Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Valentínusardagurinn :)

Þá er hann runninn upp...rómantískasti dagur ársins, þegar allir eiga að opna veskin sín og eyða fullt af pening í allskonar krúttlegheit handa ástinni sinni Tounge Ég er alveg vön að taka þátt í þessari "verlsunarmannahátíð", keypt gjafir á línuna, fengið gjafir, allt í hjörtum og voða læti...í fyrra var ég meira að segja svo ofsalega heppin að ég borðaði rómantískan kvöldmat með ekki minna en 2 mönnum, þá var ég ennþá gift og við buðum honum Jakob í mat...sem var bara notalegt Wink

Í ár verður ekkert keypt...eða ókey, ég svindlaði pínu og keypti dvergvaxinn bangsa með hjarta handa ástinni minni í gær og af því hann er svona eiginlega alveg jafn rómantískur og ég...sem er svona 3 stigum meira en gaddavírsgirðing Grin þá hengdi hann strax bangsann á gemsann sinn Wink En fyrir utan þennan litla bangsa verður veskið ekkert opnað í ár...

Viljiði ekki vita afhverju? Oh jú, ykkur daaaauðlangar til þess, I know it!!!

Jú, af því að í ár eyði ég Valentínusardegi með stóru ástinni í lífi mínu...það þarf ekkert drasl og dót til að segja "ég elska þig",  enga risavaxna blómvendi, hjörtu út um allt og kort og allt þetta...ástin er hjá okkur, ekki í dótinu...til að sýna hana þarf ekkert meira en a look, a touch, a beautiful song...hann sannar fyrir mér hversu mikið hann elskar mig á hverjum degi...hverri mínútu..hverju hjartslagi...með öllu sem hann gerir, og ég reyni að gera það sama...tilfinningin sem ég finn innra með mér þegar ég horfi í augu hans og sé alla þessa ást skína, sé þetta fallega bros...hún er meira virði en allir hjartabangsar og blómvendir og súkkulaði í heimi... HeartInLove

Ó já, í ár fæ ég þessa einu sönnu ást í gjöf á Valentínusardegi, eins og á hverjum einasta degi síðan við fundum hvort annað aftur, og gjöf mín tilbaka er einmitt sú hin sama...hjörtu okkar gáfum við hvort öðru fyrir einum 20 árum síðan...löngu áður en ég flutti til lands þar sem haldið er svona mikið upp á þennan dag Smile Heart

 Eigið yndislegan Valentínusardag öllsömun, en munið að halda upp á ástina á hverjum degi og að sönn ást hefur ekkert með eitthvað dót að gera heldur er hún í ykkur sjálfum Heart


Back in Black!!!

Já, það er alveg svoleiðis!! Ég var að átta mig á að síðustu tveir skilnaðir eiga sér svona "theme song"!

Þegar ég skildi við/lifði af pabba elstu stelpunnar notaði ég lagið "I will survive" með Gloria Gaynor af því það var það sem ég einsetti mér að gera þá, lifa af! Lifa af að fara frá honum, lifa neysluna af...

Ég gerði það, lifði þetta allt af. Losaði mig úr fjötrum vímuefnaneyslunnar og fjötrum þess sem útvegaði mér efnin... og kom mér inn í samband sem var mikið verra!

En viti menn, ég er barasta búin að lifa það samband af líka, og kem barasta út úr því stronger than ever og heilli reynslu ríkari!!! Og er þar að auki loksins farin að feta varlega í áttina að þeirri konu sem ég átti alltaf að vera! Svo lagið mitt núna er Back in Black með AC/DC!!! Er ekkert endilega í svörtu samt hahaha en það er svo mikill styrkur, POWER í þessu lagi og þó textinn fjalli um gaur sem er að koma út úr fangelsi þá á hann alveg við mig finnst mér, af því að ég er líka að losna úr fangelsi, fangelsi meðvirkni, þunglyndis, ofbeldis...og það eru ekki bara orðin, það er þessi ólýsanlega tilfinning af POWER sem ég finn innra með mér þegar ég hlusta sem gerir þetta lag að mínu lagi!!! Smile 

Minn tími er NÚNA, núna byrjar lífið í alvöru!!! Það er núna sem gamlir draumar rætast, það er núna sem ég fæ að slappa af, njóta lífsins og vera bara ég! I am back!!! 

Ég er farin að fara í ræktina, gamall draumur...fékk mér naflalokk, gamall draumur...búin að panta tattú á bakið sem er mjög táknrænt fyrir mér, mynd sem ég sjálf hef teiknað, fyrir mjög löngu síðan, gamall draumur... :) er í skóla að læra eitthvað sem ég hef áhuga á, fékk ástina mína aftur sem ég rak frá mér fyrir 20 árum síðan Heart Ég er farin að fá aftur ímyndunaraflið sem var kæft svo lengi, farin að gera það sem ég hef gaman af, já þetta er sannarlega byrjun á nýju lífi og ég deili því í þetta skiptið með hinum helmingnum af mér, lífsförunaut sem er jafningi minn og ekki enn ein byrðin...

Sólin er svo sannarlega farin að skína í mínu líf og I AM BACK IN BLACK!!! Grin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband