Absolutly hysterical!

Voðalega getur fólk æst sig upp út av engu! Dóttir nágrannakonunnar kom ídag og sagði að það væri enginn heima hjá sér. Ég vissi að amma hennar átti að taka á móti henni heima hjá henni svo ég sagði henni að koma bara inn svo skyldum við hringja í ömmuna, ekkert mál. Verð að leggja til að þetta var bara hálftíma eftir að stelpan hætti í skólanum, það tekur Beccu mína 45-60 mínútur að koma heim (skólinn er 5 mínútna labb héðan Smile).
Sagt og gert, ég hringi í ömmuna og skil varla hvað hún segir, hún andar svo dónalega í símann, en ég kem því til skila að stelpan sé hjá mér, allt í fína. Amman kemur, bókstaflega fljúgandi inn hjá mér, á skónum inn í eldhús hjá mér, öskrandi, gargandi, að gráti komin, svo æst að ég var að hugsa um að bjóða henni bréfpoka að anda í, lagði bara ekki í að koma nálægt henni...hrædd um að hún myndi gleypa mig í einni innöndun. Og það sem hún skammaði stelpugreyið...mér finnst þessi krakki alveg hræðilega leiðinlegur en m.a.s. mér ofbauð. Þá er sú gamla búin að eyða þessum hálftíma í að ganga um allt hverfið öskrandi, búin að virkja skólann í að stofna símakeðju til að leita að krakkanum og fá hálft hverfið til að ganga um hrópandi. Pælið í því hversu miklu maður getur komið í verk bara á hálftíma...og greyið stelpan átti að fá sjónvarpsbann, útigangsbann og bara hreinlega öndunarbann eða eitthvað...svo þar að auki talaði amman við skólann og sagði að stelpan mætti ekki fara heim sjálf alla næstu vikuna! Nokkuð sem hún gleymdi svo að segja mömmunni...

Mamman kom niður til mín áðan til að heyra mína hlið...hún var vísst að upplifa að hún þyrfti kannski jafnvel að útskýra ýmislegt fyrir skólanum á morgun og t.d. kannski biðjast afsökunar á hegðun þeirrar gömlu...

Sko...mér hefur orðið virkilega órótt þegar Becca mín hverfur í klukkutíma eða meira, en fyrr má nú vera...það tekur langan tíma fyrir krakka að labba heim úr skólanum, margt að sjá, margir að tala við...

Þarf ég að nefna að það varð ekkert allsherjarbann úr þessu, ömmunni til mikillar gremju...

Á morgun eru 2 vikur þangað til ég fer til Stokkhólm barnlaus...hlakkar svo til....Eric Clapton, here I come!!! Elska að það er engin nafnleynd á NA-ráðstefnum...ég er að fara að hlusta á Eric Clapton segja frá leið sinni til bata og ég má segja frá því á eftir!!! Life is soooo good!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Eric Clapton

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.1.2007 kl. 18:57

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ómygod....Eric Clapton...Mitt uppáhald..!!!!

Skítt með ömmuna.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 25.1.2007 kl. 19:04

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Þér finnst ekkert að þú eigir skrýtna nágranna? Eric Clapton er alveg að gera sig, myndi alveg fara til Stockholms til að hlusta á hann!

Erna Evudóttir, 25.1.2007 kl. 22:11

4 identicon

Góða skemmtun !

Jóníina Dúadóttir (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband