Home...

Jæja, þá er maður kominn heim eftir helgina í stórborginni! Líkaði betur við Stokkhólm en ég hélt...strætisvagnastjórarnir í Stokkhólmi eru YNDISLEGIR!!! Hef ALDREI lent í öðru eins...einn þeirra fór út af sínum venjulega rúnt og keyrði okkur alla leið heim að hóteli!!! Í strætó!!! Ótrúlegt! Og svo þægilegt að þvælast um þarna, alltaf hægt að ná lest og maður þarf sjaldan að bíða lengur en nokkrar mínútur!

Hittum tengdapabba, sem var fín, hann sýndi okkur miðbæinn og bauð okkur vinnu!!!! Þannig að nú eru smá pælingar í gangi hvort maður ætti að þora að sleppa öllu hérna og flytja...það er í raun og veru ekki mikið sem heldur okkur hérna, bæði atvinnulaus og ekki alltof mikil von á að það rætist úr því...óþægilegt að eiga allt í einu val, ég er svo hrædd um að velja vitlaust...ohh...nú þarf ég sko að hugsa!

Hvað er þetta með hana Birnu, hún er algjör svikari! Byrja að blogga núna takk...þig vantar ekkert nýjan ísskáp, hvaða vitleysa er þetta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

PS: Auður, þú ert hetjan mín á hvítu kaffikönnunni

Jóhanna Pálmadóttir, 12.2.2007 kl. 12:57

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég held að sú manneskja sem beið eftir strætó sé ekki sammál þér um að strætisvagnastjórarnir í Stokkhólm séu yndislegir...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.2.2007 kl. 16:42

3 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Nei, sem betur fer var þetta síðasti túrinn hans

Jóhanna Pálmadóttir, 12.2.2007 kl. 18:36

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Hélt að svona strætisvagnastjórar væru bara til á Akureyri (fyrir ca.25 árum síðan).

Erna Evudóttir, 12.2.2007 kl. 21:24

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Greini ég einhverja "strætóbílstjóra fordóma" ? Annars á ég ekkert að segja neitt um þá, það eru miklu meira en 25 ár síðan ég fór í strætó á Akureyri    Litla systir mín, ég mundi ekki hika við að flytja 

Jónína Dúadóttir, 13.2.2007 kl. 08:15

6 Smámynd: Erna Evudóttir

Að hugsa er kúl og Stokkhólmur örugglega líka, myndi ekki vilja búa þar sjálf en ég er nú svo sveitó, myndi helst vilja búa bara útí skógi einhversstaðar með grísi og hænur!  Sendi tannburstann asap!

Erna Evudóttir, 13.2.2007 kl. 09:10

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Grísi ? Ertu ALVEG viss ? Þeir nefnilega stækka .....

Jónína Dúadóttir, 13.2.2007 kl. 09:42

8 Smámynd: Erna Evudóttir

Já veit en maður slátrar þeim áður en þeir verða 120 kg, amk hér í Svíþjóð sem er gott!  Grísir eru annars skemmtileg dýr sem og hænur, nú og gæsir eru ágætis varðhundar!

Erna Evudóttir, 13.2.2007 kl. 19:28

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sammála þessu með gæsirnar/varðhundana, mörg vitni að því

Jónína Dúadóttir, 13.2.2007 kl. 22:05

10 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sælar,hef ákveðið að gefa þessu blogg dæmi séns,vantar víst nýjan ísskáp.Bía

Birna Dúadóttir, 14.2.2007 kl. 12:09

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að því  Kannski hægt að auglýsa á blogginu eftir ísskáp ?

Jónína Dúadóttir, 14.2.2007 kl. 12:52

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Allir að tala um grísi,dettur mér þá aftur í hug Jói Gr..er nokkuð búið að borða hann?Mér finnst að skvísan ætti að flytja sig,segi það enn og aftur,taktu áhættu,þú gætir orðið hamingjusöm.

Birna Dúadóttir, 14.2.2007 kl. 15:53

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Innilega sammála síðasta ræðumanni  sko þarna með flutninginn. Mér er eitthvað svo ósárt um Jóa Gr... eru ekki ennþá samt mannætur í Rússlandi

Jónína Dúadóttir, 14.2.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband