Nýr fjölskyldumeðlimur!

Eignaðist kanínu í vikunni! Þetta grey er búið að vera í eigu vinkonu minnar sem er drulluhrædd við kanínur, og dóttur hennar sem er bara ekkert góð við dýr...þannig að greyið Ludde eins og hann heitir, er búinn að vera lokaður inni í búrinu sínu í nærri 2 ár!!! Og þetta búr er nú ekki svo stórt! Hún er búin að reyna að losna við hann lengi, en í þessu aflanga landi eru undarlega margir hræddir við kanínur!!! Ég er engann veginn að skilja þetta, hvað á eitt kanínugrey svo sem að geta gert manni??? Maðurinn minn er að venjast Ludde núna, en í byrjun var hann skelfingu lostin, sérstaklega eftir að ég hleypti Ludde út, ég leyfi honum nefnilega að hoppa um íbúðina eins og honum sýnist þegar ég er heima til að fylgjast með honum. Andreas vildi meina að hann væri vampýrukanína með stórar vígtennur sem vildi ekkert frekar en ráðast á hann og hreinlega éta hann!!! LoL En, eins og ég segi, þá er hann að venjast honum, meira að segja farinn að taka hann upp! En, ég get sagt ykkur það að hann Ludde er sko one happy bunny núna, eftir þessa löngu fangelsisvist að vera kominn til fólks sem gefur honum ást, umönnun og mikla athygli...já, og hreint búr...búrið hans var nefnilega alveg sorglega skítugt og svo hafði hann bara blöð að liggja á!!! Nú er hann með hálm og hey og alltaf nýja gulrót á hverjum degi Smile

HPIM2246

Og yfir í annað, maðurinn minn er svo feikna duglegur að hann fór í vinnu klukkan 5 í morgun og var að vinna til 11!!! Þessi maður er búinn að liggja eins og baunapoki upp í sófa í fleiri ár og varla hægt að fá hann til að skreppa útí búð, og núna allt í einu farinn að vinna eins og íslendingur!! LoL  Þvílík breyting á einum manni!!! Hann er gjörsamlega staðráðinn í að taka alla yfirvinnu sem hann getur!!! Sem er gott, Hjödda, Kaupmannahöfn lítur mjööög vel út núna Wink

Eigiði yndislegan dag í sólinni, hvort sem hún er úti eða í hjörtum ykkar! Cool
(hér er sól og hiti)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú hefur alltaf verið, ert og verður alltaf svo góð stelpa  Fallegra að lóga dýrunum en láta þeim líða illa Til hamingju með nýja manninn þinn Hér er ekki sól og hiti.

Jónína Dúadóttir, 19.5.2007 kl. 11:47

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

B.t.w. lopapeysan þín fór allt í einu í póst í gær, ef þú ert ekki ánægð með hana, seldu hana þá á uppsprengdu verði og ég geri aðra handa þér

Jónína Dúadóttir, 19.5.2007 kl. 12:31

3 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Fór hún "allt í einu" í póst? Vá, lopapeysa með sjálfstæðan vilja, I like it already

Jóhanna Pálmadóttir, 19.5.2007 kl. 13:13

4 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

PS: Ferlega fyndið að vera með kanínu hlaupandi út um alla íbúð, hann er alveg miljón, kemur þegar maður kallar í hann!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 19.5.2007 kl. 13:14

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Passaðu þig bara á peysunni, hún vill kannski ekkert fara í sömu átt og þú

Erna Evudóttir, 19.5.2007 kl. 15:15

6 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hehehe

Jóhanna Pálmadóttir, 19.5.2007 kl. 21:21

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Af hverju er hann Laddi með svona lafandi eyru ?

Jónína Dúadóttir, 19.5.2007 kl. 21:34

8 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hann er svo feginn að vera frjáls!

Jóhanna Pálmadóttir, 20.5.2007 kl. 00:46

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Rökrétt

Jónína Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 08:32

10 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ah ég var smá stund að átta mig á þessu með Ladda,enda nývöknuð,eða vönkuð

Birna Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 11:30

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvað varstu að gera í gærkvöldi Birna mín ? Hélstu uppi merkjum okkar hinna og fórst út á lífið ?

Jónína Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 12:27

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Nei nei ég hef bara aldrei þolað Ladda

Birna Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 12:31

13 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Híhí...góðann daginn stelpur!!!  Laddi er cool! Jón Spæjó t.d. eða Roj Roddjers!!! Híhí!

Jóhanna Pálmadóttir, 20.5.2007 kl. 14:59

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jahhá og Eiríkur Fjalar og Skrámur skrifar jólasveininum og fleira og fleira Held Birna sé bara að "djóka í okkur" að henni finnist Laddi leiðinlegur

Jónína Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 15:36

15 Smámynd: Erna Evudóttir

Hún ELSKAR Ladda!

Erna Evudóttir, 20.5.2007 kl. 16:24

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta grunaði mig

Jónína Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 17:14

17 Smámynd: Birna Dúadóttir

Engin lygi,ég hef aldri þolað Ladda,einhvers konar bráðaofnæmisasmakrampasvartadauða viðbrögð

Birna Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 19:40

18 Smámynd: Erna Evudóttir

Hefur þú leitað þér hjálpar við þessu?

Erna Evudóttir, 20.5.2007 kl. 19:56

19 Smámynd: Birna Dúadóttir

Búna borða heggling af többbllum

Birna Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 20:19

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Greinilega aaaaðeins of margar

Jónína Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband