Nennti loksins að setjast við tölvuna, er eitthvað að henni og ég hef bara ekki nennt að taka mér tíma til að reyna að laga það...
Jólin nálgast óðfluga og fyrirmyndarhúsmóðirin ég að sjálfsögðu byrjuð að baka, bakaði kanelsnúða sem kláruðust á 2 dögum, bakaði svo meira og faldi þá...muahaha... Bakaði svo spesíur og hálfmána, var næstum því búin að baka hálfmánana þegar rabbabarasultan mín kláraðist!!! Og hvar nær maður í svoleiðis sultu í Svíaríki? Jú, það skal ég segja ykkur: HVERGI!!! :( En skítt með það, ég ætla að éta þá sem ég gat gert með sultunni góðu aaalveg ein, læsi mig bara inni á baðherbergi með þá...hahaha (get ekki notað broskalla af einhverri undarlegri ástæðu, taka þessa tölvu og gera eitthvað við hana).
Nú, svo erum við loksins að fara að flytja, þannig að í ár teikna ég bara jólasveina á pappakassana, svo veit ég ekkert hvar við eigum að skella upp jólatré í ár, ekkert pláss...
Jæja, nenni ekki að skrifa meir í bili, ætla að fara að laga til...love u all...og btw þá er maðurinn minn orðinn frægur, veit að það eru ekki allir fluglæsir á sænsku, en myndin er flott: http://www.jnytt.se/Read__20444.aspx
Athugasemdir
Þú hlýtur að hafa þessa fyrirmyndarhúsmóðurhæfileika frá mér... mínir eru nefnilega horfnirSkyldi samhengið í fréttinni og þekkti sæta manninn alveg... uhh... gefa honum rakvél í jólagjöf... ha ?Það verður frábært fyrir ykkur að komast í almennilegt húsnæði, til hamingju með það
Love u 2
Jónína Dúadóttir, 19.12.2008 kl. 09:49
Djöfuls dugnaðurinn í þér kona, þetta litla sem ég bakaði er búið, veit ekki hvort ég nenni að baka meira
Erna Evudóttir, 19.12.2008 kl. 10:45
Þið eruð best'Eg steikti bara kleinur og bakaði örfáa hálfmána,nennesekki
Birna Dúadóttir, 19.12.2008 kl. 21:08
Hahaha, já Ninna mín, ég fékk húsmóðurhæfileikana þína, þeir fylgdu með skúffukökuuppskriftinni þinni! :) Það er þessvegna sem ég lét þig hafa sænsku uppskriftina, grunaði að ég hefði meira gagn af hæfileikunum.
Hvað varðar skeggið þá vill hann ekki raka það, hann vill snyrta það en er ekki búinn að ákveða hvernig...stakk upp á að hann litaði það bara hvítt, en það féll ekki í góðan jarðveg...ég hef ekkert á móti karlmönnum með skegg en vil ekkert endilega vera gift einum svoleiðis...má ég biðja um þriggja daga stubb takk...;)
Jóhanna Pálmadóttir, 22.12.2008 kl. 11:54
Birna Dúadóttir, 22.12.2008 kl. 12:43
Gleðileg jól sætust
Birna Dúadóttir, 24.12.2008 kl. 07:31
Gleðileg jól
Jónína Dúadóttir, 24.12.2008 kl. 07:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.