Hæ, þetta er Kleopatra!

Jæja, er að hlusta á litlu englana mína leika sér inni í eldhúsi, held að þær séu nú báðar eitthvað að hressast. Fór og keypti smá gjafir handa þeim áðan til að hughreysta þær aðeins.
Annars er sú litla alveg yndisleg þegar hún er svona lasin, hún kúrði með mér í allan morgun uppi í rúmi, knúsaði mömmu sína og kyssti og sagðist elska mig...bara yndislegt!

Búin að kenna honum frænda mínum smá kúltúr, hann fékk að sjá myndirnar Smokey and the Bandit 1 og 2....sem eru allgjör snilld, alveg cult bara!!! Einhver verður að kenna barninu þetta WinkLoL
Ef ég gæti nú bara náð í Up in Smoke líka...já, þá myndi ég sennilega EKKI leyfa krökkunum að sjá hana nei, þar dreg ég nú að vísu mörkin. En kannski Blues Brothers næst, þarf bara að útvega mér videotæki fyrst LoL

Nei, nú þarf ég að æða út í frostið, kuldann og snjóstorminn, vaða í gegnum skafla í brjáluðu óveðri með Ívar á bakinu, allt svo að hann missi ekki af fótboltanum í fyrramálið...Erna, ef hann kemur ekki með rútunni í kvöld þá höfum við sennilega orðið úti eða þurft að grafa okkur skjól undan veðrinu Sideways

Takk fyrir samveruna, elsku bloggvinir,

veriði sæl!

 Penguin Wave Tantrum Shiver 






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Flott að skvísurnar eru að hressast.Jóóóka hvar ertu,grafðu þig út úr skaflinum kona og komdu drengnum í rútuna

Birna Dúadóttir, 22.2.2007 kl. 17:35

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ætli hún hafi ekki munað eftir skóbblunni  

Jónína Dúadóttir, 22.2.2007 kl. 19:02

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Jú Ívar kom heim seint og síðar meir svo skóbblan var ábyggilega með í skabblinum

Erna Evudóttir, 22.2.2007 kl. 22:13

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Er hún þá að nota skóbbluna núna til að grafa sig heim í gegnum skabblana ! Einhver heyrt eitthvað frá henni nýlega ?

Jónína Dúadóttir, 23.2.2007 kl. 13:10

5 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hjúkk itt...hringdi í Hjálparsveit Skáta og þeir eru ávallt viðbúnir og komu strax á staðinn með auka skóbblur til að hjálpa mér upp úr hinum fræga skabbli...mín skóbbla var of lítil og þar að auki í hálermabol, sem er ekki gott í svona veðri fyrir litla skóbblu sem ætti að vera í stílvélum!

Jóhanna Pálmadóttir, 23.2.2007 kl. 14:48

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Fönn,fönn,fönn,fönn,'Islensk fönn!Bara sól og vor hérna

Birna Dúadóttir, 23.2.2007 kl. 17:15

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ef þú getur brotist í gengum skaflana,þá sé ég þig í kaffi hjá mér annað kvöld,blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.

Birna Dúadóttir, 23.2.2007 kl. 17:37

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ertu ennþá á leiðinni úr ammælinu hjá Birnu ?

Jónína Dúadóttir, 25.2.2007 kl. 13:30

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jóóóka hvaaaar ertu

Birna Dúadóttir, 25.2.2007 kl. 13:40

10 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Sorry, festist í skafli þegar ég fór og reyndi að týna stelpunum í Monkey Town

Jóhanna Pálmadóttir, 25.2.2007 kl. 15:06

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvar ertu Kleó?

Birna Dúadóttir, 26.2.2007 kl. 19:20

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hún er að leita að börnunum sínum á einhverjum stað sem heitir Apabær

Jónína Dúadóttir, 26.2.2007 kl. 19:52

13 Smámynd: Erna Evudóttir

Held hún sé ennþá í mjólkurbaðinu, heldur örugglega að þetta virki með mjólkina

Erna Evudóttir, 26.2.2007 kl. 22:02

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Prófa líka rjóma ?

Jónína Dúadóttir, 26.2.2007 kl. 22:14

15 Smámynd: Erna Evudóttir

Komdu þér úr baðinu og vertu með, það er mikilvægast, að vinna er ekki atriði

Erna Evudóttir, 27.2.2007 kl. 07:22

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hún er örugglega orðin eins og sæt lítil rúsína eftir að liggja svona lengi í bleyti

Jónína Dúadóttir, 27.2.2007 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband