Fiskafjölgun!

Ídag er ég þakklát fyrir að ég er ekki fiskur!!! Ein fiskakelling mannsins míns sem fæðir LIFANDI(!!!) unga fæddi í gær 33 st.!!! Og geri nú aðrir betur!!! Og af því að hinir fiskarnir éta þessi pínulitlu seyði þá varð að setja hana í einangrun á meðan á þessu stóð, og svo þurfti að bjarga þessum greyjum frá mömmunni líka, þannig að hann hékk yfir krukkunni í allan gærdag og veiddi upp pínuponsulitla fiska! Nema einn, sem ég bardúsaði við að reyna að bjarga í nærri 15 mínútur þegar hann var ekki heima, og ég get svo svarið að ég heyrði mömmuna raula skuggalega lagið úr Jaws á meðan, hún horfði svo sultarlega á þetta litla skinn að ég var alveg að fara á taugum!!! Ég hef aldrei haft sérstaklega mikinn á fiskum en eftir allt þetta vesen þá fannst mér þetta bara vera orðinn minn fiskur, eins mikið eins og ég hafði fyrir skinninu!!! Sagt og gert, litli kallinn (eða kellan) sett í sér dall merktum mér! Og svo að honum/henni muni nú ekki leiðast lét ég Andreas gefa mér einn í viðbót! Mér fannst hann eiga nóg LoL Þannig að nú er ég allt í einu orðin 2 fiska móðir! Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Passaðu þig á að Hafrannsóknarstofnun frétti ekki af þessu eða sjávarútvegsráðuneytið.  Því þá gætu farið að hellast yfir þig allskonar gjöld og þú gjafnvel krafin um greiðslu fyrir kvóta vegna þessara fiska því LÍÚ telur sig eiga alla fiska landsins.

Jakob Falur Kristinsson, 21.9.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hí hí hann verður skorinn niður hjá þér kvótinn góða mín ! En til hamingju, ertu búin að fara eitthvað með þá út að labba ?

Jónína Dúadóttir, 21.9.2007 kl. 17:18

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2007 kl. 17:46

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Til hamingju, hvað eiga þau að heita?

Erna Evudóttir, 21.9.2007 kl. 18:40

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Seldu kvótann og farðu út í verðbréfabrask

Birna Dúadóttir, 21.9.2007 kl. 19:32

6 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Þetta er allt í lagi, bý ekki á Íslandi svo ég held ekki að LÍÚ geti skipt sér neitt af þessu, en hef þá sennilega engann kvóta sem ég get selt heldur  Er ekki búin að fara með þá út að labba enn, þarf að fara í dýrabúð og kaupa handa þeim ólir fyrst, og veit ekki kyn á þessum greyjum enn svo það er svolítið erfitt að ákveða nöfn. En í augnablikinu hef ég þau/þá/þær í rabbabarasultukrukku, svo Rabbi og Bára kannski

Jóhanna Pálmadóttir, 22.9.2007 kl. 10:21

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvað með Erna og Jenni

Birna Dúadóttir, 22.9.2007 kl. 10:49

8 Smámynd: Erna Evudóttir

Já eða Birna og deitið um næstu helgi, nei annars, EdnaBidna geta þeir heitið báðir, það virkaði á okkur

Erna Evudóttir, 22.9.2007 kl. 13:00

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Líst vel á það

Birna Dúadóttir, 22.9.2007 kl. 19:18

10 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Ednabidna, I love it!!!  Eða kannski EdnaBidna og BidnaEdna, svona fyrir tilbreytinguna!

Jóhanna Pálmadóttir, 23.9.2007 kl. 16:29

11 Smámynd: Erna Evudóttir

Þú ert líka svona fyrir tilbreytinguna eins og tengdadóttir Björns heitins

Erna Evudóttir, 23.9.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband