sjósókn

Jónína Dúadóttir, 21.7.2007 kl. 10:56

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég held nú bara að Jóka hafi týnst og hún er samt með greindar þarna tölu eitthvað 132

Birna Dúadóttir, 21.7.2007 kl. 11:14

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skil alls ekki hvernig er hægt að reikna greind í tölum, enda aldrei verið góð í bóklegri stærðfræði

Jónína Dúadóttir, 22.7.2007 kl. 09:59

10 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sammála

Birna Dúadóttir, 22.7.2007 kl. 19:02

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín ertu ennþá á sjónum ? Gott fiskirí ?

Jónína Dúadóttir, 23.7.2007 kl. 06:56

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Er verið að fá'ann,kannski reitingur

Birna Dúadóttir, 23.7.2007 kl. 10:26

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mitt IQ er bara 109

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.7.2007 kl. 10:32

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi Gunnar minn við getum víst ekki öll verið snillar En huggaðu þig við það að þú virðist samt alveg ágætisnáungi

Jónína Dúadóttir, 23.7.2007 kl. 13:09

15 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hmm telst þá Gunnar snillingur,eða bara ágætisnáungi,eða kannski bæði?

Birna Dúadóttir, 23.7.2007 kl. 14:25

16 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

hahahahahahahahaha 109 er betra en 0

Tilkynning til alla blogg-vini! Ég ætla að vera smá hallærislegur og senda mína tillögu um betra blogg til vefstjóra blogg.is. því vill ég spyrja þig um að kíkja á þetta rugl mitt og segja þína skoðun með því að kjósa á vinstri dálk. Ef þú ert búinn að kjósa eða hefur engan áhuga á þessu hjá mér… þá skil ég þig.
 

En EF þú skildir hafa áhuga… smelltu þá HÉR!   

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.7.2007 kl. 17:07

17 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvar er stelputryppið annars

Birna Dúadóttir, 24.7.2007 kl. 19:37

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hún er annað hvort að telja greindarvísitölurnar sína enn og aftur eða vigta aflann

Jónína Dúadóttir, 24.7.2007 kl. 21:14

19 Smámynd: Erna Evudóttir

Ætli hún eigi góða krukku fyrir (greindavísi)tölurnar, maður er alltaf að týna svona tölum annars

Erna Evudóttir, 24.7.2007 kl. 22:44

20 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.7.2007 kl. 22:52

21 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hí hí hún ætti nú að taka eftir þessu

Jónína Dúadóttir, 25.7.2007 kl. 07:15

22 Smámynd: Erna Evudóttir

Annars er kominn tími á gleraugu

Erna Evudóttir, 25.7.2007 kl. 08:28

23 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Er hérna, hef verid upptekin vid ad halda veislu og fara í veislur, kemur blogg brádum, er ad fara ad eyda kaupi mannsins míns núna

Jóhanna Pálmadóttir, 25.7.2007 kl. 12:31

24 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

PS: Gunnar...löngu búin ad kjósa!

Jóhanna Pálmadóttir, 25.7.2007 kl. 12:31

25 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvað ætlarðu að kaupa ?

Jónína Dúadóttir, 25.7.2007 kl. 21:09

26 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kannski krukkur undir allar þarna viskutölurnar þínar

Jónína Dúadóttir, 25.7.2007 kl. 21:32

27 Smámynd: Birna Dúadóttir

Alveg var það sem mér datt í hug.Greind er hægt að mæla í krukkum

Birna Dúadóttir, 26.7.2007 kl. 12:36

28 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já er það ekki ?

Jónína Dúadóttir, 26.7.2007 kl. 13:20

29 Smámynd: Birna Dúadóttir

Síld í tunnu,gáfur í krukku.Mér finnst reyndar ekkert gáfulegt af henni litlu systir minni að vera svona týnd

Birna Dúadóttir, 26.7.2007 kl. 18:15

30 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ef maður verður krukkuklókur af því að láta krukka í sig, þá á ég nú bara töluvert góðan sjens Annars er þetta orð "krukkuklókur" snilld, hlýtur að rata rétta leið inn í hina Íslensku alfræðiorðabók Máls og Menningar

Jónína Dúadóttir, 27.7.2007 kl. 11:01

31 Smámynd: Birna Dúadóttir

En ég er nú samt komin í algert hissukast yfir því hvað hún Jóka er týnd,hmm er hægt að vera mikið eða lítið týndur?h'un er amk mikið týnd.

Birna Dúadóttir, 27.7.2007 kl. 11:23

32 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skyld´ún hafa dottið ofaní krukkuna ? IQ Jóka litla systir, hvar ertu ? Baulaðu nú og svo framvegis........

Jónína Dúadóttir, 27.7.2007 kl. 11:28

33 Smámynd: Birna Dúadóttir

Heyrðu Búkolla,þú ert nú ekki setjandi á til haustsins

Birna Dúadóttir, 28.7.2007 kl. 02:03

34 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ekki ef hún finnst ekki......

Jónína Dúadóttir, 29.7.2007 kl. 20:25

35 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Lýst er eftir fyrirmyndar skríbent, eiginkonu, móður og kokki, sem ekkert hefur heyrst frá í nokkra daga á blogginu. Hún er lítil og sæt og krúttleg dúlla og enginn veit í hvernig fötum hún var þegar hún hvarf, vonum bara að hún hafi verið í fötum. Ef einhver skyldi nú vera svo heppin/n að finna hana, endilega segið henni að við s.s. fjölskylda og bloggvinir viljum endilega fá að njóta nærveru hennar og allra þarna gáfumannavísitalanna hennar hér á blogginu, ekki seinna en áðan

Jónína Dúadóttir, 30.7.2007 kl. 08:19

36 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ættum við að hringja í Innra eftirlitið

Birna Dúadóttir, 30.7.2007 kl. 18:57

37 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gerum það, hún Jóka verður að finnast

Jónína Dúadóttir, 30.7.2007 kl. 23:13

38 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Jóka hvar ertu??? 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.7.2007 kl. 23:18

39 Smámynd: Birna Dúadóttir

Flottur Gunnar,hann hlýtur að finna hana

Birna Dúadóttir, 30.7.2007 kl. 23:23

40 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Með augum Gunnars og skrifum Hjördísar þá er þetta s(v)akamál komið í fínan farveg, nú hlýtur hún bara að fara að finnast

Jónína Dúadóttir, 31.7.2007 kl. 07:10

41 Smámynd: Birna Dúadóttir

Gunnar og Hjördís verða bara að redda þessu,ég er alveg strand

Birna Dúadóttir, 31.7.2007 kl. 16:15

42 Smámynd: Erna Evudóttir

Sendi henni sms áðan, hún var að vagga einhverju ungabarni hjá vinkonu sinni og ég sendi bara tilbaka, gefðu skít í krakkann, hugsaðu um okkur hin í staðinn

Erna Evudóttir, 31.7.2007 kl. 17:57

43 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvað er hún að hugsa um einhvern okkur alls ókunnugan krakka? En ef það hjálpar þá á ég kött sem heitir Lúkas.......

Jónína Dúadóttir, 31.7.2007 kl. 18:30

44 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er alveg með ólíkindum hvað það er erfitt að kreista nokkur orð á bloggi út úr þessari yngstu systir okkar, maður gæti farið að ímynda sér að hún ætti sér líf einhversstaðar annarsstaðar líka, utan bloggsins.....

Jónína Dúadóttir, 1.8.2007 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband