Rosalega er langt síðan ég skrifaði eitthvað hérna!
Ekki það, það gerist svo sem ekki mikið í mínu leikriti, ekki þannig...var í Linköping og hitti Ernu og everybody sem var bara yndislegt, er nú að bíða eftir að hún fari að birtast hjá mér
Fékk óvænta heimsókn í gær, tengdapabbi bara birtist hérna með fallega úlfinn sinn (jamm, ég sagði úlf, dýrið er 3/4 úlfur, 1/4 hundur), og næst yngstu dóttur sína, bara gaman að því enda komin ein 3 ár síðan við hittum kallinn síðast og litlu stelpurnar hafa aldrei hitt afa sinn...þetta var bara snilld! Nathalie leist bara vel á afa gamla, enda kom hann með bæði nammi, tyggjó og kökur með sér, nú og svo var nú úlfurinn mjög vinsæll líka Skelli inn mynd af honum seinna!
Fór svo í kaffi hjá gömlum félaga þegar tengdapabbi var farinn aftur, tók Beccuna mína með mér, hún kom heim eftir vikudvöl hjá pabba sínum í gær svo ég var ekkert á því að skilja hana eftir heima
Nú, það var bara gaman að hitta þennan mann, mjög skemmtilegt og Becca fékk að æfa sig aðeins í íslenskunni
Jæja, ætlaði að skrifa aðeins meira hérna en svo kom lítil dama og skreið upp í fangið á mömmu sinni og vildi ýta á fullt af tökkum svo það er víst best að ég sinni henni svolítið í staðinn
Eigið góðan dag öllsömun
Athugasemdir
Hæ litla systir, gaman að fá smá lífsmark frá þér
Jónína Dúadóttir, 31.10.2009 kl. 13:46
Hahaha, já finnst þér ekki?
Jóhanna Pálmadóttir, 31.10.2009 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.