Allt of mikið að gera!!!

Veit að ég er voða löt við að skrifa hérna, en ég hef bara varla við! Er búin að koma mér í algjör vandræði með þetta, það tekur alveg óratíma þegar ég sest við tölvuna, sem ég geri svo alltof sjaldan. Þykist nefnilega vera upptekin við að eiga líf líka, ég er ein af þessum undarlegu mæðrum sem finnst skemmtilegra að umgangast börnin sín en sitja í tölvunni LoL Og svona seriously speaking, hverjum hefði dottið það í hug fyrir svona eins og 10-11 árum síðan þegar barneignir var það síðasta sem mér hefði dottið í hug að fara að stunda! I had plans: ég ætlaði að fá mér hunda ekki börn! LoLLoL Svona snýr lífið á mann stundum, sem er gott!
Ég fann gamlan æskuvin á netinu sem ég hef ekki hitt í fjöldamörg ár, meiriháttar fyndið að sjá mynd af honum, hann var svona langur og mjór unglingsstrákur þegar ég hitti hann, og nú er hann stór, stæðilegur og nokkuð huggulegur fullorðinn maður! LoL Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég uppgötva að tíminn stendur ekki í stað þó svo að ég sé ekki á svæðinu! Smile Gaman að þessu!!!

Var vakin af símtali allt of snemma í morgun, sumt fólk sefur ekki á sunnudagsmorgnum! Amma mannsins míns vildi nefnilega vera fyrst með að óska mér til hamingju með afmælið, ég á nefnilega afmæli ídag Smile. Hanna Lísa litla systir mín hringdi í mig í gær af því að Sara var ekki viss um hvort það væri í gær eða í dag, þegar ég sagði að það væri í dag þá kom Sara í símann og sagðist þá ekkert vilja tala við mig fyrr en þá! LoLLoL Hún er alveg frábær!!! HeartHeart

Nóg um það, nú ætla ég að fara og búa til súkkulaðikremið á skúffukökuna, bestu vinkonur mínar koma í kaffi ídag!

Love u all!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með daginn elsku litla systir mín

Jónína Dúadóttir, 7.10.2007 kl. 10:16

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Til hamingju, gott að þú varst ekki hvolpur

Erna Evudóttir, 7.10.2007 kl. 17:28

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.10.2007 kl. 17:31

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju,mér finnst alltaf jafn gott að við skildum finna þig á tröppunum1000 kossar

Birna Dúadóttir, 7.10.2007 kl. 18:09

5 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Takk, takk!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 7.10.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband