Sat í nótt með litla skvísu sem var illt í maganum og með hósta, ekki alveg að geta sofið
Til að stytta mér stundir örlítið renndi ég hérna í gegn um gömul blogg...sum af þeim hef ég verið að senda manninum í lífi mínu á fb, þau fjalla nefnilega um hann þó gömul séu En það er gaman að lesa þetta aftur og muna hvernig þetta var, muna eftir draumum og þrám, sem voru bara draumar og þrár at the time...wishful thinking... Ég man eftir sorg, söknuði...ást...ég þráði ekkert heitara en að fá að eiga líf með þessum manni, eiga með honum framtíð...
Þá voru þetta bara draumar, sem voru ekkert endilega á leið að rætast eins og aðstæður okkar beggja voru þá...en ég held að ég hafi innst inni vitað að fyrr eða síðar...
Ídag er þetta ennþá draumur minn, munurinn er sá að ég lifi í þessum draumi...draumurinn rættist og var jafnvel betri í raunveruleikanum... Ég er búin að finna hinn helminginn af mér, þann sem mig hefur vantað í öll þessi ár, það er ekkert skrítið að mín sambönd hingað til hafi verið strembin og ekki gengið upp...það voru ekki réttu púslubitarnir...
Biðinni er lokið, draumurinn er hér og nú og ég ætla að njóta þess fram í fingurgóma að elska og vera elskuð, heitar en nokkurn tímann fyrr!
Happy endings DO exist and dreams CAN come true, svo þið þarna úti, haldið áfram að láta ykkur dreyma og haldið áfram að trúa að þið getið fengið það sem ykkur dreymir um, það sem hjarta ykkar þráir!
Þetta var enn eitt jákvæðnishamingjuvæmnibloggið frá mér, takk fyrir mig...nú ætla ég að skríða aftur upp í rúm og sofa pínulítið meira
Og svona by the way, það er sól og æðislegt veður hjá okkur í dag, og til að toppa þennan dag þá heyrði ég svanasöng áðan sem minnir mig á þegar svanirnir flugu inn Eyjafjörðinn, ég sat uppá eldhúsbekk og horfði á þá...þá vissum við amma að nú væri vorið komið til Akureyrar! +
Það er svosem enginn fjörður hérna, en ég finn að vorið er komið, bæði í hjarta mér og huga sem og úti
Eigið yndislegan dag elskurnar mína, það ætla sko ég að gera!
Athugasemdir
Það er bara notalegt að lesa þetta hamingjuvæmniblogg þitt svona í morgunsárið... það þýðir bara að þú er hamingjusamlega væmin... eða væmlega hamingjusöm... skiptir ekki málin svosem... bara þú sért ánægð
Jónína Dúadóttir, 12.3.2012 kl. 07:20
Haha ég er væmnislega, hamingjusamlega, væmið hamingjusöm og rosa ánægð með það bara ;)
Jóhanna Pálmadóttir, 12.3.2012 kl. 07:39
Það er gott elskan mín... held ég sé að verða nokkuð róleg með þetta bara...
Jónína Dúadóttir, 12.3.2012 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.