Óvænt heimsókn :)

Fyndið hvernig lífið getur verið tilviljanakennt Smile Ég var á leiðinni út með stelpurnar í gær og þegar ég kem niður með lyftunni sé ég að það stendur kunnugleg fígúra og er að lesa skyltið með nöfnum þeirra sem búa í stigaganginm...ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum þegar ég fattaði afhverju fígúran var svona kunnugleg, þarna var þá komin góðvinur okkar, Wolfgang. Hann flutti heim til Þýskalands fyrir ja, ábyggilega 2-3 árum síðan... við höfum alltaf verið í bandi, og nú birtist hann bara hérna, alkominn aftur til Svíþjóðar Smile

Wolfgang er þýskur og MJÖG framkvæmdasamur, enda var hann ekki búinn að vera hérna lengi fyrr en hann var búinn að redda sér íbúð og vinnu í öðrum bæ stutt frá okkur, hann stoppaði stutt, var rétt að fara af stað til að ganga frá málunum...bara að drífa í þessu LoL Ekki slæmt fyrir að vera 61 árs hjartveikur fyrrverandi heróínisti! Wolfgang er flottur karl!!! Hann lofaði að hringja seinna ídag og láta vita hvernig gengi og ég fékk hann líka til að lofa mér að hann kæmi tilbaka til okkar ef þetta gengi ekki upp!

Mér finnst svo gaman að hann skuli vera kominn hingað aftur, ég hef saknað hans mikið og á tímabili hélt ég að eitthvað hefði komið fyrir hann og taldi hann dauðan af því að það leið rúmt ár án þess að hægt væri að ná í hann. Þá komst ég líka að hversu erfitt það er að hafa uppi á fólki í Þýskalandi, það er nefnilega ALVEG vonlaust að reyna að grafa upp hvort fólk sé lifandi eða dautt þar. Ég sendi mas lögreglunni í Hannover e-póst og spurðist fyrir, en fékk ekkert svar frá þeim...þjónustulundin greinilega engin! Þess vegna getið þið rétt ímyndað ykkur hvað mér létti þegar hann hringdi loksins, hvað þá að hann skyldi bara birtast svona LoL
Hann er alveg einstakur karakter og góður vinur! Gott að vita af honum nálægt og geta hitt hann annað slagið SmileHeart

Nóg um það, ég fór á fætur fyrir allar aldir til að kveðja hann og nú ætla ég að halla mér í smástund áður en litla skottið mitt vaknar, síðan verður ábyggilega farið niður á strönd seinna í dag, ljómandi veður hérna að vana Smile

Eigið góðan dag hvort sem það er sól úti eða inni hjá ykkur Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta var gaman

Jónína Dúadóttir, 2.7.2009 kl. 07:45

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Frábært

Birna Dúadóttir, 2.7.2009 kl. 10:28

3 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Já, mér líst á þetta  Og svo líst mér á frábæra sólarlandaveðrið sem er hérna hjá okkur, er að bráðna, þetta er YNDISLEGT!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 2.7.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband