Loksins þegar maðurinn fær vinnu þá ætlar þetta aldrei að taka enda!!! Hann er búinn að vinna í tæpar 2 vikur þar sem hann er núna, húsvörður á veitingahúsi/skemmtistað (www.karlssons.biz), í morgun var svo hringt í hann og honum boðin vinna við að keyra líkbíl(!!!), eftir hádegi var hann í viðtali á verksmiðjunni þar sem hann var að vinna í fyrra og svo klukkutíma seinna hringja þeir frá UPS og vilja að hann byrji á mánudaginn...og svo fékk hann meil í síðustu viku frá enn öðrum staðnum sem vildi fá hann í vinnu strax!!! Kallgreyið er náttúrulega alveg ruglaður í ríminu yfir þessu öllu saman og er núna að reyna að púsla því saman þannig að hann/við græðum mest á því!!! Hvað mig varðar finnst mér bara fínt að hann vinni sem mest, er búinn að vera heima svo lengi að fara í taugarnar á mér að ég hefði orðið geðveik á endanum Fjölskyldulífið rúllar líka mikið betur þegar hann er ekki heima...hahaha
Ekkert barn komið enn...læt vita
Athugasemdir
Er hægt að blogga á fæðingardeildinni?Just wondering
Erna Evudóttir, 15.4.2008 kl. 16:52
Ps: Líst vel á þetta m/líkbílinn, svona fjölskyldubisness
Erna Evudóttir, 15.4.2008 kl. 16:53
Halda þessu í fjölskyldunni takk,líkbíllinn er málið heillin.Er ekki hægt að blogga á meðan fæðingin er í gangi,mér finnst að við ættum að fá að fylgjast með
Birna Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 18:25
Já bara gera þetta í beinni á netinu
Erna Evudóttir, 15.4.2008 kl. 20:34
Eru þeir ekki með Skype á fæðingadeildinni ?
Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 21:11
Hahahaha...er með svo góðann fjölmiðlasíma að það reddast örugglega
Jóhanna Pálmadóttir, 16.4.2008 kl. 15:21
We are counting on it
Erna Evudóttir, 16.4.2008 kl. 15:44
Bara smá leiðindi,ertu nokkuð búin,hvenær kemur barnið,fer þetta ekki alveg að gerastErtu með verki,Jóoooka hvar ertu
Birna Dúadóttir, 16.4.2008 kl. 16:00
Ertu búin að kveikja á fjölmiðlasímanum þínum ? Bara svona til öryggis sko
Jónína Dúadóttir, 16.4.2008 kl. 19:45
Það er sko alltaf kveikt á símanum mínum Birna, vertu stillt, annars kannski læt ég þig ekkert vita fyrr en þú kemur
Jóhanna Pálmadóttir, 17.4.2008 kl. 08:27
Ertu búin að eiga elskan ?
Jónína Dúadóttir, 17.4.2008 kl. 08:38
Jóhanna Pálmadóttir, 17.4.2008 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.