Oh my God!

Þar  kom loksins að því, eftir langa þögn gerðist það....exið birtist í skólanum hjá Beccu, hélt því fram að ég væri að gera henni stóran grikk með því að neita henni réttar síns að fá að hitta hann, að það væri ólöglegt, hann væri sko búinn að tala við lögguna og lögfræðinginn minn og örugglega djöfulinn sjálfann líka og að ég mætti sko alls ekki gera svona, að ég fengi fleiri þúsund í sektir fyrir hverja helgi sem ég héldi henni heima og Guð má vita hvaða vitleysu hann lét út úr sér! Ég benti honum rólega á fyrir framan kennara og börn að hann mætti sko alveg hitta dóttur sína, ég vildi bara ekki að hann væri útúr dópaður með hana. Heldurðu ekki að hann segi setningu sem á eftir að verða klassísk einhverntímann: "Ég er sko búinn að vera edrú ALLT ÞETTA ÁR!" Nei, til hamingju með það væni. Og hann ætlaði sko að draga mig fyrir rétt, og hún skyldi sko ekkert fá að búa hjá mér lengur og allt eftir þessu. Ég sagði honum að endilega fara fyrir rétt, það væri nákvæmlega það sem ég vildi, og ef það væri satt að hann sé búinn að vera edrú alveg allar þessar...hvað...3 vikur eða svo væri það líka flott...það væri líka það sem ég vildi...ef hann gæti nú sannað það líka væri það alveg meiriháttar...ég vil alveg endilega að hún fái að vera hjá pabba sínum...þegar hann er í góðu lagi, en þegar hann er í heavy neyslu NO WAY!

Að sjálfsögðu fékk ég þvílíkan móral yfir að ég væri að gera einhverja vitleysu, en ég ætlaði ekkert að láta hann sjá það...ég fór heim og hringdi sjálf í lögguna og fékk að vita að ef hann tæki hana með sér eftir skólann gæti ég kært hann...er enn að bíða eftir að lögfræðingurinn minn hringi...

Vissi að sprengjan kæmi fyrr eða síðar, og því miður tókst honum það sem hann ætlaði sér, nefnilega að hræða mig...en ég lét hann ekki sjá það og ég gefst sko ekki upp...eins og ástandið er búið að vera þá er hann ekki hæfur pabbi og þarafleiðandi sendi ég hana ekki til hans fyrr en ástandið hefur batnað! Sem betur fer þá eru margir sem styðja mig í þessu...

Leiðinda mál og leiðinda dagur ídag Crying Þurfti ekkert á þessu að halda líka akkúrat núna!

O jæja, á morgun er nýr dagur og þá ætla ég að fara á skauta með Beccu í fyrsta skiptið ever...synd að Nathalie Erna er of lítil Frown

Í dag ætla ég bara að slappa af og umgangast fjölskylduna og reyna að jafna mig eftir daginn ídag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hejsan svejsan... og ég skil að þetta sé erfitt. Bið að heilsa og hvenær ætlið þið að koma í heimsókn?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2007 kl. 18:21

2 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Heyrðu já Gunnar minn, það er komið að okkur að heimsækja ykkur , verðum að gera það bara fljótlega!

Jóhanna Pálmadóttir, 26.1.2007 kl. 18:36

3 Smámynd: Erna Evudóttir

3 vikur eru nú langur tími fyrir suma en ekki aðra, haha!  Og Nathalie ERNA er ekkert of lítil til að fara á skauta, trust me I know what I´m doing!!!!!

Erna Evudóttir, 26.1.2007 kl. 23:02

4 identicon

Já enginn að bjóða mér í heimsókn og mikið á fyrverandi gott að vera búin að ná tökum á neyslunni ! Og ekki við öðru að búast að afneytunninn sé sterk í sjálfsblekkingunni hjá honum OG það vita það allir að það sé allt í lagi hjá honum (not) Stendur þig vel og margir með þér líka ........ Þó að þu sért þetta líka skaðræðiskevndið sem ert að eyðileggja líf hans he he he he he fyndið ættli að hann sé búin að gleyma þegar að hann ættlaði að drepa mig  ha ha ha hah a ha ha ha og Kv

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 08:45

5 identicon

 Það ert ekki bara þú sem sérð hann eins og hann er, gáðu að því ! Við stöndum öll með þér litla systir  Hafðu það rosalega gott, ekki bara í dag og passaðu að detta ekki á skautunum. Og taktu Natalie með, hún getur þetta alveg

Jónína Dúadóttir (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 10:28

6 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Gott að eiga góða að, en nú verð ég allt í einu að kaupa skauta handa Nathalie Ernu...

Jóhanna Pálmadóttir, 27.1.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband