Mikið fannst mér þetta synd! Ég vonaði virkilega inn í það lengsta að honum Carsten myndi takast að deyfa þetta grey svo hún gæti nú fengið að fara bara heim...mér finnst ísbirnir vera ótrúlega falleg dýr og það væri synd og skömm ef þeir hyrfu nú alveg af þessari jörð okkar og hverjar afleiðingar þess gætu orðið langar mig ekkert að spá um...en, ég var ekki á svæðinu og get náttúrulega ekkert dæmt um hvort ákvörðunin að lóga greyinu var rétt, verð bara að treysta því að fólkið þarna hafi vitað hvað það var að gera!
En yfir í annað, gleðilega þjóðhátíð!!! Niðri í bæ hjá mér, við ráðhúsið, höfðu þeir halað upp bæði íslenskum og sænskum fánum í tilefni dagsins, það kom mér skemmtilega á óvart!
Eigið góðan dag, vonum að það komi ekki fleiri birnir eða birnur heim á klakann í bili!
Ísbjörninn að Hrauni dauður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 17.6.2008 | 21:01 (breytt kl. 21:35) | Facebook
Athugasemdir
L.Í Ú . lætur ekki að sér hæða, hann var nú eftir alltsaman kvótalaus, um leið og hann var líklegur til að ná í þorsk
Hjörtur Guðbjartsson (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 21:12
Góður
Birna Dúadóttir, 17.6.2008 kl. 21:27
Á Sikiley eru þeir kallaðir Cosa Nostra, á Íslandi L.Í.Ú...
Jóhanna Pálmadóttir, 17.6.2008 kl. 21:32
Mikil vonbrigði með þessi endalok. Var svo innilega að vonast til að við gætum gert rétt í þetta skipti.
Hvar ertu í Svíþjóð? 'Eg á töluvert mikið af frændfólki í Jönköping og svo í Stokholm. Gaman að heyra að Svíarnir flögguðu fyrir okkur Íslendingum í dag.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 17.6.2008 kl. 22:20
Svona gerir litli sæti bangsinn
http://magoo.blog.is/blog/magoo/entry/570398/
Mr;Magoo (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 22:37
Erna H: Skemmtileg tillviljun, ég er einmitt í Jönköping Nú er ég forvitin, hvar í bænum býr frændfólk þitt?
Jóhanna Pálmadóttir, 17.6.2008 kl. 23:50
Jóhanna, greyið dýrið hefði hvort eð er ekki lifað svæfinguna af, tilhvers að deyða það með löngum dauð daga þar sem að sérfræðingurinn sá að björgun myndi ekkert upp á sig og tilraunin misheppnaðist þessi dýr eru vernduð á sjó en ekki á landi, þau eru stórhættuleg, enda var þessi björn mjög illa til fara, særður á löppum og mjög horaður, hefði eflaust látist við svæfingu.
Oddný, 18.6.2008 kl. 00:16
Gaman að þeir skyldu flagga íslenska fánanum líka
Jónína Dúadóttir, 18.6.2008 kl. 06:53
Það var nú bara ég sem flaggaði íslenska fánanum hérna í Linköping
Erna Evudóttir, 18.6.2008 kl. 08:35
Erna mín, það er nú ekkert "bara"
Jónína Dúadóttir, 18.6.2008 kl. 08:44
Er Jóka P alveg týnd
Birna Dúadóttir, 29.6.2008 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.