Færsluflokkur: Bloggar

Ó já, ég var víst líka klukkuð...

Ég var klukkuð af Gunnari og Birnu

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina

  • Kirkjugarðar Akureyrar
  • Útgerðarfélag Akureyrar
  • Frystihúsið í Hrísey
  • Aðallager Elko, Torsvik 

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á

  • Gone in 60 seconds
  • Bram Stoker's Dracula 
  • American History X 
  • The Rock

Fjórir staðir sem ég hef búið á

  • Akureyri 
  • Jönköping, Svíþjóð
  • Huskvarna, Svíþjóð
  • Norrahammar, Svíþjóð

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

  • Desperate Housewives 
  • House
  • Grey's anatomy
  • Pistvakt (Sænskur grínþáttur)

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

  • Stokkhólmur 
  • Helsinki 
  • Kaupmannahöfn
  • Reykjavík 

  Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

Fernt sem ég held uppá matarkyns

  • Siginn fiskur
  • Íslenskir hamborgarar 
  • Djúpsteiktar pylsur með osti og öllu nema hráum 
  • Íslenskar kjötbollur.

 

  Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

  • Hvaða bók sem er eftir Dean Koontz 
  • Vetrarborgin 
  • Húsið á heimsenda 
  • Bækurnar um Sherlock Holmes

Fjórir bloggarar sem ég klukka  

  • Jónína Dúadóttir 
  • Erna Evudóttir 
  • Sólveig Kristín Gunnarsdóttir
  • Jens Hjelm

Bara svona mánudagur...

Voðalegt hvað ég er löt við að skrifa hérna...sorrí! Blush
Ekkert nýtt í mínu lífi, það bara gengur sinn vanagang hérna úti, enda í fæðingarorlofi enn....

Becca týndi gleraugunum sínum í gær, og fannst það bara allt í lagi, kosta hvort eð er ekki svo mikið tilkynnti hún pabba sínum, og þar að auki þarf hún ekkert að nota þau lengur, hún er með fína sjón...og þá greinilega farin að hitta augnlækni í laumi, ég hélt nefnilega að hún þyrfti að ganga með þau daglega...
Sem betur fer hringdi pabbinn svo í mig um kvöldið og sagði að þau hefðu komið í leitirnar...hjúkk itt!!!

Nenni ekki að skrifa meira, ætla að fara að leita að einhverju í frystinum sem ég get haft í kvöldmat...  GrinLoL


Þetta er bara cool!

Fór, með miklum trega LoL á æfingu í gær, þrátt fyrir að ég væri ennþá með gífurlega strengi og stóra marbletti eftir síðustu æfingu...mikið meiri hopp og hlaup í þetta skiptið, sit-ups og þessháttar æfingar, spörk og slög og þessháttar, tók sig upp gamall reykingarhósti hjá mér þó það séu þá komin 3 ár síðan ég hætti...hahaha...fékk gott ráð frá einum þjálfaranum: "Þegar þér finnst eins og þér svartni fyrir augum, gakktu þá EKKI inn í ljósið!" HAHAHAHAHAHA GrinLoL 
En það var ótrúlega gaman samt, og þegar ég kom heim var ég svona alveg búin á því, samt á svona góðan hátt, góð tilfinning. Og vaknaði svo í dag og fann mér til mikillar ánægju að ég finn bara alls ekki svo mikið fyrir strengjum eins og ég hélt! Bara svona mátulega Tounge
Kallinn ætlaði svo að byrja í kickboxi ídag, en haldiði ekki að fjárans rolan hætti við, hann kom með einhverja lame afsökun um að hann vildi æfa upp þolið fyrst...as if, maður þarf að lyfta rassinum upp af sófanum til þess, maður æfir ekki upp þol þegar maður tekur lyftuna niður til að labba alla 3 metrana út í sjoppu að kaupa flögur, nammi og kók...það er ekki vaxtarækt að djúpsteikja franskar og steikja hamborgara...Devil hahaha...en, hann getur þá sjálfum sér um kennt, ég kem hvorki til með að hringja í sjúkrabíl þegar hann fær fyrsta hjartaáfallið, né krana til að fjarlægja líkið þegar hjartað gefst svo loksins upp af offitu eða kransæðastíflu Devil

Anyway, áfram Ísland, silfur er flott!! Wizard Er með geðveika heimþrá!!!


I'm getting to old for this shit!

Fór á mína fyrstu Ju Jutsu æfingu á miðvikudaginn...þessir þjálfarar eru algjörir sadistar!!! Þegar ég kom heim eftir æfingu og hugleiddi í fúlustu alvöru að fara að sofa og vakna ekki aftur fyrr en á næstu öld einhvern tímann, fann svona á mér að það gæti orðið svolítið vont að hreyfa sig daginn eftir...sem það og var...
Sko, við byrjuðum með að hita upp í hálftíma, við hlupum í hringi fyrst, og eftir fyrsta hringinn var ég þess fullviss að það myndi líða yfir mig, eftir annan hringinn hélt ég að ég myndi detta niður dauð LoL Eftir upphitun var ég svo búin á því að ég fann fyrir algjöru máttleysi í bæði handleggjum og fótum...hahaha, mín í fínu formi eða hitt þó heldur...LoLLoL Þrælaðist þó gegn um æfinguna og skreið heim...er búin að vera með svo mikla strengi síðan að ég finn til í vöðvum sem ég vissi ekki að ég væri með!!! Og þó eru liðnir 3 dagar síðan...og á morgun er ég að fara aftur, ekki búin að jafna mig enn...hahaha...ætla samt að reyna að endast í þessu en reikna með að ég verði skríðandi, vælandi, haltrandi í einhverjar vikur þangað til ég venst þessu! LoL Bara geggjað!!!

Svo er það leikurinn í fyrramálið, sýndur beint í sænska sjónvarpinu líka, svt24, mér til ómældrar ánægju...ætla að draga stelpurnar mínar með mér inn í stofu fyrir framan sjónvarpið og kenna þeim að öskra áfram Ísland eins hátt og þær geta...kallinn verður þá bara að halda fyrir eyrun ef hann þolir ekki hávaðann... Grin Áfram Ísland og hafið það gott!

 


"The law of the garbage truck"


One day I hopped in a taxi and we took off for the airport. We were
driving in the right lane when suddenly a black car jumped out of a
parking space right in front of us. My taxi driver slammed on his
brakes, skidded, and missed the other car by just inches! The driver of
the other car whipped his head around and started yelling at us. My taxi
driver just smiled and waved at the guy. And I mean he was really
friendly. So I asked, 'Why did you just do that? This guy almost ruined
your car and sent us to the hospital!' This is when my taxi driver
taught me what I now call, 'The Law of the Garbage Truck.'

He explained that many people are like garbage trucks. They run
around full of garbage, full of frustration, full of anger, and full of
disapointment. As their garbage piles up, they need a place to dump it
and sometimes they'll dump it on you. Don't take it personally.

Just smile, wave, wish them well, and move on. Don't take their
garbage and spread it to other people at work, at home, or on the
streets.

The bottom line is that successful people do not let garbage trucks
take over their day. Life's too short to wake up in the morning with
regrets, so...Love the people who treat you right. Pray for the ones who
don't.
Life is ten percent what you make it and ninety percent how you take
it!

Have a blessed, garbage-free day!


Sólin er farin í felur

Rigning hérna meginn, hellidemba í allan dag, en það veitti nú ekki af smá bleytu eftir allan hitann...það voru þrumur og eldingar í gærkvöld...mér finnst það svo fallegt að ég er hangi dolfallin út í glugga og bara horfi, svo var svo geggjuð rigning en samt svo hlýtt að mig dauðlangaði að hlaupa út og bara láta rigna á mig! Þetta eru sko kraftar nátturunnar eins og þeir gerast bestir!!!

Nína Lára var í fyrstu bólusetningunni á miðvikudaginn. Þegar ég kom heim sagði elsku maðurinn minn að ég skyldi nú kannski hringja í ömmu Evu strax...hann vissi nefnilega ekki hvað barnaheilsugæslustöð heitir á íslensku, hvað þá bólusetning, og þegar amma, sem hvorki skilur ensku né sænsku hringdi og spurði eftir mér þá var það eina sem honum datt í hug að segja henni að ég væri á sjúkrahúsi með litlu...hahaha LoL 
Amma hafði nú haft smá áhyggjur af hvað ég gæti verið að gera þar með prinsessuna en fattaði samt að það væri nú ekkert alvarlegt sem betur fer...en hann fær nú alveg 10 fyrir viðleitni, mér finnst alveg frábært hvað hann þorir að reyna að tala íslenskuna og hvað honum tekst það nú vel!!! Kúl!!!

 Skelli hérna inn tveim mjög nýlegum myndum af Nínu litlu Láru, koma myndir af stóru stelpunum líka um leið og ég er búin að tæma símann minn...

DSC_00019DSC_00014


JUST FOR TODAY *JULY 22ND*

Spiritual death

"For us, to use is to die, often in more ways than one."

Basic Text, p.78


As newcomers, many of us came to our first meeting with only a small
spark of life remaining. That spark, our spirit, wants to survive.
Narcotics Anonymous nurtures that spirit. The love of the fellowship
quickly fans that spark into a flame. With the Twelve Steps and the
love of other recovering addicts, we begin to blossom into that
whole, vital human being our Higher Power intended us to be. We begin
to enjoy life, finding purpose in our existence. Each day we choose
to stay clean, our spirit is revitalized and our relationship with
our God grows. Our spirit becomes stronger each day we choose life by
staying clean.

Despite the fact that our new life in recovery is rewarding, the urge
to use can sometimes be overwhelming. When everything in our lives
seems to go wrong, a return to using can seem like the only way out.
But we know what the consequence will be if we use-the loss of our
carefully nurtured spirituality. We have traveled too far along the
spiritual path to dishonor our spirit by using. Snuffing the
spiritual flame we have worked so hard to restore in our recovery is
too dear a price to pay for getting high.


Just for today: I am grateful that my spirit is strong and vital.
Today, I will honor that spirit by staying clean.

pg. 212


Just For Today Daily Meditation is the property of Narcotics
Anonymous ©


Í gær...

16. júní, varð litla stelpan mín hún Becca 10 ára!!! Til hamingju með það elsku snúllan mín!!! Heart
Daman valdi að halda upp á daginn í besta yfirlæti hjá pabba sínum og sambýliskonu og héldu þau stóra veislu fyrir nánustu ættingja. Heart

Talandi um annað, hafiði heyrt um maskarann og varalitinn, they had make-up sex...skemmtilega barnalegur húmor í boði Stebba Svedjehed LoL

Í gær fengum við að vita að við komum til með að bíða í 2-3 ár eftir stærri íbúð ef við viljum búa áfram í þessu hverfi, sem við og viljum! Elska sænska biðraðakerfið eitthvað minna núna!!! Angry Við erum 5 mannverur og nokkrar fjórfættar í alltof lítilli íbúð þar sem hitastigið ekki dettur niður fyrir 27 gráður!!! Sem er náttúrulega bilun!!!! Og svo segja þeir okkur að við verðum bara að redda okkur compact living...sure, hvernig virkar það með 3 krakka? Við erum allvarlega að spá í að kaupa okkur bara stórt tjald og setja það upp einhversstaðar úti í skógi og búa bara þar! LoL

Nenni ekki að skrifa meir í bili...love u all! Knús!


Stelpurnar mínar :)

stelpurnarSet hérna inn eina góða af stelpunum!

Annars er það helst að frétta að það er bara ekkert að frétta LoL Nei, segi bara svona...en lífið gengur bara sinn vanagang, stelpurnar eru í fríi, alveg að gera mömmu sína vitlausa...Becca mín fer til pappa síns um helgina og verður í viku, sem er gott! Moahahahahaha!!! Devil Þarf endilega að skilja við manninn minn svo ég geti sent Nathalie Ernu til hans aðra hverja helgi, hann myndi þá amk gera eitthvað gagn...hahaha...nei, hann er indæll greyið, bara svolítið upptekinn þessa dagana við sjálfboðavinnu og mér að finnast að hann gæti gert aðeins meiri sjálfboðavinnu heima...

En anyways, nú ætla ég að pakka saman krökkunum og koma mér á stað til vinkonu minnar, hún ætlar að dúlla sér aðeins við hárið á mér og elda fisk handa mér...ég elska þessa konu...
Ef til vill fáið þið þá að sjá mynd af mér með þykkt og mikið hár... Cool

Eigið góðan dag! Heart


Símasölukonan mikla!

Jæja, þá eru þau farin og skildu mig eftir hérna alveg aaaaleina Crying, nei, skildu Einar greyið eftir líka sem er ekki kúl af því að þá get ég náttúrulega ekki farið á eftir og skilið hann eftir líka, eða hvað? hahaha

Ég er búin að finna sérsvæði Ernu, hún ætti að gerast símasölukona!!! LoL Mér datt svona allt í einu í hug á laugardaginn að það væri nú kannski kúl að fá einn af kettlingunum sem voru eftir, þennan litla svarta. Einmitt það já, áður en ég náði númerinu á vörubílnum sem keyrði yfir mig var ég allt í einu búin að samþykkja að taka frekar Addó, þennan stóra, gráa kött sem er svo góður og er alls ekki með neitt veiðieðli sem er nauðsynlegt þar sem við erum bæði með fugl og nagdýr. Erna mín, ef þú ert að lesa þetta: ÞÚ GLEYMDIR AÐ SEGJA KETTINUM AÐ HANN SÉ EKKI MEÐ VEIÐIEÐLI!!!

Kom að honum áðan sitjandi á rottubúrinu og svipurinn á honum sagði EKKI: Komdu og gefðu mér knús! LoLGrin Erna, þú ert miskunnarlaus kona með svona nagdýraissue! Viðurkenndu það bara, Addó is your hitman! LoLLoL

En, þessi yndislega stóra hetja er hinsvegar drulluhræddur við kanínuna mína!!! LoL Hann þorir ekki að labba framhjá henni, hann hoppar yfir hana í staðinn. Og ég sver, ég hef ALDREI séð kött hoppa svona hátt! Hann hræðist ef til vill hefnd kanínunnar fyrir að hann skeit í búrið hennar í gær, hún er nefnilega líka með kattasand sem hún gerir þarfir sínar í...LoL

Það var samt voða sorglegt í gær að horfa á eftir fólkinu, Becca mín hágrét...ég var svona voða hetja, lét eins og þau væru bara að fara heim til Linköping aftur, það er svona rétt að ná mér núna að þau eru að flytja úr landi...CryingCrying Það verður skrítið að geta ekki skroppið til Ernu svona yfir helgi annað slagið, eða fá hann Ívar minn hingað í fríum, amk ekki jafn oft...eeeen ég hef þó allavega Addó! LoL

Nú ætla ég að fara að leggja sofandi barnið frá mér og drekkja sorgum mínum í kaffibolla.

Erna, Jenni og krakkar: Elska ykkur í tætlur og sakna ykkar mikið!!! Óska ykkur góðrar ferðar og góðs gengis "í sveitinni"!!! HeartHeart (Vá, núna náði þetta mér!!!)Crying


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband