"God promises a safe landing but not a calm voyage"

...en ég myndi ekki bjóða í hvað það manni myndi leiðast ef ferðalagið væri ekki jafn spennandi og það er, það er það sem gefur lífinu gildi... Smile Smá Pollýanna hérna um miðja nótt í Svíþjóð..

Er með litla "næstum því fjögurra ára" dömu hérna sem tók upp á því í kvöld að verða veik og af því að hún er svo lík mömmu sinni þá er hún sko ekki með neitt hálfkák, heldur er hún vel og vandlega og rækilega lasin...hún er svo lasin að ég hringdi í barnabráðamóttökuna áðan (nú er ég svoooo montin af að hafa þýtt "barnakuten" yfir á íslensku að þið ætlið bara að leyfa mér að halda að það sé til eitthvað sem heitir barnabráðamóttaka á íslensku LoL). Litla liggur nefnilega bara uppí rúmi með háan hita, verki út um allt, sérstaklega í höfði og hálsi, er varla við meðvitund finnst mér og kófsveitt Frown. Konan sem ég talaði við vildi samt meina að þetta væri sennilega blanda af þreytu og hita og að ég skyldi fylgjast vel með henni og hafa svo samband aftur ef hún versnar...mér finnst gott að hringja þangað, ég er að upplifa að maður sé tekinn alvarlega þarna sem er mikils virði! Litla skinnið, mér finnst svo scary þegar börnin mín verða svona mikið lasin.

Við fórum allar dömurnar og heimsóttum Einar og Jóhönnu um síðustu helgi, að sjálfsögðu var það alveg yndislegt, þau eru svo hlýleg og góð bæði, frábærir krakkar! Það eina neikvæða við helgina var að við þurftum að fara heim. En mikið voðalega finnst mér nú tíminn vera að ná mér þegar litli litli Einar minn er farinn að búa! Shocking

Bráðum fáum við svo að hitta sveitapakkið frá Fáskrúðsfirði, það verður frábært, enda mikill söknuður í gangi hérna meginn!!! Crying

Jæja, ætla reyna að sofa smá, litli sjúklingurinn minn vaknar á hálftíma fresti og kveinkar sér, kemst ekki einu sinni á klóið sjálf...nú og litla skottan vaknar sjálfsagt bráðum og vill fá sér smá súp. Nóg að gera hérna meginn en þó það sé erfitt stundum þá er það þess virði og ég myndi ekki vilja skipta um líf þó ég fengi borgað fyrir þetta, ég er fullviss um að þegar prinsessurnar mínar eru vaxnar úr grasi á ég eftir að sakna þess að fá að sjá um þær í veikindum... Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æts litla dúllan,lagast vonandi fljóttSakna þín sæta

Birna Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 00:21

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi elsku dúllan, henni batnar vonandi sem fyrstEf ég hef ekki sagt það áður þá ætla ég að segja það aftur : þú ert frábær mamma

Jónína Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 07:59

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Vonandi batnar henni sem fyrst. kærar kvedjur ...

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 27.9.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Erna Evudóttir

See you soon

Erna Evudóttir, 28.9.2008 kl. 08:16

5 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Daman er orðin mikið skárri núna, fer aftur á leikskólan á morgun, en mikið voðalega var hún lítil og lasin um helgina, litla skottan mín...

Erna, I'm counting the seconds

Jóhanna Pálmadóttir, 30.9.2008 kl. 17:57

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvernig gengur sæta

Birna Dúadóttir, 6.10.2008 kl. 12:25

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU DÚLLAN MÍN

Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 09:18

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með daginn sæta

Birna Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 19:47

9 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

takk

Jóhanna Pálmadóttir, 9.10.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband