Jippííí...

...lögfræðingurinn minn er ennþá á lífi! Búin að reyna að ná í hann í nærri því heila viku og loksins hringdi hann, klukkan 8 í morgun! Gott!

Það vita flestir sem mig þekkja að ég er ekki mikið fyrir börn...nema þau sem eru alveg náskyld mér (mín eigin og svo þau sem ég ekki þarf að hitta allt of oft... Tounge). En einhvern veginn tekst mér alltaf að koma mér í aðstæður þar sem ég þarf að umgangast börn, allrahelst börn sem mér finnst ekki alltof skemmtileg!!! Vinkona mín hringdi í morgun og bað mig að passa fyrir sig...við sem erum ekki skyld barninu hennar köllum hana dóttur djöfulsins! Haldiði ekki að asninn ég segi bara jú jú, ekkert mál, komdu bara með hana!!! Oh my god!!! Þegar ég fattaði hvað ég hafði sagt settist ég og byrjaði að skrifa sjálfsmorðsbréfið, hringdi svo og kvaddi manninn minn, þakkaði honum fyrir sæmilegt hjónaband og bað hann að skila því til barnanna minna að ég elskaði þær! Að samþykkja að passa þetta barn er nefnilega nokkuð sem maður bara gerir ef maður er mikið fyrir sjálfspyntingar eða ef maður er með dauðaósk! 2 tímum seinna er ég eiginlega alveg að vera komin í þrot með hvað ég á að láta mér detta í hug að ég þurfi að gera til að hún láti mig í friði í smá stund...hún eltir mig út um allt og vill hjálpa mér nefnilega...AAAARGGHHH!!!!!

Gleymi því aldrei fyrir nokkrum árum síðan þegar ég sótti um sumarvinnu, merkti óvart við í boxið fyrir vinnu á dagheimili og fattaði það ekki fyrr en ég var búin að skila inn pappírunum. Vildi snúa við en Jenni (hver annars) sagði mér að hafa ekki áhyggjur af því, ég fengi hvort eð er enga vinnu!
En, hvað gerist svo? You guessed it, ég fékk vinnu á dagheimili!!! Þetta var versta vikan í lífi mínu...svo fór ég heim og kom aldrei tilbaka!!! Takk Jenni! Crying

Getur einhver komið og sótt þetta barn núna!!!

Stokkhólmur...8 dagar and counting!

Talaði við elsku Söru mína ídag, mikið voðalega þykir mér vænt um hana! Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú stendur þig vel litla systir

Jónína Dúadóttir (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 07:38

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Þú elskar öll börn, viðurkenndu það bara!  Hlakka til að fá Beccu, verður sjálfsagt farið í Busfabriken!

Erna Evudóttir, 3.2.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband