Áfram Ísland!!!

Búin að eignast nýtt uppáhaldslag!!! Heyrði loksins íslenska lagið í Eurovision og finnst það frábært!!! Fallegur texti, flott tónlist, góður flytjandi!!! Því til heiðurs kemur allur textinn hérna, á íslensku, fyrir ykkur sem takið ykkur ekki tíma til að hlusta sjálf Wink

Ég les í lófa þínum
leyndarmálið góða.
Ég veit það nú, ég veit og skil,
það er svo ótalmargt
sem ætla ég að bjóða.
Já, betra líf með ást og yl.

Í lófa þínum les ég það
að lífið geti kennt mér að
ég fæ aldrei nóg.
Ég vil fara frjáls með þér
og fljúga yfir land og sjó.

Það er svo augljóst nú
að allri draumar rætast.
Við höldum frjáls um höf og lönd.
Um lífið leikum við
og lófar okkar mætast.
Þá leiðumst við, já hönd í hönd.

Í lófa þínum les ég það
að lífið geti kennt mér að
ég fæ aldrei nóg.
Ég vil fara frjáls með þér
og fljúga yfir land og sjó.

Ég ætla að fara alla leið
með ást á móti sorg og neyð.
Ég fæ aldrei nóg.
Ég vil fara frjáls með þér
og fljúga yfir land og sjó.

Ekki það, mér finnst enski textinn alveg frábær líka, þið getið bæði heyrt lagið á ensku og íslensku og lesið báða textana ef þið farið inn á http://www.ruv.is/heim/vefir/eurovision/lagid/.

Annars er það að frétta að í fréttunum í gær var varað við sólinni hérna, hún er óvanalega sterk fyrir þennan tíma árs og það er ekki mælt með að maður sé úti í sólinni lengur en klst á dag, plús það að manni ber að bera á sig sólarvörn og sérstaklega á krakkana. Það er víst eitthvað lítið um óson fyrir ofan okkur um þessar mundir! Mér finnst nú eiginlega svolítið skuggalegt þegar það er farið út og maður varaður við sterkri sól svona snemma árs hérna!!!

Svo ef einhver nennir að lesa svona langt, get ég sagt frá því að við fórum í fyrradag og keyptum okkur hjól, ég og kallinn, svo nú er sko heldur betur útivist í gangi (í hættulegu sólinni W00t) og hjólaferð á planinu í sumar, jafnvel með tjald í förinni! Yndislegt bara!!!

Eigið góðan sólardag í dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Fór út í hættulegu sólina (ekki hjólandi) og fannst æði að hafa svona gott veður

Erna Evudóttir, 14.4.2007 kl. 15:52

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Algerlega hættulaust veður hérna á klakanum

Birna Dúadóttir, 14.4.2007 kl. 17:55

3 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Geggjað þetta sólarlandaveður hérna!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 14.4.2007 kl. 19:11

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mundu að bera sólarvörn á manninn þinn líka

Birna Dúadóttir, 14.4.2007 kl. 20:01

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Og til öryggis á hjólin líka

Jónína Dúadóttir, 14.4.2007 kl. 21:04

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Og mér þykir vænt um að þú ert búin að ná laginu, það er ofsalega flott og fallegt  

Jónína Dúadóttir, 14.4.2007 kl. 21:05

7 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hey, ber nú frekar á hjólið mitt en kallinn

Jóhanna Pálmadóttir, 14.4.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband