Það er búið að vera geggjað veður hérna um helgina, þrumur, eldingar og hellirigning og svo styttir náttúrulega upp á milli Ég alveg elska þrumur og eldingar, óhaminn náttúrukraftinn...að finna hvernig það nötrar allt...finna rafmagnið í loftinu, lyktina...allt...
Heyrði Andreas vera að fræða miðdótturina um uppruna veðursins: "Veistu Nathalie, að sumir segja að þegar það heyrast þrumur þá er það ásaguðinn Þór sem ríður um á hestinum sínum...og eldingarnar koma þegar hann slær með stóra hamrinum sínum!"
Haaaa??? Bíddu nú við? Átti hann hest? Hvað varð um vagninn hans með geithöfrunum, hverju missti ég af??? Hélt að ef það væri eitthvað sem hann kynni almennilega þá væri það einmitt eitthvað svona, en I was sadly mistaken hahahhahaa
Dóttir mín, sú elsta er búin að vera hjá pabba sínum yfir helgina, kom svo hérna heim eins og stormsveipur, eða réttara sagt fellibylur, og tilkynnti mér að hún væri búin að bjóða hálfri fjölskyldu stjúpmömmu sinnar í afmælisveisluna sína...ahhh, bíða við, hélt að það væri barnaafmæli í gangi hérna...ég get svo svarið að hún reynir svo að éta mann lifandi að stundum finnst mér að það væri the ultimate punishment fyrir allar syndir stafsetningarvillunnar ef ég leyfði henni að flytja heim til hans Muahahaha, nei,nei, hún er yndisleg þessi elska, bara aðeins of mikið stundum
Jæja, nú heyrir ég ljúfa tónlist úr herbergi dóttur minnar, þ.e.a.s. systurnar fara í taugarnar á hvor annari aftur...þær eru ferlegar! Best að fara og slíta þær úr hárinu á hvor annari!!!
Jóka over and out
Athugasemdir
Ég hélt að hann hefði komið í bíl, sko hann þarna Þór Hef örugglega misskilið eitthvað einhvern tíma, kannski var ég í glasi þegar ég heyrði söguna Þú átt yndislegar stelpuskottur
Birna Dúadóttir, 7.7.2009 kl. 22:56
Nei, sko ég las þetta í skólanum og trúðu mér ég fylgdist með í þeim tímum, fannst þetta gífurlega skemmtilegt :)
Já, þær eru algjörar rúsínur, en Becca og Natha eru bara farnar að rífast svo voðalega mikið allt í einu, það er eins og aldursmunurinn á þeim hafi allt í einu bara orðið of mikið...þær eru samt yndislegar...þegar þær sofa
Jóhanna Pálmadóttir, 8.7.2009 kl. 00:52
Segi ekkert um söguna þarna... fylgdist ekkert með og hefði líklega sagt barninu einhverja ennþá meiri vitleysuKnús inn í daginn þinn elskan með vakandi dætrum þínum
Jónína Dúadóttir, 8.7.2009 kl. 06:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.