112, I have an emergency!

Jæja, nenni ekki að hanga útá hlaði og bíða eftir ungu slökkviliðsmönnunum lengur!

Fór í IKEA í gær og keypti loksins góða gardínu fyrir svefnherbergisgluggann okkar, við erum með morgunsólina þeim meginn og maður er bara alveg að kafna á morgnana!

Hef mikið verið að pæla í því undanfarið hvað það hlýtur að vera mikil skömm tengd því að vera svíi! Það vantar svo rosalega þennan holla patríótisma sem mér finnst að fólk ætti að hafa..hérna er svo mikið annaðhvort eða! Ég er til dæmis alveg svakalega stolt yfir mínum uppruna, að vera íslensk, mér finnst fáninn okkar mjög fallegur, elska Ísland og þess fallegu náttúru og íslenskan anda að mörgu leyti. En að sjálfsögðu eru margir gallar á íslensku þjóðinni líka, enginn er fullkominn...og mér finnst ekkert að aðrar þjóðir séu minna virði eða neitt þannig...mér finnst bara að allir eigi rétt á að vera stoltir af sínum rótum án þess þó að líta niður á uppruna annarra...hafðu þinn kúltúr í heiðri en lærðu endilega af aðra siðum líka osfrv.
Ég er að upplifa að þetta vanti svo hérna...það er alltaf verið að tipla eitthvað á tám til að troða nú örruglega ekki á innflytjendum sem eru ekkert að upplifa endilega samt að það sé verið að troða á þeim. Til dæmis er í mörgum skólum ekki þjóðsöngurinn sunginn lengur á skólaslitum, af því að einhver gæti nú móðgast...ég er nú innflytjandi og mér myndi nú bara ekki detta það í hug að láta það fara í taugarnar á mér þó að landið sem ég flutti til haldi bara sínum ævafornu siðum! Í fyrra á skólaslitunum hjá Beccu voru ekki heldur neinir sænskir fánar neins staðar...jú, fyrirgefið...2 fánar voru á svæðinu...svona litlir á plastpinna...ég var með einn og Nathalie með hinn...
Að sjálfsögðu er slæmt þegar þjóðernisástin gengur út í öfgar eins og hjá nýnazistum og þess háttar lýð, en halló...má finna milliveginn?

Veit ekki hvort þetta er nokkuð betra heima á Íslandi, en svona er þetta hérna og mér finnst það ekki gott mál...hætta þessarri yfirdrifnu tillitssemi sem enginn er að biðja um og vera smá stolt!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Við erum ennþá að þróa þetta hérna heima,sjálfsagt í átt að sænska móralnum,því miður.Áfram 'Island

Birna Dúadóttir, 5.5.2007 kl. 12:30

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Akkúrat, það er alltaf verið að tipla á tánum svo maður ofbjóði nú ekki neinum, flestir útlendingar sjálfsagt bara fegnir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af að vera sprengdir í tætlur eða eitthvað, eru sjálfsagt ekkert að skilja þessa yfirdrifnu tillitssemi í Svíum eða að ætlast til hennar!

Erna Evudóttir, 5.5.2007 kl. 13:15

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Misskilin tillitssemi kemur alltaf kjánalega út. Ég hef svolítið orðið vör við þetta hérna heima, en ég vona að við berum gæfu til að forðast sænsku leiðina

Jónína Dúadóttir, 6.5.2007 kl. 11:43

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Svo eru það fordómarnir mínir,þetta helv... Nýnazistapakk

Birna Dúadóttir, 6.5.2007 kl. 12:40

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fordómar eiga stundum rétt á sér

Jónína Dúadóttir, 6.5.2007 kl. 20:53

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Amen

Birna Dúadóttir, 7.5.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband