Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Birna...

...ætti alveg endilega að byrja að blogga líka! Les hún yfirleitt bloggin okkar hérna? Ef hún gerði það, væri hún þá ekki komin með blog? Er henni bara alveg sama um okkur íslendingana í útlegð hérna, hennar nánustu ástvini? Ég bara spyr! Eða kann hún bara ekkert á þetta? Þegar meira að segja Ninna (hamar og meitill) er farin að blogga ætti nú Birna alveg að geta gert það líka! Eða hvað! Birna!!! Ég er að verða bitur, ekki svíkja okkur svona!!! GrinTounge

Hvað er annars í fréttum? Jú, Stokkhólmsferðin er í hættu, strákurinn sem við ætluðum með er hættur við, og við höfum ekki efni á bæði hótelinu og rútuferðinni uppeftir...ef enginn annar er á leið þangað sem við getum farið með sjáum við fram á að þurfa að annað hvort sleppa þessu alveg eða gista hjá tengdapabba...sem mér finnst allt í lagi, en ekki manninum mínum...En það gerir ekkert til, til Stokkhólms skal ég, hótel eða ekki, með manninum mínum eða ekki...missi sko EKKI af þessu! Ég get alveg farið ein ef hann vill ekki gista hjá tengdapabba, ekkert mál!


Svíar!

Þessi sænski hugsunarháttur er alveg ótrúlegur...
Mér var boðið í mat í dag til frænku vinkonu minnar, fékk mjög góðan íranskan mat, Gorme Sabsi, kaffi og með því. Síðan settist ég við tölvuna hjá henni til að reyna að koma henni í lag. Sat við það dálítið lengi, enda eitthvað meira en lítið að, en tókst nú svosem ekki að gera svo mikið í því, hreinsaði aðeins út og lagaði til svo stelpan hennar gæti spilað spilið sitt. Þegar allt var búið og allir orðnir þreyttir skutlaði hún okkur heim...og spurði svo: "Viltu ekki fá eitthvað fyrir hjálpina?"

Hvað er það með þessa þjóð að halda að maður þurfi að borga eitthvað fyrir að einhver annar lyfti rassinum á sér??? Ég varð næstum því hneyksluð!!! Svona hefði enginn spurt heima á Íslandi! Ég er ALLS enginn tölvusérfræðingur og gat heldur ekki lagaði hana eins vel til og þörf hefði verið á, og mér myndi ALDREI koma til hugar að taka borgað fyrir að ég geri einstæðri tveggja barna móður sem mér líkar vel við og sem þar að auki er náskyld einni bestu vinkonu minni, smá greiða!

Talaði við elskulegan tengdaföður minn í dag, við mæltum okkur mót í miðbæ höfuðborgarinnar eftir nákvæmlega viku, Stokkhólmur here I come! Cool


Jippííí...

...lögfræðingurinn minn er ennþá á lífi! Búin að reyna að ná í hann í nærri því heila viku og loksins hringdi hann, klukkan 8 í morgun! Gott!

Það vita flestir sem mig þekkja að ég er ekki mikið fyrir börn...nema þau sem eru alveg náskyld mér (mín eigin og svo þau sem ég ekki þarf að hitta allt of oft... Tounge). En einhvern veginn tekst mér alltaf að koma mér í aðstæður þar sem ég þarf að umgangast börn, allrahelst börn sem mér finnst ekki alltof skemmtileg!!! Vinkona mín hringdi í morgun og bað mig að passa fyrir sig...við sem erum ekki skyld barninu hennar köllum hana dóttur djöfulsins! Haldiði ekki að asninn ég segi bara jú jú, ekkert mál, komdu bara með hana!!! Oh my god!!! Þegar ég fattaði hvað ég hafði sagt settist ég og byrjaði að skrifa sjálfsmorðsbréfið, hringdi svo og kvaddi manninn minn, þakkaði honum fyrir sæmilegt hjónaband og bað hann að skila því til barnanna minna að ég elskaði þær! Að samþykkja að passa þetta barn er nefnilega nokkuð sem maður bara gerir ef maður er mikið fyrir sjálfspyntingar eða ef maður er með dauðaósk! 2 tímum seinna er ég eiginlega alveg að vera komin í þrot með hvað ég á að láta mér detta í hug að ég þurfi að gera til að hún láti mig í friði í smá stund...hún eltir mig út um allt og vill hjálpa mér nefnilega...AAAARGGHHH!!!!!

Gleymi því aldrei fyrir nokkrum árum síðan þegar ég sótti um sumarvinnu, merkti óvart við í boxið fyrir vinnu á dagheimili og fattaði það ekki fyrr en ég var búin að skila inn pappírunum. Vildi snúa við en Jenni (hver annars) sagði mér að hafa ekki áhyggjur af því, ég fengi hvort eð er enga vinnu!
En, hvað gerist svo? You guessed it, ég fékk vinnu á dagheimili!!! Þetta var versta vikan í lífi mínu...svo fór ég heim og kom aldrei tilbaka!!! Takk Jenni! Crying

Getur einhver komið og sótt þetta barn núna!!!

Stokkhólmur...8 dagar and counting!

Talaði við elsku Söru mína ídag, mikið voðalega þykir mér vænt um hana! Heart


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband