Slökkviliðið!!!

Er að fara á slökkviliðsstöðina á laugardaginn með familíunni, þeir eru með opið hús, bjóða upp á kaffi og þess háttar...maður má víst prófa reykköfun og allt...það væri það að fá að kafa inní reyknum með einum sætum og þurfa að "þreifa sig fram" Joyful Það er við svona tækifæri sem ég vildi vera eins og Birna Tounge, það er að segja einhleyp LoL...
Nú, svo ætla ég að gera það mér til skemmtunnar, ánægju og yndisauka að sitja í rútu í nærri því 2 tíma með báðar yndislegu, stilltu stelpurófurnar mínar...ætla nefnilega að "skreppa í kaffi" til hennar Ernu, alveg kominn tími á að Nathalie Erna fái að venjast liðinu þarna uppfrá...þeim mun eldri sem hún verður þeim mun meira áfall verður þetta fyrir hana Wink 
Hún er svo aalveg með á hreinu hverja við erum að fara að hitta um helgina! Sko, Einar og Ívar og Birnu og ömmu og Ísak...svo stundum Ernu og Jenna líka! Vissi að vísu ekki að Birna og amma væru hjá Ernu en ég er nú alltaf sú sem er höfð útundan í þessari fjölskyldu, meira að segja Nathalie Erna fær að vita hlutina á undan mér...GetLost

Hún litla mín er svo sæt, hún segir stundum við pabba sinn: "Pabbi, ég eeelska þig, og Beccu...og Einar!" Happy Aaaalgjör rúsína!!!

Sagði Beccu að hún fengi að vera ein heima hjá Andreasi um helgina meðan ég og Nathalie færum til Ernu, þá sagði hún strax: "Oh, þá vil ég fara til Micho og Nicme!" Hehe...dissa stjúpa sinn hvað???
Var að vísu bara að stríða henni, auðvitað fær hún að fara með! Elsku skoffín!

Kominn mikið meira en mánuður síðan Faðirinn með stóru effi hafði eitthvað samband, já, fyrir utan þegar hann sendi kærustuna til að reyna að fá að hafa Beccu FrownAngry Sá hluti af mér sem er sú sem lifði hann af er OFSALEGA fegin að þurfa ekki að hafa neitt samband við hann, en sá hluti af mér sem er mamma dóttur hans er drullu helv...reið út í hann fyrir að vera svona skíttlegur að hringja ekki einusinni í hana!!! Væri nú ekki til of mikils mælst ef hann gæti skriðið út úr rassgatinu á sjálfum sér og séð að hann á yndislega litla stelpu sem elskar hann MIKIÐ meira en hann á skilið og sem væri bara allt í lagi að hafa í fyrsta, öðru og þriðja sæti!!! FÓLK ER FÍFL, bara sumir meira en aðrir!!!
Jæja, þetta er svo sem ekkert sem ég get breytt, það eina sem ég get gert er að vera sú mamma sem hún á skilið svo að hún eigi þó allavega eitt foreldri sem er ekki sama!!!

En yfir í annað skemmtilegra, ég hafði samband við bókasafnið ídag og bauðst til að hjálpa til við að panta bækur á íslensku, og hún þáði hjálpina, vill fá slóða og innkaupalista yfir hvaða bækur mér finnist eigi að panta! Get ég komið mér í kontakta eða hvað?! Nú ætla ég sko heldur betur að skemmta mér, gvöööð hvað það er gott að fá að lesa íslenskar bækur, á íslensku!!! Ég elska þetta mál, þessa þjóð og þetta land!!! Ísland er best!!! Áfram Ísland!!!

Vakti manninn minn í morgun, sagði honum, á íslensku, að hann skildi drífa sig á fætur (hey, hann vill endilega læra málið Smile), þá sneri hann sér að mér, glotti og sagði skýrt og greinilega: "Ég skilur ekki íslensku!" LoL 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Um leið og Icelandair lækkar verðið á flugmiðum niður í tíkall á kjaft  Nei, en svona í alvöru, hefði ég efni á því væri ég komin bara á eftir!

Jóhanna Pálmadóttir, 22.3.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Já svo ætlar Jóka að baka köku á sunnudaginn, ég alltaf heppin!  Verður gaman að sjá ykkur

Erna Evudóttir, 23.3.2007 kl. 07:07

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín, við vitum að þú ert yndisleg mamma, haltu áfram á þinni braut af því að þú stendur þig mjög vel Það er oft erfiðara fyrir mömmuna en barnið, þegar pabbinn er skíthæll. Börnin eru svo heilsteypt, annað hvort elska þau eða ekki og oft er pabbinn síðasta manneskjan, sem á skilið ást þeirra, en þau elska hann samt. Því miður

Jónína Dúadóttir, 23.3.2007 kl. 07:43

4 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Jú, ég veit...því miður!!! En ég er ekkert að gefast upp, Becca á svo gott skilið og ég get nú ýmislegt gefið henni sem ekki er hægt að kaupa fyrir peninga!  Skítt með kallin, það er hann sem tapar, ekki við!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 23.3.2007 kl. 16:27

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nákvæmlega ! Hann er að missa að frábærum tíma í lífi sínu, tíma sem kemur aldrei aftur

Jónína Dúadóttir, 23.3.2007 kl. 22:09

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hey,hvar var ég,missti alveg af þessum.Slökkviliðsmenn,ekkert leiðinlegt að kafa reyk með þeim.Get ekki kommentað á annað núna,er alveg lost í reyknum

Birna Dúadóttir, 26.3.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband