Að fórna sér fyrir menninguna...

...það er ástæða þess að ég fór á fætur eldsnemma í morgun og ræsti Beccu mína...við vorum að fórna okkur fyrir menninguna! Smile Hún er nefnilega aukaleikari í bíómynd sem verið er að taka upp hérna í hverfinu okkar með bara börnum, Bugsy Malone style! ( man einhver eftir þeirri mynd?) Nú svo við mættum á tökustað, skólann hennar alveg á réttum tíma og héldum að við þyrftum að vera þarna alveg þangað til seinnipartinn, en var svo sagt að þetta tæki mikið styttri tíma en þeir höfðu haldið, sem er gott...en að góðum kvikmyndatökusið þurftum við svo að bíða í nærri einn og hálfan tíma áður er það kom að dömunni LoL Sjálf senan tók svo ekki nema kannski hálftíma, hún sat á skólabekk og lék góðan nemanda sem hafði gert heimavinnuna sína LoL Þetta var allt voða spennandi náttúrulega og það verður gaman ef maður fær nú að sjá þetta svo...þeir ætla víst að reyna að sýna þetta á kvikmyndahátíðum víðsvegar um landið og ef...stórt EF þeir geta selt myndina verður hún sýnd í bíó, sem væri meiriháttar kúl!

Gott að þetta var búið snemma samt, mig vantaði að laga aðeins til hérna heima en hélt ekki að ég myndi ná því ídag sem ég geri nú samt þá...jibbí Pinch

Fann enn einn gamlan vin á facebook í gær og fékk svo samband við hann í morgun (auðvitað náði ég að facebooka áður en við fórum, hahaha), bara snilld!

Er búin að vera að velta því fyrir mér lengi hvað ég vil gera með líf mitt, er ekki sátt við hvernig þar er núna og eitthvað þarf að gera, en veit ekki hvað! Er búin að fá tilboð um að taka að mér tímabundið verkefni sem myndi ekki skila af sér neinu fjárhagslega séð, en aftur á móti koma mér í ómetanleg sambönd og gefa mér góða reynslu, en ég er að finna að ég er drulluhrædd um að taka þetta að mér, hvað ef ég klúðra þessu? Sjálfstraustið er eitthvað að væflast fyrir mér, það er svo langt síðan ég gerði eitthvað annað en snýta, skeina og hjálpa til við heimavinnu og þetta er þar að auki á sviði sem ég hef í raun aldrei komið nálægt en ja, ég veit svona uppi í heila að ég myndi alveg ráða við þetta, er bara ekki að finna í maganum að ég gæti það...æi, vantar að peppa sjálfa mig meira, fyrir nokkrum árum hefði ég ekkert verið að pæla í þessu, ég hefði bara hent mér inn í þetta, en mér finnst ég vera komin svo út úr öllu að mér finnst ég varla hafa neitt gáfulegra að segja en: "ja, mér finnst nú Pampers Easy-Up vera bestar!" Tounge Ooooo, í skrifandi stund er ég svo að finna að ég VERÐ að fara að komast út úr smábarnaheiminum aðeins, this is NOT me!!!

Anyway, læt ykkur vita hvernig þetta fer alltsaman, nú er ég farin að taka til! 

Kram från Sverige


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

If it helps þá erum ég og viðkomandi future employer alveg viss um að þú rúllir þessu upp

Erna Evudóttir, 1.11.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hahaha, bíddu, hefur hann rætt þetta við þig?

Jóhanna Pálmadóttir, 1.11.2009 kl. 16:57

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Drífa sig, þú getur allt sem þú ætlar þér elskan, þú ert svo oft búin að sýna það

Jónína Dúadóttir, 1.11.2009 kl. 18:24

4 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Takk Ninna mín

Jóhanna Pálmadóttir, 1.11.2009 kl. 20:07

5 Smámynd: Anna Guðný

Mikið hlakka ég til að lesa það þegar þú ferð að segja okkur frá því hvað þetta og hvernig gengur.

Þetta verður örugglega erfitt og þú verður örugglega stressuð en þú getur þetta.

Mér fannst svo flott að heyra kennarann minn segja við 16 ára stelpu um daginn þegar hún var að setja út á sjálfa sig og sagði að hún hafi verið of stressuð. Þá sagði kennarinn: Það að þú sért stressuð sýnir okkur hinum bara að þú vilt gera vel. Það er gott að vera passlega stressuð.

Gangi þér í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur.

Anna Guðný , 1.11.2009 kl. 23:27

6 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Takk Anna mín

Jóhanna Pálmadóttir, 2.11.2009 kl. 10:21

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Go Jóka, þú getur allt, það er löngu sannað  Ef þú aðeins kikir aftur á bak í tíma, þá sérðu það svo vel

Birna Dúadóttir, 2.11.2009 kl. 10:55

8 Smámynd: Erna Evudóttir

Já erum sko bæði viss um þetta

Erna Evudóttir, 2.11.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband