Komin í ;-)

Búið að vera brjálað að gera hjá mér! Stelpurnar voru í fríi alla síðustu viku og Axel og Ívar komu til okkar til að fara með mér á íshokkíleik! Sem var bara geggjað, liðið okkar vann of course!!! Svo fór Axel heim en Ívar varð eftir alla vikuna, yndislegt bara!!! Og svo kom Johanna hans Einars í heimsókn með vinkonur sínar, líka bara yndislegt, hún er alveg frábær!!! Ef þau hætta saman verður Einar bara að finna sér nýja fjölskyldu, 'cause I'm keeping her!!! LoL

Það er þvílíka veðrið hérna núna, geggjuð hríð sem væri voða gaman ef það væri ekki svo hlýtt að þetta bráðnar allt saman strax, svo það verður bara svona blautt og leiðinlegt en enginn snjór! Algjör sóun á góðri hríð!!! Smile Það er nefnilega alltof sjaldan allmennilega mikið af snjó hérna, það er svona varla að það taki því að kaupa þotur handa stelpunum, sem mér finnst frekar leiðinlegt. Þeim finnst svo voðalega gaman að renna sér, og verð eiginlega að viðurkenna að foreldrunum finnst ekkert leiðinlegt heldur að fara út og leika við þær í snjónum Wink Og svo dauðlangar mig á skíði!!! Við verðum bara að flytja upp í Norður Svíþjóð, þar er sko SNJÓR!!! Grin

Fór með kanínuna mína í dýrabúð í vikunni til að láta klippa á honum klærnar og fékk svona í leiðinni að vita að litli kallinn minn er víst ekki með neitt typpi, hann er nefnilega hún!!! Hahahahahaha!!! GrinLoL

Nei, ætla að fara að gera eitthvað af viti, maðurinn fór í sund með báðar stelpurnar svo ég er í fríi í smástund!

Heyrumst og sjáumst!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að "heyra" frá þér aftur litla mín Heitir hann/hún samt ekki ennþá Lúðvík ?

Jónína Dúadóttir, 9.11.2007 kl. 15:53

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æ aumingja Lúðvík,er hann þá gay

Birna Dúadóttir, 9.11.2007 kl. 19:02

3 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hahaha...nei, nú heitir hún Lúdvína eftir "uppáhaldsnunnunni" hennar Ernu úr Stykkishólmi!

Jóhanna Pálmadóttir, 9.11.2007 kl. 19:09

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 9.11.2007 kl. 19:24

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.11.2007 kl. 23:37

6 Smámynd: Erna Evudóttir

Sko myndi alveg vilja að hún héti bara Sigga, mér er eiginlega illa við aumingja kanínuna áður en ég hef einu sinni hitta hana, bara útaf nafninu, nei ég er ekki með fordóma út í nunnur almennt, bara þessa þarna

Erna Evudóttir, 10.11.2007 kl. 08:06

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég sá einu sinni mynd um nunnur,hún var blá,eða nei ég held ég fari ekkert lengra með þetta

Birna Dúadóttir, 10.11.2007 kl. 13:42

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín, haltu endilega áfram

Jónína Dúadóttir, 10.11.2007 kl. 14:33

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn dúllan mín Segðu mér: hvað heitir Latabæjardiskurinn sem ég sendi ?

Jónína Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 08:28

10 identicon

Halló.  Heldurðu að ég hafi ekki bara fundið Jóku á vefinum.  Hvað er nú að frétta.  Ertu ekki með msn?

Baddi (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 19:27

11 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Ninna, hann heitir Kristall í klípu og Baddi: hæææææææææææææ!!!! Það sem ég er búin að reyna að finna þig á netinu gjörsamlega án árangurs, var meira að segja farin að pæla í að hringja í Hlölla og spyrja eftir þér!!! Where have you been litli bróðir, og það sem mikilvægara er: Hvar ertu núna??? Sakna þín litli!!! Hélt ég sæi þig kannski á jarðaför Heidda í fyrra, en eeeenginn Baddi  Er með msn: johannasvedjehed@hotmail.com

Jóhanna Pálmadóttir, 12.11.2007 kl. 21:42

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Við verðum að fara að halda ættarmót Jóka litla.Við Ninna erum búnar að stofna þrýstihóp

Birna Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 12:39

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já og hér kemur tilkynning frá hinum helmingnum af hópnum : Jóka við verðum að fara að halda ættarmót, við Birna eru búnar að stofna þrýstihóp og við þrýstum rosalega fast......

Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 12:51

14 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Líst á ykkur! Legg fram tillögu um að ættarmótið verði haldið hér í Jönköping svona í endaðan apríl á næsta ári

Jóhanna Pálmadóttir, 14.11.2007 kl. 16:06

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sko það er nú miklu ódýrara fyrir okkur nefndarmennina ef það yrði haldið aðeins nær.....    Allar "skynsamlegar" uppástungur vel þegnar elskan

Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 16:19

16 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Já, þetta á semsagt ekkert að vera ódýrara fyrir okkur hérna úti? Ég skil!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 14.11.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband