Svíar!

Þessi sænski hugsunarháttur er alveg ótrúlegur...
Mér var boðið í mat í dag til frænku vinkonu minnar, fékk mjög góðan íranskan mat, Gorme Sabsi, kaffi og með því. Síðan settist ég við tölvuna hjá henni til að reyna að koma henni í lag. Sat við það dálítið lengi, enda eitthvað meira en lítið að, en tókst nú svosem ekki að gera svo mikið í því, hreinsaði aðeins út og lagaði til svo stelpan hennar gæti spilað spilið sitt. Þegar allt var búið og allir orðnir þreyttir skutlaði hún okkur heim...og spurði svo: "Viltu ekki fá eitthvað fyrir hjálpina?"

Hvað er það með þessa þjóð að halda að maður þurfi að borga eitthvað fyrir að einhver annar lyfti rassinum á sér??? Ég varð næstum því hneyksluð!!! Svona hefði enginn spurt heima á Íslandi! Ég er ALLS enginn tölvusérfræðingur og gat heldur ekki lagaði hana eins vel til og þörf hefði verið á, og mér myndi ALDREI koma til hugar að taka borgað fyrir að ég geri einstæðri tveggja barna móður sem mér líkar vel við og sem þar að auki er náskyld einni bestu vinkonu minni, smá greiða!

Talaði við elskulegan tengdaföður minn í dag, við mæltum okkur mót í miðbæ höfuðborgarinnar eftir nákvæmlega viku, Stokkhólmur here I come! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Já passaðu þig á að enginn eigi neitt hjá þér, mucho viktigt!

Erna Evudóttir, 3.2.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef hitt Svía sem eru eins og týpískir Íslendingar og ég hef hitt Íslendinga sem eru eins og týpískir Svíar. Mér finnst það vera almenn kurteysi að bjóðast til að launa greiða… samtímis finnst mér það vera almenn kurteysi að segja: Hvað er þetta, þú þarft náttúrulega ekki að borga neitt.   

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.2.2007 kl. 22:13

3 identicon

Það vita það allir í fjölskylduni að þú ert engin tölvusnillingur þannig að hún hefur greinilega ekki kunnað neytt he he he he he he he og sem betur fer erum við ekki öll að fá borgað fyrir allt sem að við gerum sama hvort maður er sænskur eða Íslendingur

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 08:32

4 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hahaha...kann nú meira um tölvur en þig grunar...

Birna...blogga???

Jóhanna Pálmadóttir, 4.2.2007 kl. 16:24

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mikið svakalega áttu fallegar dætur

Jónína Dúadóttir, 5.2.2007 kl. 07:56

6 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Takk, ég veit , og þær vita það sko alveg líka

Jóhanna Pálmadóttir, 5.2.2007 kl. 18:57

7 identicon

Maður getur bara hugsað sér að ef þú hefðir tekið við peningum eða e-u slíku frá henni og síðan tölvan hennar skyldi bila aftur, myndi þetta ekki þýða að þér bæri að bera ábyrgð á því sem kæmi fyrir tölvuna í næsta skipti hugsanlega í kjölfar viðgerðar þinnar? Nei, Svíar hafa ekki rétt fyrir sér ;)

Kveðja,

Andrei 

Andrei (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband