Þetta er alveg fyndið, Nathalie gubbaði í gær, í morgun þegar Becca vaknaði gat hún ekki oppnað augun, komin með svona sýkingu í þau! Svo fórum við samt út í skóg að týna bláber og grilla ídag af því að Nathalie var mikið betri og búin að borða almennilega...litla sofnaði í vagninum og þegar hún vaknaði gat hún ekki heldur oppnað augun með góðu móti, komin með fimm sinnum verri sýkingu en Becca, enda er þetta oft svo mikið verra hjá minni krökkunum...nú og svo þegar við komum heim sáum við að Nína Lára var með flís í þumalputtanum
En pylsurnar voru góðar þegar okkur loksins tókst að gera upp eld og grilla þær (já reyniði bara sjálf að gera upp eld með blautum viði í rigningu ), bláberin voru rosalega góð og svo fundum við fullt af villtum jarðarberjum (smultron á sænsku), svona litlum góðum berjum sem líta út eins og mini jarðarber.
Á morgun ætlum við að fara og tína meira af bláberjum svo ég geti búið til sultu og svo ætlum við að tína rifsber líka, þeas ef lasarusarnir mínir eru ekki verri þá. Ég þarf að rífa mig upp fyrir allar aldir og hringja í heilsugæslustöðina af því að ef maður hringir ekki fyrir 8 er hætta á að maður fái ekki tíma...
Jæja, ætla að fara að horfa á ædolið mitt, Gordon Ramsey í the F word og fá matreiðsluhugmyndir, langar svo að fara að gera tilraunir...and on that note þá bjó ég til alveg svakalega góðan pottrétt um helgina með kjúklingabrjósti í bitum, hrísgrjónum, sveppum, ferskum tómötum, rjóma og eðalosti...þetta bara bráðnaði í munninum á manni, meira svona! Stelpur, koma í mat
Jæja, nóg í bili, Ramsey er að bíða eftir mér!
Athugasemdir
Klukkan hvað er maturinn til ?Knús á allar 4 stelpudúllurnar þarna langt í burtu
Jónína Dúadóttir, 14.7.2009 kl. 05:03
Heyrðu, vertu komin svona rétt fyrir 6 svo þú fáir örugglega sæti Knús tilbaka frá okkur öllum
Jóhanna Pálmadóttir, 14.7.2009 kl. 06:36
MMMMMM matur
Birna Dúadóttir, 15.7.2009 kl. 11:07
Jahérna Jóhanna öfunda þig ekki afhverju fórstu út í skóg ? Grillaðu bara á svölunum hjá þér eins og hinir útlendingarnir
Erna Evudóttir, 15.7.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.