Í skóginum, í skóginum er skemmtilegt að vera!

Stundum er maðurinn minn algjör hetja!!! Í dag fór hann út í skóg með eldri stelpuna OG martraðarbarn nágranna/hjákonu minnar! Þau fóru héðan um hálf tólf leytið og komu heim aftur 9½ KLUKKUTÍMA seinna!!! W00t Hefði maður nennt þessu!?
Ekki það, þetta var alveg svakalega spennandi fyrir stelpurnar, þau sáu spor eftir bæði elgi, dádýr og refi og heyrðu allskonar merkileg hljóð og svaka fjör í gangi...gerðu líka upp stóran eld og grilluðu samlokur og alles! Hetjan reynir líka alltaf annað slagið að fá mig með í þessa leiðangra, en því miður, ég grilla ekki nema hitinn sé minnst 20 gráður! Shocking

Skemmti mér stórvel á meðan, við spiluðum spil hérna, ég og hin mamman, elduðum saman hérna 3 konur með sinn hvorann matréttinn (enginn vill vita hvaða læti voru í eldhúsinu hjá mér) og höfðum það svaka næs...og svo talandi um að læra af mistökum ættingja sinna, þurfti að hringja í tæknigæja út af prentaranum hjá nágrannahjákonunni minni, var ekki að ganga að tengja hann, og ég kann sko svona hluti eins og að tengja prentara (kann meira um tölvuhluti en allar stórusystur mínar samanlagt, fyrir utan Ernu), og vitandi hvernig viðmót konur fá í svona aðstæðum þá var ég sniðug og gjörsamlega valtaði yfir gæjann með tæknitali um hvað ég væri búin að gera og leyfði honum ekkert að komast að vitandi að ég myndi sennilega fá svona aulaspurningu eins og "ertu viss um að prentarinn sé tengdur litla mín?"
Það var yndislegt, þaggaði gjörsamlega niður í honum og lenti bara meira að segja í að hann kom fram við mig eins og ég væri manneskja og ekki hálfviti!  Raise The Roof 1 

Pabbi hennar Nathalie Ernu spurði hana hvenær hún ætlaði að hætta með snudduna. Sú stutta labbar sér inn í stofu, snýr sér við og segir við hann: "Þú segir bla bla bla!" Og svo fór hún í leiðangur til að leita að snuddunni! LoL






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hún verður greinilega eins og mamma sín...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.2.2007 kl. 05:12

2 identicon

Já og þetta með að kunna bæði að kveikja á tölvuni og slökkva kallast ekki kunnátta he he he he

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 07:01

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm það má öllu ofgera. en ég tek undir það að maðurinn þinn er sönn hetja   Mikið er ég stolt af þér að valta yfir tölvugæjann. Ég hef örugglega frá einhverju að segja í dag, ég er nefnilega að fara að kaupa borvél . Ég sem sagt kann að kveikja og slökkva á henni  og líka þetta þarna inn á milli : að nota hana  En það er akkert mál, ég kaupi bara þessa sem er fallegust á litinn   

Jónína Dúadóttir, 17.2.2007 kl. 07:50

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mér líst vel á kunnáttu þín,ekki er hún hjá mér.Og það sem betra er,þarf hana ekki.Ég vinn á tölvu og kann allt þar,dugar mér.

Birna Dúadóttir, 17.2.2007 kl. 09:34

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er bara ekki alltaf nóg að "hlaupa ekki ein"  Stundum gerast bara hlutirnir ekki nema ég gangi í þá sjálf og það krefst pínu kunnáttu á hin ýmsustu heimilistæki. Og fyrst ég gat lært á nýju þvottavélina mina, þá get ég a...... flest

Jónína Dúadóttir, 17.2.2007 kl. 09:50

6 Smámynd: Erna Evudóttir

Nathalie er snillingur, bara 2ja ára og strax búin að fatta þetta

Erna Evudóttir, 17.2.2007 kl. 09:53

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Omægoood þú átt flottan mann.Að nenna þessu vegur upp á móti ýmsu öðru ekki satt?

Birna Dúadóttir, 17.2.2007 kl. 10:40

8 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Ég myndi líka velja borvél eftir litnum

Jóhanna Pálmadóttir, 17.2.2007 kl. 11:53

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Borvélar,stelpur mínar eru eins og strákarnir,bara að klappa þeim aðeins og þá fer allt að snúast

Birna Dúadóttir, 17.2.2007 kl. 12:32

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ha ! Er það ? Þessi sem ég keypti í dag, borvélin, hún þarf rafmagn úr innstungu á vegg

Jónína Dúadóttir, 17.2.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband