Færsluflokkur: Bloggar
Bloggar | 17.11.2007 | 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggar | 16.11.2007 | 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í dag var síðasti dagurinn hennar Nathalie Ernu hjá heittelskaðri dagmömmu sinni, voða sorglegt! Sú stutta var náttúrulega ekkert að fatta alvöru málsins, en ég og Bibbi felldum alveg tár fyrir hana líka! Við eigum öll eftir að sakna hennar mikið!!! Færðum henni kort sem ég gerði handa henni með myndum af Nathalie á og svo gáfum við henni smá bita af Íslandi, hún fékk einn af hraunsteinunum okkar!
Og nú fær litla að vera heima með mömmu sinni í nokkra daga á meðan við bíðum eftir að fá að vita á hvaða leikskóla hún fer, hlakkar bara til að fá að hafa hana hérna og leika við hana!!! Svo "losnum" við nú loksins við pabba hennar á mánudaginn þegar hann byrjar í starfskynningunni, sem er gott. Það er alveg hryllilega þreytandi að vera svona inni á hvert öðru sólahringunum saman!!!
Jæja, best ég fari að gera eitthvað af gagni, feðginin fóru niðrí bæ og ætluðu á bókasafn og Becca er farin í arabískutíma og fer svo í afmælisveislu og ég er með þvottatíma kl 4...alltaf nóg að gera hér!!!
Á morgunn er svo körfubolti!!!
Bloggar | 16.11.2007 | 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Voða veikindi í gangi núna, Ívar minn sennilega með lungnabólgu, maður dagmömmunnar sennilega líka með lungnabólgu (og svo er hann hjartveikur líka) og dagmamman er að vinna síðasta daginn sinn á morgun, af því að svo fer hún á ellilaun, nokkrum árum of snemma, af því að hún er með hvítblæði Sem er bara ömurlegt, hún og Helge eru búin að vera eins og aukaafi og amma fyrir Nathalie síðan hún byrjaði hjá dagmömmunni!!! Svo nú fær sú stutta að byrja á leikskóla, sem mér finnst ekkert sniðugt. Ég er yfirleitt ekki mjög fordómafull í garð innflytjenda, enda sjálf ekki svíi, en mér finnst ekkert gott að setja hana í leikskóla þar sem 90% af krökkunum kunna varla sænsku og slást og öskra og láta eins og svín, eins og kannski eðlilegt er þegar maður er ekki fær um að tjá sig nógu vel á annan hátt. Sko, ég get bara tekið Beccu mína sem dæmi, hún hefur alltaf talað fullkomna sænsku, en eftir fyrstu 2 vikurnar í skólanum í þessu hverfi var hún farin að tala með arabískum hreim...sem væri voða kúl ef við byggjum í Líbanon...
Anyways, á mánudaginn byrjar elskan mín í starfskynningu sem "húsvörður" hjá stærsta fasteignafyrirtæki Jönköping, Vätterhem. Og ef allt gengur að óskum fær hann svo fasta vinnu hjá þeim eftir þennan mánuð sem hann fær að prófa...sem er gott, hann er með menntun í þessu sem hann hefur lengi dreymt um að fá að notfæra sér!
Í næstu viku er besta vinkona mín að fara í 2 vikna ferð til Tælands með kærastanum sínum og dóttur þeirra. Hún hefur aldrei farið til útlanda og mér dettur barasta ENGINN í hug sem á þetta skilið jafn mikið og hún!!! Þetta er yndisleg stelpa!!!
Jæja, nenni ekki að skrifa meira í bili...kíkkið inn á þessa síðu, hún er sniðug:
http://s3.bitefight.se/c.php?uid=17197
Bloggar | 15.11.2007 | 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég er komin í keppni við Ernu um hvor okkar sé meiri stólpi, var á foreldrafundi hjá körfuboltafélaginu hennar Beccu um helgina, mér finnst það vera svona "an Erna thing to do"!
Svo á laugardaginn er hún að fara að keppa, held þær eigi að spila 2 leiki, og á sunnudaginn verður haldið í messu...daman að syngja einsöng! Sem er náttúrulega bara kúl!!!
Ég er svo mikið tæknifrík að það er alveg hræðilegt!!! Er enn og aftur komin með nýjan síma, núna er það svona meira myndavél og mp3 spilari með símanotkunarmöguleika eða eitthvað...en hann er svakalega flottur, get gert allan andskotann með þessu annað en hringt...lesið e-póst, hlustað á útvarpið, lesið blöðin á netinu, hlaðið niður tónlist og hvaðeina...og svo get ég hringt svona videosamtöl...svaka sniðugt!!! Og ENGINN hafði áhuga á að vita allt þetta...hihihi
Ætla að losa mig við skjaldbökurnar, þær eru árásargjarnar og illalyktandi, með einsdæmum óþrifalegar!!! Einhvern sem langar í 2 skjaldbökur?
Eeeen á föstudaginn fáum við 2 naggrísi sem Nathalie fær í afmælisgjöf fyrirfram, geri náttúrulega ráð fyrir samt að ég verði meira eða minna sú sem sér um þá, en það er líka allt í lagi, hún á eftir að læra eitthvað á þessu samt...
Jæja, verð að fara að veiða stelpurnar upp úr baðinu og koma þeim í háttinn svo mamma þeirra missi ekki af Grey's anatomy! Læt ykkur vita síðar hver úrslitin verða úr körfuboltanum!!!
Bloggar | 14.11.2007 | 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Búið að vera brjálað að gera hjá mér! Stelpurnar voru í fríi alla síðustu viku og Axel og Ívar komu til okkar til að fara með mér á íshokkíleik! Sem var bara geggjað, liðið okkar vann of course!!! Svo fór Axel heim en Ívar varð eftir alla vikuna, yndislegt bara!!! Og svo kom Johanna hans Einars í heimsókn með vinkonur sínar, líka bara yndislegt, hún er alveg frábær!!! Ef þau hætta saman verður Einar bara að finna sér nýja fjölskyldu, 'cause I'm keeping her!!!
Það er þvílíka veðrið hérna núna, geggjuð hríð sem væri voða gaman ef það væri ekki svo hlýtt að þetta bráðnar allt saman strax, svo það verður bara svona blautt og leiðinlegt en enginn snjór! Algjör sóun á góðri hríð!!! Það er nefnilega alltof sjaldan allmennilega mikið af snjó hérna, það er svona varla að það taki því að kaupa þotur handa stelpunum, sem mér finnst frekar leiðinlegt. Þeim finnst svo voðalega gaman að renna sér, og verð eiginlega að viðurkenna að foreldrunum finnst ekkert leiðinlegt heldur að fara út og leika við þær í snjónum Og svo dauðlangar mig á skíði!!! Við verðum bara að flytja upp í Norður Svíþjóð, þar er sko SNJÓR!!!
Fór með kanínuna mína í dýrabúð í vikunni til að láta klippa á honum klærnar og fékk svona í leiðinni að vita að litli kallinn minn er víst ekki með neitt typpi, hann er nefnilega hún!!! Hahahahahaha!!!
Nei, ætla að fara að gera eitthvað af viti, maðurinn fór í sund með báðar stelpurnar svo ég er í fríi í smástund!
Heyrumst og sjáumst!!!
Bloggar | 9.11.2007 | 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Jæja, ég er enn hér!
Búin að vera með lítinn lasinn engil hérna, hún er búin að vera svo svakalega góð að taka meðölin sín að það er alveg yndislegt! Hún er sko hetjan mín!!! Hún tók síðasta skammtinn af pensillíni í gær og hóstinn er allur að lagast, held meira að segja að ég þori að senda hana til dagmömmunnar eftir helgi. Það er nú hver að verða síðastur með að vera hjá heittelskaðir dagmömmunni, hún hættir að vinna um áramótin vegna heilsu, hún er nefnilega því miður með hvítblæði! Alveg ótrúlegt hvað svona hlutir koma fyrir fólk sem á það alls ekki skilið...en svo veit ég marga sem mættu alveg lenda í einhverju svona eða bara undir vörubíl, en þeir aðilar bara lifa og hafa það gott!
En eitt sem þessi lungnabólga hefur ekki breytt, og það er skapið í litlu dömunni...pabbi hennar kom hérna fram einn morguninn, eins og þrumuský! Þá hafði sú stutta vakið hann með orðunum: "Pabbi, vaknaðu aðeins! Geturðu ekki farið svo ég geti fengið að sofa í friði!"
Hann vissi náttúrulega ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga, þannig að hann rauk út í fússi...litla lagðist þá bara niður, ánægð með viðbrögðin, og hélt áfram að sofa!!!
Ég er ekkert að vinna núna, hangi bara heima í leti, sem er kannski eins gott! Er búin að vera svo voðalega þreytt undanfarið. Þegar það komst upp í vinnunni að ég ætti von á barni var ég ekkert voðalega velkomin lengur nefnilega...skítapakk!!! Sakna vinnunnar mikið, en nú er þetta eins og það er og ég reyni bara að njóta þess að fá að vera eins mikið í rólegheitum og hægt er með lítinn lasarus og svo Beccu mína. Hef líka getað notað tímann til að vera bestu vinkonu minni til stuðnings, hún er að ganga í gegnum erfiða hluti núna og líður alveg hræðilega illa og það er gott að geta verið til staðar fyrir hana. Það má Guð vita að hún hefur staðið með mér í gegnum ýmislegt!!!
Gerði Birnu um helgina og fór út að skemmta mér, ótrúlega gaman! Fékk lánuð föt hjá vinkonu minni, svona aðeins meira "daring" stíll en ég er von við, en fannst ég vera nokkuð glæsileg samt! Ofsalega gaman!!!
Jæja, nóg bullað í bili, ætla að reyna að vera duglegri við að blogga! Sakna ykkar stelpur!!!
Og Erna, leyfðu mér að fylgjast með í ættfræðinni, finnst þetta spennandi!
Bloggar | 25.10.2007 | 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | 16.10.2007 | 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hún Becca mín er með í barnakór kirkjunnar hérna! 27/10 er kórinn að fara að syngja inn á geisladisk, og þá hefur elsku stelpan mín verið beðin um að syngja einsöng í einu laginu!!! Má ég springa af stolti núna takk!!?
Fór með Nathalie Ernu litlu til læknis í morgun sem sagði mér að hún væri komin með lungnabólgu og gaf henni pensillín og hóstasaft "sem hún verður syfjuð af"! Litla skinnið!!! En svo kom pakki frá Ninnu með Latabæ á íslensku og it really made her day, hún sofnaði á sófanum eftir 2 þætti!
Eftir 2 vikur fæ ég strákana mína hingað, og fæ að fara á íshokkíleik með þeim!!! Æðislegt, hlakkar svoooooo mikið til!!! Það er alltaf yndislegt að fá að hitta "aukabörnin" mín en enginn smá bónus að fá að fara með þeim á leik líka!!! Er að spá í að leyfa Beccu minni að koma með, hún hefur aldrei farið, en er bara að hafa pínu áhyggjur af að faðir hennar verði á svæðinu, hann er það oft!!!
Jæja, ætli maður verði ekki að þykjast vera dugleg húsmóðir og henda í uppþvottavél og elda ofan í liðið! Ætla að gera ljúffengan fisk í ofni með hvítlauk, persilju og allskonar gumsi!
Eigið góðann dag elskurnar mínar!!!
Bloggar | 15.10.2007 | 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)