Þriðjudagur...

Ég elska þessa sænsku skriffinnsku! NOT! Angry Þið skuluð sko EKKI halda að það sé eitthvað einfalt mál að fá sér skilríki í þessu landi!!!

Ég fór ídag til að fá mér nafnskírteini, fór í svona passamyndasjálfsala, fylgdi alveg NÁKVÆMLEGA þeim leiðbeiningum sem þar stóðu...fékk út 4 myndir eins og vaninn er...litu út alveg nákvæmlega eins og svona myndir eiga að gera samkvæmt útskýringunni á sjálfsalanum, reddaði öllum nauðsynlegum pappírum og fór hæstánægð í bankann, sem er ein af þeim stofnunum sem gefur út skilríki hér á landi.
Slengi myndum og nauðsynlegum pappírum í konuna í bankanum, hún lítur á myndirnar og segir strax, með allt of glaðlegum tón: "Nei, ég sé það nú strax að þessar myndir eru ekki að virka! Það er búið að breyta reglunum og núna á alls ekki að sjást í eyrað heldur á maður að horfa beint fram!" AAAAARRRGGHHH!!!! Það er ekkert langt síðan þeir komu með þessa asnalegu eyrnareglu og nú er búið að breyta þessu AFTUR!!! Og ég búin að eyða fullt af pening í þessar fjárans myndir. Eeen, hún stingur upp á því við okkur að fara bara uppá löggustöð af því að þar taki þeir myndina á staðnum og það taki líka mikið styttri tíma að fá nafnskírteinið. Sagt og gert, við þangað, ég tala við lögguna, ekkert mál...ertu með gömlu skilríkin þín? Ég læt hana hafa þau, hún pikkar aðeins á tölvuna, lítur upp og segir: "Heyrðu, ertu ekki sænskur ríkisborgari? Nehei, þá getur þú því miður ekki fengið svona nafnskírteini, blablabla Schengen blablabla osfrv...þú verður bara að fá þér svona nafnskírteini í bankanum, svona venjulegt!" AAAAAAAARRRRRRGGGGHHHHH!!!

Svo nú gefst ég upp, en það er samt allt í lagi, af því að ídag komst maðurinn minn að því að hann er 7-8 cm stærri en hann hélt LoL Hann er búinn að halda í öll þessi ár að hann væri "bara" 1.80 en hann var mældur fyrir skilríkin sem BARA hann gat fengið af því að hann er sænskur, að hann er sko alveg 1.87 eða 8, á sokkunum! Þá glotti minn og sagði: "Sko, sagði þér að ég væri ennþá að stækka!" W00t

Var á pizzeríu ídag, fór á klóið og fann flottustu græju þar sem ég hef nokkurn tímann séð, kassinn með pappírsþurkunum var með svona hreyfinganema sem maður bara veifaði hendinni fyrir framann og þá spýtti hann út þurkum! Coool!!! Þannig að næst þegar þið sjáið mig ekki í einhvern tíma þá er ég ekki í baði, heldur er ég á þessu klósetti að vinka! Tounge

Og svo að lokum, yngri dóttir mín horfði sposk á mig í dag og sagði: "Mamma, þú ert prumptyppi!" Baby With Bear 






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Eyrna hvað?Minn ekki alveg skilja þetta.En ég skil þetta með vinkið á klósettinu,sá þetta á stofnun hjá S'A'A,aumingja konan á undan mér gerði allt annað en að vinka,var byrjuð að banka kassann og þurrkaði sér bara í sloppinn sinn og labbaði í burtu ringluð á svip

Birna Dúadóttir, 27.2.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég kenndi henni ekki að segja þetta ef einhver skyldi halda það

Erna Evudóttir, 27.2.2007 kl. 22:34

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ábyrgir uppalendur, I loooove it

Jónína Dúadóttir, 28.2.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband