Fór til læknis með litlu skvísuna ídag, fékk að vita að það væri sennilega bara ekkert að henni sem er gott
Fór í vinnuna, alltaf gaman að því Áttum ofsalega góðan fund sem gaf mér svakalega mikið, bara meiriháttar!!!
Fór í búðina, keypti kók og pylsur, kvöldmatnum reddað, langar samt í siginn fisk en það er víst ekki til í þessu landi því miður...en ég á allavega kók!
Fór heim, stelpurnar réðust á mig, yndislegt bara, hrúga af krökkum sem ausa ást yfir mann og kossum og knúsum...frábært!
Fór í tölvuna, tékkaði í innhólfið mitt og var búin að fá svakalega fallegt ljóð frá góðum vini...alveg toppaði minn dag!
Það eru svona dagar sem gera það að verkum að mig langar til að vakna í fyrramálið þrátt fyrir allt!
Have a nice day og knús á þig sæta ljóðskáld hvort sem þú lest bloggið mitt eður ei
Athugasemdir
Fínn dagur barasta held hann heiti þriðjudagur
Hvur er hann, þetta sæta ljóðskáld ?
Sorry mér kemur það ekki við...
Gott það er í lagi með litluna, það á að fara með börn til læknis og fá þá að vita að ekkert er að... frekar en að bíða og þá kannski of lengi...
Knús í húsið þitt elskan mín
Jónína Dúadóttir, 29.12.2009 kl. 16:48
Erna Evudóttir, 29.12.2009 kl. 19:16
Ninna: Leyndóið mitt
Erna:

Jóhanna Pálmadóttir, 29.12.2009 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.