Lýst er eftir vetri...!

Fjandinn, kom ekki nema hláka! Vil alveg endilega hafa snjó svolítið lengur, náði ekki einu sinni að kaupa almennilega snjóþotu Frown

Fór á skauta í gær...þegar ég svo sat og var að drepast í fótunum eftir bara fimm mínútur á ísnum reiknaði ég út að það eru ein 17 ár síðan ég gerði þetta síðast...fyrir utan þær 2 mínútur í Huskvarna sem ég fékk lánaða skauta sem voru 2 númerum of litlir, þá náði ég varla að standa upp fyrr en ég gafst upp...soldið þröngt...
Ekki skrítið þótt ég hafi fundið til...

Verð að finna skautanámskeið einhversstaðar handa Beccu minni...hún minnti mig einum of mikið á Bamba á hálum ís...

Nathalie fékk líka að fara með, á snjóþotu, skautalaus...og þar með er ég búin að hefta hennar persónulega þroska um alla framtíð...VERÐ að kaupa skauta handa henni líka PRONTO!!!

Jæja, nú ætla ég að búa til pizzu, the Icelandic way með pepperoni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hvar kaupir maður pepperoni?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.1.2007 kl. 14:43

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Akureyringar eru bestir á skautum!!!! Innbæingar fyrst og svo Brekkusniglar!

Erna Evudóttir, 28.1.2007 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband