Færsluflokkur: Bloggar
Hún Becca mín kom heim með fyrsta prófið sitt í dag Það var próf í trúfræði, um 5 stærstu trúarhópa heimsins og hún var ein af 4 í bekknum sem voru með alla rétt, 25 af 25
Hún er með genin mín!!!
Bloggar | 3.3.2008 | 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | 27.2.2008 | 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nenni þessu ekki lengur, þessu óléttustandi!!! Fór að klæja út um allt og fékk þá að vita að ég er sennilega með meðgöngukláða, sem ég hef aldrei heyrt um áður, en sem er greinilega eitthvað fyrirbæri sem ekki er sniðugt fyrir barnið...þarf að fara í blóðprufu eftir helgi til að láta tékka á þessu og ef svo er verð ég sett á lyf...þetta er eitthvað sem er alls ekki hættulegt fyrir mig, hefur eitthvað með lifrina og óléttuhormón að gera og einu einkennin fyrir mig eru kláði, en þetta getur víst skemmt naflastrenginn einhvern veginn...minn ekkert að fatta...svo hverfur þetta bara strax eftir fæðinguna! Svo fékk ég töflur við kláðanum, en leist ekki alveg á blikuna þegar hún í apótekinu fór að tala um slævandi áhrif og að ég mætti alls ekki drekka áfengi með þeim (fyrir utan að ég er óvirkur alki þá er ég ólétt í 8 mánuði, áfengi hvað??? ). Fór heim og hringdi inn á Vog, og mikið rétt, ég á helst ekki að taka þessar töflur. Þannig að ég á um tvennt að velja, annað hvort tek ég töflur sem ég á að forðast eða þá klóra ég mig í tætlur...hmmm...what to do?
Annars er það helst í fréttum að við erum enn að bíða eftir að fá stærri íbúð sem er ekki gott, eeen mitt í öllu þessu veseni þá er pabbi hennar Beccu búinn að snúa við blaðinu algerlega, er viðræðuhæfur og samvinnufús og er mas búinn að vera hérna hjá okkur með kærustunni bæði í mat og kaffi og til að hjálpa Beccu að taka til í herberginu sínu...sem er alveg frábært!!!
Nenni ekki að skrifa meira í bili, ætla að finna mér horn þar sem ég get staðið og klórað mér bara...
Bloggar | 21.2.2008 | 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Loksins kemur mynd af bumbunni:
Vil taka það fram strax að stjúpa Beccu minnar á að eiga mánuði seinna en ég og hún er MIKIÐ stærri!!!
Bloggar | 12.2.2008 | 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Vil bara taka undir með Ernu, en ekki trúa okkur, sjáið frekar með eigin augum...vil vara við heilaskemmdum og öðrum mannskemmandi áhrifum sem þetta myndband getur valdið...
Bloggar | 12.2.2008 | 13:02 (breytt kl. 13:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fann lús í hárinu á dætrum mínum í kvöld, er með það á hreinu að Erna sendi þær í pósti eða gegnum símann!!! Hef aldrei lent í þessu áður og finnst þetta alveg hryllilega ógeðslegt!!!
Gerði góðverk í dag og keypti stærra fiskabúr handa elskunni minni...hann var eins og lítill strákur í nammibúð, búinn að vera að dunda sér við búrið í allan dag og svo bara sitja og horfa og horfa og horfa... Gaman að þessu!
Bloggar | 29.1.2008 | 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Hmm...voða löt við að slásst við að komast í tölvuna...almenn leti í gangi hérna meginn!!!
Byrja sennilega að vinna í næstu eða næst næstu viku við símasölu (aftur) en bara í mesta lagi hálfann daginn...þarf líka að fara að hugsa fyrir að pakka, er búið að lofa okkur íbúð fyrir fæðingu...vona að það standist, það er already orðið óþægilega þröngt hérna...
Hmmm...nenni ekki að skrifa meira núna...eigið bara ánægjulegt kvöld
PS: Ninna, fannst þér peysan hennar Ernu litlu ekki vera alveg roooosalega jóló? Reyndu sko ekki að koma þeirri dömu í svona jólalegan prinsessukjól!!! Hahaha!!!
Bloggar | 20.1.2008 | 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | 15.1.2008 | 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Er hérna enn, hef ekki gefið mér tíma til að sitja í tölvunni lengi...hún er einhvern veginn alltaf upptekin þegar ég hef tíma! Ef það er ekki elskulegur eiginmaður minn þá er það litli bróðir hans sem er að spila...karlmenn!
Kim, mágur minn tók með sér Nathalie á bókasafnið ídag, og þegar hann var úti að reykja, með hana með sér náttúrulega, þá kom kall sem á heima undir okkur; ALGJÖR TUSSA; (afsakið orðbragðið), út á eftir þeim, glápandi á Nathalie allan tímann settist hann á bekk, dró niður buxnaklaufina og byrjaði að káfa á sér!!! Þvílíkur helv... viðbjóður!!! Sem betur fer sá Kim þetta og náði að snúa Nathalie þannig að hún varð ekki vör við hvað var á seyði, henda rettunni frá sér og ýta henni á undan sér inn aftur!!! Við kærðum þetta að sjálfsögðu!!! Þessi sami kall lamdi hana í sumar, hún var fyrir honum þegar hann var að flýja frá Andreas sem stoppaði hann við að hnupla nammi útí búð!!! Kærðum það líka!!! Við erum líka búin að hringja í lögguna á hann örugglega trilljón sinnum undanfarin ár þegar hann hefur verið öskrandi og gargandi hérna í stigaganginum af því að fyrrverandi konan hans vill ekki hleypa honum inn, hann eltir krakka og hræðir, eltir fullorðið fólk og betlar (hann á nógan pening!) og SAMT gengur hann ennþá laus!!! Hann er með einhvers konar fötlun og á erfitt með tal, en það er ENGIN afsökun fyrir að hegða sér eins og svín!!!
Jæja, nóg um það, varð bara að fá að skrifa af mér aðeins!
Óléttan gengur eins og vera skal, og ég hef ALDREI verið jafn þung og ég er núna!!!
Eigið góðan dag!!!
Bloggar | 10.1.2008 | 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggar | 24.12.2007 | 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)