Stundum kemur fortíðin og bítur mann í rassinn...illilega!
Er að lenda í einu svoleiðis dæmi núna, sem er ljómandi gott að vissu leyti. Það var nefnilega einu sinni ungur strákur frá Dalvík (ok, veit hvernig þetta hljómar en þetta er samt sönn saga, ekkert Disney ævintýri). Þessi ungi strákur hitti ennþá yngri stelpu frá Akureyri og kolféll svo gríðarlega fyrir þessari ungu dömu (skiljanlega ) að hann vildi hreinlega taka út skyldusparnaðinn sinn og kaupa handa þeim íbúð (á Dalvík aaarrggghh) og bara byrja lífið með henni. Þessi ungi maður var mjög ábyrgðarfullur og í alla staði almennilegur ungur maður, var mas í vinnu ( í Sæplast, where else).
Vandamálið var að unga stúlkan, 15 ára gömul, var illa alin upp og kom frá slæmu heimili () þar sem maður var ekki vanur því að sýna tilfinningar, þannig að þessi ómælda ást og ótrúlega flóð af tilfinningum skolaði henni með sér og drekkti henni næstum því og einhvers staðar innra með sér fannst henni bara hún ekki eiga gott skilið og hljóp því á brott með skottið á milli lappanna og skyldi eftir ungan mann með brostið hjarta!
Nú, lífið gekk sinn gang og stúlkan fór út í heim og gerði fullt af góðum og minna góðum hlutum, en alltaf hugsaði hún nú hlýtt til Dalvíkingsins sem alltaf kom fram við hana eins og hún væri drottning.
19 (!!!) árum síðar finnur hún drenginn á netinu sér til mikils gamans, enda hafði hún gáð að honum annað slagið í mörg ár í símaskránni án árangurs. Fær hún þá að vita, sér til ama að hann hélt að hún myndi ekki eftir honum!!!
Þetta gat nú ekki stúlkan liðið, betra átti stráksi skilið, svo hún safnaði kjarki og snaraði sér yfir í 9. sporsvinnu á honum og eru þau nú hinir bestu vinir enda var þetta mikill léttir fyrir hana að fá tækifæri til að segja honum hvað hann væri nú góður drengur.
Sum ævintýri enda vel, sum enda með happily ever after...
Athugasemdir
Enda vel eða happily ever after... hvort viltu frekar elskan
Jónína Dúadóttir, 18.12.2009 kl. 16:13
Hehehe Það er nú það
Jóhanna Pálmadóttir, 18.12.2009 kl. 21:35
Ég myndi velja : happily ever after anytime
Erna Evudóttir, 18.12.2009 kl. 21:52
Happily ever after fær líka mitt atkvæðiHm... Dalvík... hljómar vel
Jónína Dúadóttir, 19.12.2009 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.