Sunnudagur

Jæja, stóri dagurinn kominn, og engin sprenging, engir flugeldar, ég vaknaði ekki í morgun og leit öðruvísi út, himininn er ennþá blár á bak við hvítu skýin...LoL Ekki það, það var eiginlega bara eftir fyrsta árið sem ég bjóst við einhverjum ósköpum á "ðö dei", gerðist ekki þá heldur Tounge En, ég klappa mér á öxlina, brosi framan í spegilinn og hugsa með mér: "Sko mig, eitt ár í viðbót!" Smile Og takk fyrir hamingjuóskirnar stelpur, ef ég er heppin þá leyfir Erna mér að baka í dag, og svo hlýt ég að þjást af einhverju tímabundnu minnisleysi eða blackouti eða eitthvað, af því að mér var sagt þegar ég kom hingað í gær að ég væri búin að lofa að elda hérna í dag...man ekkert eftir að hafa gefið slíkt loforð en Erna er eins og Mogginn, allt satt sem stendur í henni...eða sem hún segir... Devil, þannig að á mánudaginn panta ég mér læknatíma til að kanna þetta minnisleysi mitt...

Og hér er eins og alltaf algjör dýragarður (og þá er ég ekki að meina bara út af dýrunum), yndislegt að koma hingað en jafngott að vita að ég get sko farið heim WinkLoL

Eigiði góðan sunnudag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Haltu sem fast í minnisleysið, getur virkilega komið sér vel ! Þarf að borga aðgangseyri inn í þennan dýragarð ?

Jónína Dúadóttir, 25.3.2007 kl. 11:55

2 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Nei, bara rútuferðina...  Why, ertu að hugsa um að hitta mig hérna?

Jóhanna Pálmadóttir, 25.3.2007 kl. 15:12

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju elsku sæta duglega frábæra yndislega meiriháttar stelpuskott.Þú ert kraftaverk og notað kraftaverk,ég sem sagt nota þig enn sem fyrirmynd,þegar ég er í vissum málum.knús

Birna Dúadóttir, 25.3.2007 kl. 21:29

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hitta þig, já já, í dýragarðinum hm...

Jónína Dúadóttir, 25.3.2007 kl. 22:39

5 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Já, einmitt Ninna mín! Hvernær ætlar ÞÚ að koma til okkar?

Jóhanna Pálmadóttir, 26.3.2007 kl. 10:36

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er nefnilega svo skemmtilega lítið mál að skreppa í kaffi til þeirra,flug og lest,tekur engan tíma og er þrælskemmtilegt

Birna Dúadóttir, 26.3.2007 kl. 11:42

7 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

My point exactly...en yfir í annað, Birna mín...hvenær ætlar þú að koma til MÍN??? Sko ekki Ernu, heldur MÍN!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 26.3.2007 kl. 12:55

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Veit alveg að það væri skemmtilegt og er alveg á leiðinni

Jónína Dúadóttir, 26.3.2007 kl. 13:53

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Bara hvort sem er styttra

Birna Dúadóttir, 26.3.2007 kl. 14:36

10 Smámynd: Erna Evudóttir

Er eitthvað verið að mobba mig hérna?

Erna Evudóttir, 26.3.2007 kl. 16:31

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nei vina mín, eintóm væntumþykja

Jónína Dúadóttir, 26.3.2007 kl. 20:24

12 identicon

Halló þetta er aðstoðarforstjóri dýragarðsins ! Ættla að biðja þig um að vera ekki að stríða dýrunum þaug bíta og þar sem þaug eru öll stærri en þú verður þú látinn sofa í búri he he he he he he he he

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 17:43

13 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hahahahaha

Jóhanna Pálmadóttir, 28.3.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband