Færsluflokkur: Bloggar

Bangsagrey!

Mikið fannst mér þetta synd! Crying Ég vonaði virkilega inn í það lengsta að honum Carsten myndi takast að deyfa þetta grey svo hún gæti nú fengið að fara bara heim...mér finnst ísbirnir vera ótrúlega falleg dýr og það væri synd og skömm ef þeir hyrfu nú alveg af þessari jörð okkar og hverjar afleiðingar þess gætu orðið langar mig ekkert að spá um...en, ég var ekki á svæðinu og get náttúrulega ekkert dæmt um hvort ákvörðunin að lóga greyinu var rétt, verð bara að treysta því að fólkið þarna hafi vitað hvað það var að gera!

En yfir í annað, gleðilega þjóðhátíð!!!  Iceland Niðri í bæ hjá mér, við ráðhúsið, höfðu þeir halað upp bæði íslenskum og sænskum fánum í tilefni dagsins, það kom mér skemmtilega á óvart!  Iceland 

Eigið góðan dag, vonum að það komi ekki fleiri birnir eða birnur heim á klakann í bili!






mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitinn er farinn í bili :(

Komin aftur, það er búið að vera svo hryllilega heitt hérna að ég hef bara ekki nennt að hanga í tölvunni meira en ég hef nauðsynlega þurft...skemmtilegra að vera úti að grilla Cool 
Litla skvísan hún Nína Lára dafnar vel, yndisleg lítil stúlka, og stóru systurnar eru alveg frábærar eins og ég vissi að þær myndu vera. Becca mín eignaðist lítinn bróður líka 8 dögum eftir að Nína Lára fæddist, nóg að gera hjá henni LoL Litla var svo skírð 19. maí, yndisleg athöfn, þakka fyrir gjafir og góða mætingu...sérstaklega gaman að Gunnar skildi koma með svona einstaka skírnargjöf sem yndislega konan hans, hún Eva, bjó til sjálf, þetta var alveg rosalega fallegur engill Smile 

Set inn nokkrar myndir hérna á síðuna, úr skírn og svo frá gráðun Beccu í ju jutsu, hún er komin með gult belti gellan! Passið ykkur bara á henni LoL

DSC00821DSC00814

HPIM3426HPIM3427


Datt út :(

Netið datt út hjá mér, komin aftur!

Bólar ekki á barni Frown Er í fýlu!

 


Sætust! :)

DSC00502Hún eldri dóttir mín tók allt í einu uppá því að fara að sjá illa svo ég þurfti að fá handa henni gleraugu, og mín er sko ekkert SMÁ FLOTT!!! SmileInLove Hún fékk að sjálfsögðu að velja sér gjarðir alveg sjálf og þetta er hrein snilld og ekkert annað!!! Heart

Set líka inn 2 meiriháttar myndir sem ég tók af stelpunum mínum þegar við vorum úti að labba, þetta eru YNDISLEGAR systur!!! InLove

DSC00503DSC00506


The Ketchup-effect...

Loksins þegar maðurinn fær vinnu þá ætlar þetta aldrei að taka enda!!! Hann er búinn að vinna í tæpar 2 vikur þar sem hann er núna, húsvörður á veitingahúsi/skemmtistað (www.karlssons.biz), í morgun var svo hringt í hann og honum boðin vinna við að keyra líkbíl(!!!), eftir hádegi var hann í viðtali á verksmiðjunni þar sem hann var að vinna í fyrra og svo klukkutíma seinna hringja þeir frá UPS og vilja að hann byrji á mánudaginn...og svo fékk hann meil í síðustu viku frá enn öðrum staðnum sem vildi fá hann í vinnu strax!!! Kallgreyið er náttúrulega alveg ruglaður í ríminu yfir þessu öllu saman og er núna að reyna að púsla því saman þannig að hann/við græðum mest á því!!! Cool Hvað mig varðar finnst mér bara fínt að hann vinni sem mest, er búinn að vera heima svo lengi að fara í taugarnar á mér að ég hefði orðið geðveik á endanum Pinch Fjölskyldulífið rúllar líka mikið betur þegar hann er ekki heima...hahaha LoL

Ekkert barn komið enn...læt vita Shocking


Bíða, bíða, bíða...

Engar barneignir í gangi hér, countdown í gangi...Crying *STUUUUNA*  
Er farið að daaaauðlanga til að geta farið aftur í uppáhaldsbuxurnar mínar og önnur "eðlileg" föt!!! Var í tékki ídag, er með meðgöngueitrunareinkenni, en ekki halda að þeir setji mig af stað fyrir því, nei, síður er svo, send heim og sagt að hvíla mig...hahaha brandari ársins þegar maður er með eina þriggja ára þrjóskupíu og tíu ára braniac sem notar gáfurnar á móti manni... LoLTounge segi bara good luck!!! Hahaha Grin En, ljósi punktur dagsins er að ef þetta versnar verð ég lögð inn í hvíld, sem væri geggjað!!! LoL Væri flott að losna við að elda og allt það vesen LoL Og mitt í öllu þessu fær ekki kallinn nema vinnu!!! Að heiman 9 tíma á dag og skilur mig eftir með krakkana!!! Vissi að ég hefði átt að vera karlmaður!!! Hahahahahaha LoL

Jæja, farin að ná í þrjóskupúkann minn, svo að kaupa ís, skínandi sól og hlýtt hérna meginn, þurfti ekki einusinni jakka í morgun Cool

Love u!!!


25. mars

Ég er 5 ára ídag, nokkuð stolt af árangrinum bara!!! Grin Keypti mér líter af Häagen-Dazs i tilefni dagsins! Fór líka á kaffihús með manninum mínum, Ernu litlu og Ívar og keypti mér Chocolate Éclaire sem var svo subbulega, dónalega góð að ég keypti eina to go og sendi Ernu Tounge

Erna er að fara að flytja út í sveit, en það er allt í lagi, af því að það eru göng yfir í næstu sveit, þannig að ef gerir slæmt veður þá getur hún alltaf keyrt í gegnum göngin syngjandi: "Ég er ekki veðurteppt, ég er ekki veðurteppt!!!" LoLTounge Svo eiga börnin hennar eftir að verða krypplingar, vegna þess að það er ekkert sjúkrahús þarna og þá verða beinbrotin náttúrulega bara að gróa svona aðstoðarlaust, skakkt og illa, börnin koma náttúrulega ekki til með að sýna þann góða smekk að hætta bara að slasa sig. Annars gæti hún líka bara pakkað þeim inn í plast eða eitthvað, gæti virkað!!! HAHAHA LoLLoL En, það versta er að nú verður Erna að fá sér sláttuvél!!! LoL
Yndislegt bara!!! LoL Ég er ekkert með fordóma út í svona smápláss út á landi!!!

Erna, I love u anyway!!! Move to Habo instead!!! Grin


Aaaalveg að koma!!!

Búin að lofa Birnu eineltisbloggi um Ernu, það er aaaalveg að koma, hef ekki tekið mér tíma en góðir hlutir gerast hægt LoL

Minnsta litla systir mín, hún Hanna Lísa, átti afmæli í gær, alveg orðin 12 ára, TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband