Fór, með miklum trega á æfingu í gær, þrátt fyrir að ég væri ennþá með gífurlega strengi og stóra marbletti eftir síðustu æfingu...mikið meiri hopp og hlaup í þetta skiptið, sit-ups og þessháttar æfingar, spörk og slög og þessháttar, tók sig upp gamall reykingarhósti hjá mér þó það séu þá komin 3 ár síðan ég hætti...hahaha...fékk gott ráð frá einum þjálfaranum: "Þegar þér finnst eins og þér svartni fyrir augum, gakktu þá EKKI inn í ljósið!" HAHAHAHAHAHA
En það var ótrúlega gaman samt, og þegar ég kom heim var ég svona alveg búin á því, samt á svona góðan hátt, góð tilfinning. Og vaknaði svo í dag og fann mér til mikillar ánægju að ég finn bara alls ekki svo mikið fyrir strengjum eins og ég hélt! Bara svona mátulega
Kallinn ætlaði svo að byrja í kickboxi ídag, en haldiði ekki að fjárans rolan hætti við, hann kom með einhverja lame afsökun um að hann vildi æfa upp þolið fyrst...as if, maður þarf að lyfta rassinum upp af sófanum til þess, maður æfir ekki upp þol þegar maður tekur lyftuna niður til að labba alla 3 metrana út í sjoppu að kaupa flögur, nammi og kók...það er ekki vaxtarækt að djúpsteikja franskar og steikja hamborgara... hahaha...en, hann getur þá sjálfum sér um kennt, ég kem hvorki til með að hringja í sjúkrabíl þegar hann fær fyrsta hjartaáfallið, né krana til að fjarlægja líkið þegar hjartað gefst svo loksins upp af offitu eða kransæðastíflu
Anyway, áfram Ísland, silfur er flott!! Er með geðveika heimþrá!!!
Athugasemdir
Duglega stelpa, lati strákurKomdu þá heim bara
Jónína Dúadóttir, 25.8.2008 kl. 11:42
Jóhanna Pálmadóttir, 25.8.2008 kl. 11:56
Þú hefur það frá henni ömmu þinni að vera svona flóandi rómatísk,elskan.Flottust
Birna Dúadóttir, 25.8.2008 kl. 13:32
Ég veit, hef alltaf verið svona
Jóhanna Pálmadóttir, 27.8.2008 kl. 10:23
Birna Dúadóttir, 27.8.2008 kl. 22:38
Og hvar ertu svo núna sæta????????
Birna Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.