Hitabelti!!!

Vaknaði í morgun og leit á hitamælinn sem er við svefnherbergisgluggan minn...25 stig! Kíkti bak við gardínuna...heiðblár himinn og gassandi sól...í dag AFTUR Grin Ég gæti vanist þessu!!!
Becca og stjúpi hennar eru í útilegu, í þessu yndislega veðri, myndi öfunda þau ef það væri ekki fyrir allar kóngulærnar og hinar blóðsjúgandi ógeðslegu pöddurnar sem ég veit eru þarna úti í náttúrunni...oj bara!!! Held ég skelli mér bara út á róló með litlu skvísuna ef ég get slitið hana frá sjónvarpinu án þess að hún bíti hausinn af mér Wink...og nei, hún er ekkert skapstór, hún er bara ákveðin! Hahahaha...LoL

Ætlaði að gera heiðarlega tilraun til að byrja að fylgjast með stjórnmálum á Íslandi, svona svo ég gæti nú ákveðið amk hvaða flokk ég ætti að veita atkvæði mitt, en held ég sleppi því bara alveg...komst nefnilega að þvi að það er of seint fyrir mig að kæra mig inn á kjörskrá, hefði átt að gera það fyrir 1. desember Í FYRRA!!! Fyrirgefið mér, en þá var ég nú bara alls ekki að pæla í neinum kosningum, meira að segja búin að gleyma kosningunum hérna, þar sem minn flokkur fékk sorglega fá atkvæði!
Einhvern veginn finnst mér nú að þetta blessaða sendiráð okkar í Stokkhólmi gæti nú kannski bara jafnvel gert eitthvað gagn og sent td svona upplýsingar til okkar sem búum hérna, þeir eiga alveg að vera með skrár yfir Íslendingana hérna í Svíþjóð! Og fyrst að ég er nú hvort eð er farin að kvarta yfir sendiráðinu þá dettur mér í hug allar ræðismannsskrifstofurnar sem ég sá á einhverjum lista inni á heimasíðu sendiráðsins...þetta var listi yfir ræðismenn hérna í Svíþjóð, en þar að auki ræðismenn í fleiri löndum, man nú ekki hverjum, en allavega var Pakistan með og eitthvað meira, þetta var listi yfir 9 ræðismannsskrifstofur og af þeim var 1!!! ræðismaður íslenskur!!! Bíddu við, er ekki ræðismaðurinn gaurinn sem maður á til dæmis að geta farið til þegar maður lendir í einhverjum vandræðum í landi þar sem maður kannski skilur ekki málið og þessháttar? Er þá ekki alveg lágmark að viðkomandi kunni íslensku??? Er ekki alveg að sjá fyrir mér að 8 manneskjur, fjórar í Svíþjóð og aðrar fjórar í Pakistan, Serbíu og Búlgaríu séu búnar að fara á íslenskunámskeið!!! Eða hvað!?

Jæja, nóg um það, nú er ég farin út í góða veðrið og læt mér svo bara nægja sænsk pólitík í bili, það er víst nógu andsk*** mikið að í henni líka!!!

Eigið yndislegan dag í dag hvort sem það er hitabeltisveður eða gluggaveður hjá ykkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvað heitir nú aftur ræðismaðurinn sem þú vitnaðir í um daginn,var það Gústi.Hann klikkar ekki

Birna Dúadóttir, 15.4.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Jú hann Gústi er nú bara aðalgæinn það er nokkuð ljóst

Erna Evudóttir, 15.4.2007 kl. 10:50

3 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Já, enda er Gústi eini íslenski ræðismaðurinn í umdæmi Sendiráðs Íslands í Stokkhólmi!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 15.4.2007 kl. 12:56

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þekki engan Gústa en ég öfunda ykkur af góða veðrinu

Jónína Dúadóttir, 15.4.2007 kl. 13:05

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín ertu alveg orðin steikt í sólinni ?

Jónína Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 19:58

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvernig var aftur athugasemdin um hestinn,upp á sænsku?

Birna Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 20:03

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gobbeddí gobbeddí gobb ?

Jónína Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 21:49

8 Smámynd: Erna Evudóttir

Annaðhvort að eitthvað er enginn aldur fyrir hest eða að vera ekki með alla hestana heima!  Nú eða gobbedí gobbedí gobb

Erna Evudóttir, 17.4.2007 kl. 21:52

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Svo er líka: asni verður aldrei hestur þegar hann eldist, hann verður bara gamall asni

Jónína Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 21:59

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Farin að sofa, brjálað að gera á morgun. Ljúfar nætur

Jónína Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 22:05

11 Smámynd: Erna Evudóttir

Góða nótt gott fólk

Erna Evudóttir, 17.4.2007 kl. 22:08

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Segi það enn og aftur þið eruð skemmtilega klikkaðar

Birna Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 22:11

13 Smámynd: Erna Evudóttir

Ættgengt aftur

Erna Evudóttir, 17.4.2007 kl. 22:12

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Viljiði kaffi ?

Jónína Dúadóttir, 18.4.2007 kl. 07:34

15 Smámynd: Birna Dúadóttir

Held við verðum að fara að komast í fliss ýl og gól við eldhúsborðið hennar mömmu

Birna Dúadóttir, 18.4.2007 kl. 17:33

16 Smámynd: Erna Evudóttir

Já frekar fyrr en seinna, mikið farið að safnast saman sem bara er hægt að tjá sig um þar

Erna Evudóttir, 18.4.2007 kl. 18:45

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Aumingja mamma eða þannig sko

Jónína Dúadóttir, 18.4.2007 kl. 19:30

18 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég veit ekki hvort þið komist nokkuð að

Birna Dúadóttir, 18.4.2007 kl. 23:52

19 Smámynd: Kolla

Gleðilegt sumar :). Vona að það byrji betur hjá þér heldur en hérna í Stavanger

Kolla, 19.4.2007 kl. 15:41

20 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Takk Kolla, sömuleiðis! En byrjar því miður ekki vel, hitabylgjan búin og akkúrat núna er haglél...

Jóhanna Pálmadóttir, 19.4.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband