Út að labba...

Ég og vinkona mín fengum svona heilsukast í gær, okkur leiddist svo við ákváðum að fara út í göngutúr! Sagt og gert, hún kom með stelpuna sína og skildi hana eftir hjá Andreasi með okkar stelpum og svo fórum við á stað. Nema hvað, það fer allt í einu að snjóa svona gríðarlega að göngutúrinn endaði  korteri seinna á pöbbnum með sínhvora kók Tounge
Eeen...í morgun bættum við það heldur betur upp, fórum í eins og hálfs tíma langann göngutúr í skínandi sól...nei, ég er ekki að grínast, þetta er satt!!! Svo fórum við heim og fengum okkur morgunmat, og á morgun ætlum við að gera þetta aftur, þetta var bara yndislegt, passar svo fínt að rölta til dagmömmunnar með Nathalie Ernu og halda svo bara áfram að rölta enda margt fallegt að sjá hér um kring.

Nú ætla ég að fylgja fordæmi Ernu og fara og setja í þvottavél...var að taka fram stærri föt fyrir Nathalie Ernu, þarf svo að fara að versla buxur handa Rebeccu, það er algjört met hvað þessi börn stækka hjá manni. Fann svo falleg föt í gær sem ég hafði misst af að nota fyrir Nathalie, þá glotti maðurinn minn, hristi buxnaskálmina og sagði: "Búinn að redda því!" Fyndinn þessi LoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Ertu einhver platíslendingur, lætur einhverja smá slyddu stoppa þig í að fara í gönguferð?  Gott að ég get verið þér til fyrirmyndar í einhverju, er nú annars fátt um fína í þeim málum

Erna Evudóttir, 20.3.2007 kl. 16:14

2 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hey, það var kallt!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 20.3.2007 kl. 16:36

3 Smámynd: Kolla

Þetta er sko sniðugt hjá ykkur

Kolla, 20.3.2007 kl. 18:04

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín, þåð er gott að hafa svona fyrirmynd  Ég labba um á Glerártorgi í vondum veðrum  Þú ert dugleg

Jónína Dúadóttir, 20.3.2007 kl. 18:26

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Og ég labba á milli herbergja,toppiði það

Birna Dúadóttir, 20.3.2007 kl. 18:47

6 Smámynd: Erna Evudóttir

Þú meinar ekki frá álmu til álmu, haha!  Sjáumst í sumar

Erna Evudóttir, 20.3.2007 kl. 19:03

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Er eitthvað verið að gera grín að fermetrunum mínum fjórum

Birna Dúadóttir, 20.3.2007 kl. 20:41

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nei Birna mín, en það vantar bara 220 fermetra til að verða eins stórt og mitt hús, enginn að einelta þig  

Jónína Dúadóttir, 20.3.2007 kl. 21:19

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég er forréttindapakk,það tók bara korter að mála baðherbergið

Birna Dúadóttir, 20.3.2007 kl. 22:14

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er ekki forréttindapakk í þessu tilliti, ég er með 3 baðherbergi og það tekur aðeins meira en korter að mála þau  En ég á tvær fánastengur

Jónína Dúadóttir, 21.3.2007 kl. 07:45

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín labbaðirðu svo langt, að þú ratar ekki heim aftur ? Viltu að ég hringi í næn-vonn-vonn

Jónína Dúadóttir, 21.3.2007 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband