I'm getting to old for this shit!

Fór á mína fyrstu Ju Jutsu æfingu á miðvikudaginn...þessir þjálfarar eru algjörir sadistar!!! Þegar ég kom heim eftir æfingu og hugleiddi í fúlustu alvöru að fara að sofa og vakna ekki aftur fyrr en á næstu öld einhvern tímann, fann svona á mér að það gæti orðið svolítið vont að hreyfa sig daginn eftir...sem það og var...
Sko, við byrjuðum með að hita upp í hálftíma, við hlupum í hringi fyrst, og eftir fyrsta hringinn var ég þess fullviss að það myndi líða yfir mig, eftir annan hringinn hélt ég að ég myndi detta niður dauð LoL Eftir upphitun var ég svo búin á því að ég fann fyrir algjöru máttleysi í bæði handleggjum og fótum...hahaha, mín í fínu formi eða hitt þó heldur...LoLLoL Þrælaðist þó gegn um æfinguna og skreið heim...er búin að vera með svo mikla strengi síðan að ég finn til í vöðvum sem ég vissi ekki að ég væri með!!! Og þó eru liðnir 3 dagar síðan...og á morgun er ég að fara aftur, ekki búin að jafna mig enn...hahaha...ætla samt að reyna að endast í þessu en reikna með að ég verði skríðandi, vælandi, haltrandi í einhverjar vikur þangað til ég venst þessu! LoL Bara geggjað!!!

Svo er það leikurinn í fyrramálið, sýndur beint í sænska sjónvarpinu líka, svt24, mér til ómældrar ánægju...ætla að draga stelpurnar mínar með mér inn í stofu fyrir framan sjónvarpið og kenna þeim að öskra áfram Ísland eins hátt og þær geta...kallinn verður þá bara að halda fyrir eyrun ef hann þolir ekki hávaðann... Grin Áfram Ísland og hafið það gott!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

ÁFRAM ÍSLAND Bouncing Hearts  Bouncy 2 Bouncing Hearts 

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Good for you, Ivar segir að þú sért MES nei elskan þú ert voða dugleg að standa í þessu, myndi aldrei gera þetta sjálf Miss you

Erna Evudóttir, 23.8.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vá... hvað ég dáist að þérHvað dettur þér í hug næst ?Áfram Ísland

Jónína Dúadóttir, 24.8.2008 kl. 06:03

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æts,dugnaðurinn í þér kona

Birna Dúadóttir, 24.8.2008 kl. 10:22

5 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hvað mér dettur í hug næst? Ég skal segja ykkur það: ég ætla að byrja í kickboxi líka eftir áramót  Þarf bara að ná upp þolinu fyrst...

Jóhanna Pálmadóttir, 25.8.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband