I'm easy like sunday morning...

..var einu sinni sungið. Ég er nú síst að skilja hvað er svona easy við sunnudagsmorgna, finnst ekkert voða easy að vera vakin fyrir allar aldir: "mamma, hvar er fjarstýringin? Mamma, viltu skipta um stöð? Mamma, vlinte titta kalle anka! Mamma, síminn er að hringja? Mamma, hæ þetta er Becca, hvenær viltu fá mig heim..." osfrv! LoLHeart Svo skríður maður fram, loggar in á fésið, sér að maður hefur fengið eitthvað í innhólfið sitt, oppnar það, ÁÐUR en maður er búinn að fá sér fyrsta kaffibollan (big mistake, won't do that again!), og verður fyrir svo miklu áfalli að maður hrökklast sem brotin manneskja fram í eldhús til að hella upp á kaffi! Grin Nú, og ég er með svona pressukönnu, þannig að ég fyllti ketilinn og skolaði svo könnuna og setti kaffi í...inn í tölvu á meðan vatnið byrjar að sjóða...nei, þessi skilaboð voru þarna enn...hrökklast aftur inn í eldhús, helli vatninu í könnuna, læt standa í smá stund, pressa niður filterinu, helli mér í bolla, í með smá mjólk og fæ mér svo loksins, loksins vænan sopa...af ísköldu kaffi! LoLTounge Ég hef þá ekki ýtt niður takkanum á katlinu nógu vel svo vatnið sauð aldrei!!! hahaha
Nú jæja, bara hella þessu í vaskinn og byrja upp á nýtt. En þetta gekk allt á endanum, fékk smá hjálp(not) við uppvaskið, hún Lára litla vildi alveg eeendilega hjálpa til PinchTounge, tókst nú samt að koma henni inn í stofu loksins til systur sinnar og fá mér heitan(!!!) kaffibolla! Yndislegt bara! En, to the point, HVERJUM DATT Í HUG AÐ SUNNUDAGSMORGNAR VÆRU EITTHVAÐ EASY??? Ég bara spyr?

Og svo til að toppa þetta allt var ég að sjá að elskuleg miðdóttir mín, Nathalie Erna, var að skreyta rúmið sitt með tússpenna!!! Aaaaarrrrggghhh!!!!

En svo er þetta allt náttúrulega stórlega ýkt og öllu lýst frá sjónarhörni þreyttrar 3 barna móður sem leið sárlega af skorti á góðu, heitu kaffi. LoL

Eigið góðan dag, hvort sem það er mikill snjór hjá ykkur eða ekki, ég þarf víst að setjast á gólfið til að þóknast elsku litla, háværa öskurapanum mínum sem vill mála með mömmu sinni Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æ úps... hvernig eru þá mánudagsmorgnarnir...

Jónína Dúadóttir, 27.12.2009 kl. 23:35

2 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

hahaha, mikið skárri, ég er yfirleitt farin í vinnuna áður en sú minsta vaknar, Becca sér more or less um sig sjálfa og það er yfirleitt til kaffislatti frá deginum áður sem ég get hitað upp í örbylgjuofninum Ég vinn líka betur undir tímapressu greinilega hahahaha

Jóhanna Pálmadóttir, 28.12.2009 kl. 00:11

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Yndislegt baravantaði að hlægja aðeins

Erna Evudóttir, 29.12.2009 kl. 14:36

4 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Þetta var nú svona að vissu leyti skrifað til að framkalla hlátur hjá þér

Jóhanna Pálmadóttir, 29.12.2009 kl. 16:06

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Takk elskan

Erna Evudóttir, 29.12.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband