2010

...er árið sem ég ætla að hreinsa upp í mínu lífi! Ég ætla að gera þær breytingar sem þarf til að mér líði vel og setja sjálfa mig í fókus, enda löngu kominn tími til! Ég ætla að hætta að hafa svona miklar áhyggjur af að ég sé að troða á tærnar á einhverjum öðrum af því að þegar ég er að taka svona tillit til allra annara í kringum mig þá er ég í raun og veru að troða á tærnar á sjálfri mér, og það ekki svo lítið! NÚ ER NÓG KOMIÐ! Ég ætla að gera 2010 að mínu ári! Ég ætla að þora að taka áhættur og gefa hamingjunni séns...og ég ÆTLA, ÉG ÆTLA að komast heim í sumar með stelpurnar og hitta fólkið mitt!!! Þó ég þurfi þá að lifa á núðlum þá ÆTLA ég að gera þetta!!!

Þetta eru engin áramótaheit, ég stunda ekki svoleiðis, þetta eru bara vissar ákvarðanir sem ég er búin að taka, new year, new beginnings!

Love u all og þið þarna heima, við sjáumst! Smile


Gleðilegt ár!

Elsku bloggvinir, vandamenn og allir sem yfirhöfuð álpast inn á bloggið mitt og eru að lesa þessi orð akkúrat núna, ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og þakka það liðna! Wizard

Erna og skáparnir hennar...

...ef skápunum er að fjölga svona eru þá fleri að koma út úr þeim? LoL

TIL HAMINGJU MEÐ ÁRANGURINN ELSKU BIRNA MÍN!!! HeartInLove

Og knús á þig ljóðskáldið mitt Wink


Hvaða dagur er í dag? Góður dagur :)

Fór til læknis með litlu skvísuna ídag, fékk að vita að það væri sennilega bara ekkert að henni sem er gott HeartSmile

Fór í vinnuna, alltaf gaman að því Grin Áttum ofsalega góðan fund sem gaf mér svakalega mikið, bara meiriháttar!!! LoL

Fór í búðina, keypti kók og pylsur, kvöldmatnum reddað, langar samt í siginn fisk en það er víst ekki til í þessu landi því miður...en ég á allavega kók! Tounge

Fór heim, stelpurnar réðust á mig, yndislegt bara, hrúga af krökkum sem ausa ást yfir mann og kossum og knúsum...frábært! InLove

Fór í tölvuna, tékkaði í innhólfið mitt og var búin að fá svakalega fallegt ljóð frá góðum vini...alveg toppaði minn dag! HeartInLove

Það eru svona dagar sem gera það að verkum að mig langar til að vakna í fyrramálið þrátt fyrir allt! Smile

Have a nice day og knús á þig sæta ljóðskáld hvort sem þú lest bloggið mitt eður ei Heart


I'm easy like sunday morning...

..var einu sinni sungið. Ég er nú síst að skilja hvað er svona easy við sunnudagsmorgna, finnst ekkert voða easy að vera vakin fyrir allar aldir: "mamma, hvar er fjarstýringin? Mamma, viltu skipta um stöð? Mamma, vlinte titta kalle anka! Mamma, síminn er að hringja? Mamma, hæ þetta er Becca, hvenær viltu fá mig heim..." osfrv! LoLHeart Svo skríður maður fram, loggar in á fésið, sér að maður hefur fengið eitthvað í innhólfið sitt, oppnar það, ÁÐUR en maður er búinn að fá sér fyrsta kaffibollan (big mistake, won't do that again!), og verður fyrir svo miklu áfalli að maður hrökklast sem brotin manneskja fram í eldhús til að hella upp á kaffi! Grin Nú, og ég er með svona pressukönnu, þannig að ég fyllti ketilinn og skolaði svo könnuna og setti kaffi í...inn í tölvu á meðan vatnið byrjar að sjóða...nei, þessi skilaboð voru þarna enn...hrökklast aftur inn í eldhús, helli vatninu í könnuna, læt standa í smá stund, pressa niður filterinu, helli mér í bolla, í með smá mjólk og fæ mér svo loksins, loksins vænan sopa...af ísköldu kaffi! LoLTounge Ég hef þá ekki ýtt niður takkanum á katlinu nógu vel svo vatnið sauð aldrei!!! hahaha
Nú jæja, bara hella þessu í vaskinn og byrja upp á nýtt. En þetta gekk allt á endanum, fékk smá hjálp(not) við uppvaskið, hún Lára litla vildi alveg eeendilega hjálpa til PinchTounge, tókst nú samt að koma henni inn í stofu loksins til systur sinnar og fá mér heitan(!!!) kaffibolla! Yndislegt bara! En, to the point, HVERJUM DATT Í HUG AÐ SUNNUDAGSMORGNAR VÆRU EITTHVAÐ EASY??? Ég bara spyr?

Og svo til að toppa þetta allt var ég að sjá að elskuleg miðdóttir mín, Nathalie Erna, var að skreyta rúmið sitt með tússpenna!!! Aaaaarrrrggghhh!!!!

En svo er þetta allt náttúrulega stórlega ýkt og öllu lýst frá sjónarhörni þreyttrar 3 barna móður sem leið sárlega af skorti á góðu, heitu kaffi. LoL

Eigið góðan dag, hvort sem það er mikill snjór hjá ykkur eða ekki, ég þarf víst að setjast á gólfið til að þóknast elsku litla, háværa öskurapanum mínum sem vill mála með mömmu sinni Undecided


Gleðileg jól bloggvinir nær og fjær :)

Twas the night before Christmas, when all through the house
Not a creature was stirring, not even a mouse.
The stockings were hung by the chimney with care,
In hopes that St Nicholas soon would be there.

The children were nestled all snug in their beds,
While visions of sugar-plums danced in their heads.
And mamma in her ‘kerchief, and I in my cap,
Had just settled our brains for a long winter’s nap.

When out on the lawn there arose such a clatter,
I sprang from the bed to see what was the matter.
Away to the window I flew like a flash,
Tore open the shutters and threw up the sash.

The moon on the breast of the new-fallen snow
Gave the lustre of mid-day to objects below.
When, what to my wondering eyes should appear,
But a miniature sleigh, and eight tinny reindeer.

With a little old driver, so lively and quick,
I knew in a moment it must be St Nick.
More rapid than eagles his coursers they came,
And he whistled, and shouted, and called them by name!

"Now Dasher! now, Dancer! now, Prancer and Vixen!
On, Comet! On, Cupid! on, on Donner and Blitzen!
To the top of the porch! to the top of the wall!
Now dash away! Dash away! Dash away all!"

As dry leaves that before the wild hurricane fly,
When they meet with an obstacle, mount to the sky.
So up to the house-top the coursers they flew,
With the sleigh full of Toys, and St Nicholas too.

And then, in a twinkling, I heard on the roof
The prancing and pawing of each little hoof.
As I drew in my head, and was turning around,
Down the chimney St Nicholas came with a bound.

He was dressed all in fur, from his head to his foot,
And his clothes were all tarnished with ashes and soot.
A bundle of Toys he had flung on his back,
And he looked like a peddler, just opening his pack.

His eyes-how they twinkled! his dimples how merry!
His cheeks were like roses, his nose like a cherry!
His droll little mouth was drawn up like a bow,
And the beard of his chin was as white as the snow.

The stump of a pipe he held tight in his teeth,
And the smoke it encircled his head like a wreath.
He had a broad face and a little round belly,
That shook when he laughed, like a bowlful of jelly!

He was chubby and plump, a right jolly old elf,
And I laughed when I saw him, in spite of myself!
A wink of his eye and a twist of his head,
Soon gave me to know I had nothing to dread.

He spoke not a word, but went straight to his work,
And filled all the stockings, then turned with a jerk.
And laying his finger aside of his nose,
And giving a nod, up the chimney he rose!

He sprang to his sleigh, to his team gave a whistle,
And away they all flew like the down of a thistle.
But I heard him exclaim, ‘ere he drove out of sight,
"Happy Christmas to all, and to all a good-night!"

...

 

If I could have just one wish,
I would wish to wake up every day
to the sound of your breath on my neck,
the warmth of your lips on my cheek,
the touch of your fingers on my skin,
and the feel of your heart beating with mine...
Knowing that I could never find that feeling
with anyone other than you.

- Courtney Kuchta -


Auuumingja ég! :D

Ég er með hálsbólgu, finn svo til alveg út í eyru þegar ég kyngi, og vantar svo voðalega að einhver komi og sjái bara um mig alveg, en þessi einhver er bara ekkert hér...Tounge
Ekkert spennandi helgi heldur, enginn skemmtilegur á facebook til að spjalla við, jú jú annars fullt af skemmtilegu fólki en bara ekki akkúrat það fólk sem mig langaði að tala við...

Fór í kirkjuna í morgun til að hlusta á stelpuskottin syngja, yndislegt eins og alltaf, stjúpa hennar Beccu kom líka með litla drenginn, en pabbinn lýsti upp tillveruna með fjarveru sinni, sem er gott! Hann er að fara að flytja frá konunni sem er líka gott fyrir hana amk, og er ekkert að fara að hitta dóttur sína í bráð heldur, sem er mjög gott miðað við aðstæður!

Jæja, ég ætla að fá mér ehv í gogginn, reyna að vera ekki of mikið við fb í dag, ég eltist ekki við fólk þó mig langi til þess ToungeWink Gvöööð mér líður eins og ég sé 15 aftur eða eitthvað, þetta er nú ekki eðlilegt!!! hahaha W00t

Eigið góðan dag! 


A blast from the past!

Stundum kemur fortíðin og bítur mann í rassinn...illilega!
Er að lenda í einu svoleiðis dæmi núna, sem er ljómandi gott að vissu leyti. Það var nefnilega einu sinni ungur strákur frá Dalvík (ok, veit hvernig þetta hljómar en þetta er samt sönn saga, ekkert Disney ævintýri). Þessi ungi strákur hitti ennþá yngri stelpu frá Akureyri og kolféll svo gríðarlega fyrir þessari ungu dömu (skiljanlega Halo) að hann vildi hreinlega taka út skyldusparnaðinn sinn og kaupa handa þeim íbúð (á Dalvík aaarrggghh) og bara byrja lífið með henni. Þessi ungi maður var mjög ábyrgðarfullur og í alla staði almennilegur ungur maður, var mas í vinnu ( í Sæplast, where else).
Vandamálið var að unga stúlkan, 15 ára gömul, var illa alin upp og kom frá slæmu heimili (LoLDevil) þar sem maður var ekki vanur því að sýna tilfinningar, þannig að þessi ómælda ást og ótrúlega flóð af tilfinningum skolaði henni með sér og drekkti henni næstum því og einhvers staðar innra með sér fannst henni bara hún ekki eiga gott skilið og hljóp því á brott með skottið á milli lappanna og skyldi eftir ungan mann með brostið hjarta!

Nú, lífið gekk sinn gang og stúlkan fór út í heim og gerði fullt af góðum og minna góðum hlutum, en alltaf hugsaði hún nú hlýtt til Dalvíkingsins sem alltaf kom fram við hana eins og hún væri drottning.

19 (!!!) árum síðar finnur hún drenginn á netinu sér til mikils gamans, enda hafði hún gáð að honum annað slagið í mörg ár í símaskránni án árangurs. Fær hún þá að vita, sér til ama að hann hélt að hún myndi ekki eftir honum!!!

Þetta gat nú ekki stúlkan liðið, betra átti stráksi skilið, svo hún safnaði kjarki og snaraði sér yfir í 9. sporsvinnu á honum og eru þau nú hinir bestu vinir enda var þetta mikill léttir fyrir hana að fá tækifæri til að segja honum hvað hann væri nú góður drengur.

Sum ævintýri enda vel, sum enda með happily ever after...


Já ég veit...

...ég var búin að lofa bloggi fyrir löööngu síðan, en ég var kannski bara að grínast Tounge

Er svona varla að nenna að skrifa núna heldur, er í letikasti í dag og með hausverk, á ekkert kaffi og nenni bara ekki út í búð...

Skemmtileg vika samt, Erna var hérna með Evu og Ísak sem var bara yndislegt, við fórum í heimsókn til Gunnars frænda sem varð fertugur í vikunni og það var yndislegt að hitta hann og hans frábæru fjölskyldu as always Heart
Nú og svo fengum við Gunillu "the legend" í heimsókn, hún missti dóttur sína fyrir ekki svo löngu síðan svo það var sorglegt að hitta hana, en samt yndislegt...Gunilla er yndisleg! Heart Maj-Lis og dóttir hennar Sabina komu líka svo þessi vika er búin að snúast mikið um nostalgíu finnst mér...en mikið um núið og framtíðina líka, var á fundi á miðvikudaginn að planera hvernig við ætlum að kynna leikritið á jólamarkaðnum í Huskvarna, nú og svo á fimmtudaginn snæddi ég hádegismat með Jakob S. og félögum ásamt talsmanni félags atvinnurekenda í Huskvarna centrum til að ræða samstarf okkar og markaðsetningu...þetta er bara spennandi!!! Smile Svo var blaðamannafundur á eftir og loks æfing. Ég hlakka svo til að sjá frumsýninguna á þessu, það verður svo flott!!!

Það er frekar tómlegt án Ernu hérna samt, verð nú að segja það, gott að maður hefur eitthvað að gera þá!

Becca mín er heima í dag, hún vildi ekki fara með pabba sínum að slátra kjúllum í gær og mér fannst engin ástæða til að neyða hana til þess svo ég leyfði henni, samviskulaust Devil, að segja pabba sínum að hún væri lasin...hann hefði nefnilega ekki leyft henni að vera heima bara af því að hún ekki vildi fara með enda maðurinn engin góð persóna!!!

Jæja, ég ætla að sjá hvort ég get ekki sent einhverja af litlu mannverunum  hérna eftir kaffi handa mér og fara svo að þykjast gera eitthvað af viti, klæða mig eða eitthvað...í kvöld ætla ég svo að horfa á bíómyndina sem var gerð eftir sömu bók og leikritið, fékk diskinn lánaðan hjá Jakob, verður gaman að sjá þetta.

Gangið hægt um gleðinnar dyr en galvösk inn í góðan dag LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband