Færsluflokkur: Bloggar

Messa!

Fór í messu í morgun og presturinn kom 25 mínútum of seint! LoL  
Og eins og það væri ekki nóg, þetta var síðasta skiptið sem barnakórinn tróð upp fyrir jól, og þá er krökkunum alltaf boðið uppá djús og kökur, svo er dansað í kringum jólatré og svo fá þau nammipoka...nema hvað, í ár gleymdist að setja upp jólatré!!! Svo í staðinn dönsuðu krakkarnir í kringum...RUT...!!!LoL LoL  Það er sko stór og mikil kona, ensk að uppruna og talar þarafleiðandi fyndið bjagaða sænsku...hún stóð þarna með jólaskraut hangandi í hári og á fötum og kerti í sinnhvorri hendinni og svo var dansað í kringum hana!!! Hahahahahahaha!!! Set hérna inn mynd af þessum ósköpum þegar ég tæmi myndavélina næst!!!

Partý!!!

Fór í partý í gærkvöld, rosa gaman og góður matur LoL Um ellefuleytið fóru stelpurnar svo út og ég heim af því að ég nennti bara ekki á ball...klukkutíma seinna fékk ég sms...ekkert gaman úti, allir þreyttir, farnar heim...hahaha LoLTounge Erum við orðnar gamlar eða hvað?

Kirkjan í fyrramálið og svo höldum við uppá afmælið hennar Nathalie Ernu líka...


Lýst er eftir skóm!!!

Ég er farin að halda að það séu til svona geimverur í samhliða alheimi sem svona skreppa yfir í okkar heim annað slagið til að ná sér í strigaskó...henni eldri dóttur minni hefur nefnilega tekist það merkilega afrek að týna skónum sínu í herberginu sínu!!! Ég bara er ekki að skilja!!! Þetta eru inni-íþróttaskór sem hún notaði síðast á föstudaginn, er nokkuð viss um að þeir hafi komið með heim þá, en núna eru þeir bara bókstaflega gufaðir upp...
Vitandi það að aðferð dóttur minnar við að leita að hlutum felst í að standa í miðju herberginu, klóra sér í hausnum, snúa sér í nokkra hringi, væla "Ég finn þá ekki!" og vera svo allt í einu horfin inn í eldhús að klappa kanínunni, valdi ég að líka snúa öllu á hvolf, en allt kom fyrir ekki, þeir eru hvergi sjáanlegir!!! Þarafleiðandi dreg ég þá niðurstöðu að geimverurnar hljóti að hafa tekið þá...kannski ekki til svona skór í þeirra heimi...

Og í kvöld setja allir skóinn út í glugga... Smile Sýnist svona á öllu að ég sleppi billega í ár, kartöflur eru ódýrar í Svíaríki Devil

Svo er ég búin að vera á leið að baka piparkökur og kanelsnúða í marga daga núna, alltaf eitthvað sem kemur uppá...þarf td að fara á eftir og kaupa afmælisgjöfina handa Nathalie Ernu, af því að annaðkvöld er Lúsíuhátíð hjá Beccu og þá hef ég hvorki tíma né tækifæri...svo á fimmtudaginn á sú stutta afmæli og líklega lítið bakað þá, á föstudaginn er ég að fara í afmæli, á laugardaginn held ég veislu fyrir litlu og á sunnudaginn er verið að fara í kirkju og það er nú svo útslítandi að ég fer varla að baka eftir það....hihihiTounge

Var að fá að vita að góður vinur minn sem ég hef fylgt lengi er fallinn, alltaf jafn leiðinlegt að fá svoleiðis fréttir... Frown

Nóg um það, veriði nú þæg svo þið fáið eitthvað gott í skóinn í nótt...


Heimasíða!!!

Fékk eitthvað flipp og lét mér detta í hug að prófa að byggja heimasíðu!!! Grin Er alls ekki búin með hana, en allavega byrjuð og búin að láta HELLING af myndum af stelpunum á hana! Kíkkið endilega, og kvittið gjarnan fyrir ykkur í gestabókina!

http://www.freewebs.com/islenskusviarnir/


Sterkar Íslenskar konur!

Hún Erna litla er að fara að byrja á leikskóla í janúar, og í morgun fórum við í heimsókn á leikskólann hennar. Leikskólakennarar hérna úti eru kallaðir fröken og svo nafnið, einhver svona ævaforn siður, en jæja....fyrsta manneskjan sem við hittum á leikskólanum er fröken Fabian!!! LoL Myndarlegur ungur maður með sítt dökkt hár í stert sem spilar á gítar!!! Hahahaha...Nathalie fannst hann frábær!!! LoL Nú svo brilljeraði hún að sjálfsögðu, ekkert mál að fara svona með hana, þetta á eftir að ganga eins og í lygasögu! Hún svoleiðis lét í sér heyra og reyndi strax að fá alla til að dansa eftir hennar pípu, þessi elska! LoL En hún er voða diplómat þegar hún gerir það!

Fór á samkomu í kvöld, sótti lyklana, opnaði, sat ein í klukkutíma og fór svo heim, alltaf jafn gaman þegar það verður svoleiðis! Angry

Er ekki enn búin að losna við helv... skjaldbökurnar, alveg að verða komin í þrot!!!

Jæja, nenni ekki að skrifa meira núna..have a nice evening!


"Litli" frændi minn!!!

Einar er sá í hvítu stuttbuxunum, hann tapaði en flottur samt!!! :) Þetta er gamalt klipp, en mig langaði bara samt til að leggja það út hérna! Ég er alveg óstjórnlega stolt af litla Einari mínum, hann er bara bestur, alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur! Það er leitun að jafn yndislegum og skynsömum ungum manni og honum!!! HeartInLove

 


The Muppet Show!

Ég elska þessa gaura!!!

30. nóvember

Í dag á Helena litlasystir afmæli, verður alveg 26 ára gömul, til hamingju með það! Heart Þar að auki þá er svona sænskt jippó að hvert nafn á sér dag, sk "namnsdag" (nafnadag) Tounge og í dag höldum við uppá Andreas! Og ekki nóg með það, 30. nóvember 1718 dó Karl hinn XII, einhver þekktasti konungur Svíaríkis, af einhverjum ástæðum fara rasista- og nýnazistahóparnir hérna alltaf í mótmælagöngur á þessum degi, er ekki nógu vel að mér í sænskri sögu til að vita afhverju hann er svona mikilvæg fígúra í þeim hópum...held nú ekki að hann hafi verið nazisti...eeeen hvað veit ég? Devil

Þetta voru upplýsingar dagsins, Jóka over and out! WinkCool


Stúlka ófædd! :-)

Fyrstu myndirnar af barninu sem ég er búin að ákveða eigi að vera stelpa! Og mér var sagt í dag að hún eigi að koma 19. apríl, sem er náttúrulega bull og vitleysa, ég er löngu búin að ákveða að hún

kemur á afmælinu hennar Ernu! GrinStelpan 2Tounge


Doh!!!

Er eitthvað voða andlaus um þessar mundir. Nenni engu, er bara þreytt all the time, óglatt og illt í bakinu! Kemst varla í buxurnar mínar lengur, sem er ekki gott af því að óléttubuxurnar eru samt of stórar enn. Er að fara í sónar á morgun og finnst það bara ekkert spennandi, er alveg innilega þreytt á þessari óléttu, er ekki týpan sem hefur gaman af þessu, er líka drulluþreytt á barnavögnum, kerrum og bleyjuskiptum!!! Nathalie er að vísu búin að vera bleyjulaus síðan í sumar/haust, en samt!!! Nenni eiginlega engu nema kvarta og kveina og vorkenna sjálfri mér akkúrat núna. Og svo eru jólin að koma, sem er örugglega voða gaman ef maður hefði efni á að halda jól, en fyrir mér er þetta bara árstíðin sem ég hef mestar áhyggjur af hvernig við eigum að fara að því að eiga að borða eftir jól líka Frown Og svo á nú Nathalie afmæli líka bara 11 dögum fyrir jól, þannig að þá þarf líka að kaupa afmælisgjöf handa skvísunni og halda veislu! Og svona til að fylla mælirin algerlega þá þurfti ég að kaupa skó handa allri familíunni líka!

Voðalega er kvartað núna, er bara ekki góður tími á árinu fyrir mig og það hefur aldrei lagst vel í mig að vera ólétt með öllu tilheyrandi...eeen þetta lagast!

Er annars búin að ákveða að barnið á að vera stelpa og hún á að fæðast 25. apríl, og fyrst að ég er að standa í þessu veseni á ég það sko inni hjá honum þarna uppi að ég fái eins og ég vil með þetta LoL Verra með nafnið bara, hefði verið cool að skíra hana þá Ernu, ef þetta yrði nú svona, en  ég er búin að skíra í höfuðið á Ernu already... hihi

Nei, nenni ekki að væla meira núna...vil bara hrósa manninum mínum fyrir að taka ekki til fótanna, mas amma er farin að tala um hvað hann fái að þola mikið og þá er það slæmt þegar hún er farin að tala um "Andreas greyið" hahaha LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband