Þriðjudagur bara...

Þurfti að fara í skólan og sækja Beccu mína ídag...henni tókst að detta niður úr 3 metra hæð og lenda á bakinu!!! Pinch Elsku anginn...ekki vitað hvort hún rotaðist stutta stund eða ekki...skólahjúkkan hringdi í mig og spurði hvort ég vildi ekki bara sækja hana og svo tókst henni að heimta tíma hjá lækni, fer með hana á eftir...

Fór í atvinnuviðtal í gær...gekk betur en ég vildi...ef ég á að segja alveg eins og er þá vil ég ekkert fá vinnu núna, þá fá stelpurnar ekkert sumarfrí og það finnst mér bara ekki rétt!!! Það er svo sem eitt með Beccu, hún hefur voða gaman af að vera á skóladagheimilinu og ég veit að þar er gert ýmislegt skemmtilegt á sumrin, en það er verra með Nathalie. Hún er einfaldlega ekki barn sem þrífst í pössun, hún er ennþá alveg í rusli þegar ég fer með hana á morgnana, er byrjuð að vera leið um leið og hún vaknar...og svo verður hún alltaf jafn fegin þegar ég sæki hana! Ég veit að hún hefur það fínt hjá dagmömmunni, en hún er bara barn sem þarf að fá að vera meira heima, hún er ekkert svo stór Frown Vona bara að þeir ráði einhvern annan Devil Nú, og kallinn var í viðtali í gær og svo öðru í dag...það gekk líka mjög vel, en það er bara gott! Hann vill vinna, og hann líður ekkert fyrir að fá ekki að hafa stelpurnar heima, karlmenn virðast virka öðruvísi í sambandi við svoleiðis hluti...

Var í afmælisveislu hjá vinkonu minni í gær...hún er palestínuarabi, alveg með einsdæmum yndisleg manneskja!!! Enda var mikið hlegið, gaman og grín!!! Grin

Það rignir á mig ídag, grár dagur...cirkus í kvöld ef Becca mín klárar það, ætla alveg að leyfa henni að ráða og búin að segja henni að mér sé alveg sama þó ég missi af honum ef hún vill frekar vera heima...Andreas getur farið með Nathalie, við erum 3 fjölskyldur að fara þetta saman, þannig að hann verður ekkert einn...og mér finnst ekkert gaman að fara í cirkus og sjá öll þessi aumingja dýr í svona ónáttúrulegu umhverfi hvort eð er...ég fer af því að mér finnst gaman að sjá stelpurnar glaðar...en við sjáum til hvernig fer með þetta í kvöld, fer eins og ég segi algjörlega eftir skottunni minni...

Eigið góðan dag, hvernig sem veðrið er!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hm...það eru ekki alltaf jólin, en vonandi fer þetta allt vel ! Vona það verði allt í lagi með Beccu, þú sleppir við sirkusinn, verðir ekki ráðin, stelpurnar fái sitt sumarfrí og "kallinn" fái vinnu

Jónína Dúadóttir, 8.5.2007 kl. 12:05

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ps: ...og það hætti að rigna

Jónína Dúadóttir, 8.5.2007 kl. 12:05

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Já akkúrat, en afhverju var hún í 3ja metra hæð?

Erna Evudóttir, 8.5.2007 kl. 14:54

4 Smámynd: Kolla

Æi greiið er henni farið að líða betur?

Kolla, 8.5.2007 kl. 20:03

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Knúsaðu hana frá mörgum 'IslendingumVona að þú fáir ekki,bara hann vinnu

Birna Dúadóttir, 8.5.2007 kl. 21:12

6 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Veit ekki hvað hún var að gera svona hátt, er ekki ennþá að skilja af hverju þeir eru með svona háar klifurgræjur þarna....búið að mynda hana alveg í bak og fyrir og þeir sáu ekkert...held henni örugglega heima á morgun líka, svo sé ég bara til...slapp ekki við sirkusinn, lifði hann af samt..fallegir hestar og stelpunum fannst ægilega gaman! Kallinn sennilega búinn að fá vinnuna, en ekki ég

Jóhanna Pálmadóttir, 9.5.2007 kl. 14:27

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Til hamingju

Erna Evudóttir, 9.5.2007 kl. 15:50

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gott mál

Jónína Dúadóttir, 9.5.2007 kl. 20:33

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Coooool

Birna Dúadóttir, 9.5.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband