Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

MENSA hér kem ég!!!

Gerði annað svona próf, á sænsku (það fyrsta var á ensku), og fékk 132 stig!!! Kröfurnar fyrir Mensa hérna í Svíþjóð eru 131!!!

Ég er best!!!

Búin að lakka neglurnar, nú þarf ég að þvo mér um hárið og setja á mig andlit, svo get ég farið út í búð Grin


Eitthvað af viti!

Hmmm...er búin að vera að þykjast eiga líf undanfarið og þess vegna hef ég ekki bloggað lengi! Tók svona kast í vikunni og fór að pæla í útlitinu, fór í strípur, keypti mér buxur, augnskugga og alls konar vesen! Vantar ný nærföt líka, svona í stíl Smile

Vorið er að fara alveg voðalega í mig, fiðringur í kroppnum og fullt af karlmönnum út um allt...þarf að hafa mig alla við að muna eftir að ég er gift...tihi...Devil

Gerði svona greindarvísitölupróf, var 3 stigum frá Mensa-kröfunum Blush En það er allt í lagi, er með hærri tölu en maðurinn minn, sem ég hef alltaf staðhæft!

Vá, verð alveg rosalega syfjuð í þessum hita, ætla að setjast út á svalir með ís og halda áfram að vera í kasti Smile Var kannski ekkert voða mikið vit í því sem ég skrifaði í þetta skiptið, er voða andlaus akkúrat núna...vantar kannski bara að lakka neglurnar Smile

Love 2 all


Gleðilegt sumar! ...eða eitthvað...

...þá var gamanið búið, skítaveður í Sverige ídag!!! Búið að rigna í meira eða minna allan dag, fyrirutan þegar það hefur gert haglél...Frown 

En, það lagast...gleðileg sumar til ykkar allra samt!


Hitabelti!!!

Vaknaði í morgun og leit á hitamælinn sem er við svefnherbergisgluggan minn...25 stig! Kíkti bak við gardínuna...heiðblár himinn og gassandi sól...í dag AFTUR Grin Ég gæti vanist þessu!!!
Becca og stjúpi hennar eru í útilegu, í þessu yndislega veðri, myndi öfunda þau ef það væri ekki fyrir allar kóngulærnar og hinar blóðsjúgandi ógeðslegu pöddurnar sem ég veit eru þarna úti í náttúrunni...oj bara!!! Held ég skelli mér bara út á róló með litlu skvísuna ef ég get slitið hana frá sjónvarpinu án þess að hún bíti hausinn af mér Wink...og nei, hún er ekkert skapstór, hún er bara ákveðin! Hahahaha...LoL

Ætlaði að gera heiðarlega tilraun til að byrja að fylgjast með stjórnmálum á Íslandi, svona svo ég gæti nú ákveðið amk hvaða flokk ég ætti að veita atkvæði mitt, en held ég sleppi því bara alveg...komst nefnilega að þvi að það er of seint fyrir mig að kæra mig inn á kjörskrá, hefði átt að gera það fyrir 1. desember Í FYRRA!!! Fyrirgefið mér, en þá var ég nú bara alls ekki að pæla í neinum kosningum, meira að segja búin að gleyma kosningunum hérna, þar sem minn flokkur fékk sorglega fá atkvæði!
Einhvern veginn finnst mér nú að þetta blessaða sendiráð okkar í Stokkhólmi gæti nú kannski bara jafnvel gert eitthvað gagn og sent td svona upplýsingar til okkar sem búum hérna, þeir eiga alveg að vera með skrár yfir Íslendingana hérna í Svíþjóð! Og fyrst að ég er nú hvort eð er farin að kvarta yfir sendiráðinu þá dettur mér í hug allar ræðismannsskrifstofurnar sem ég sá á einhverjum lista inni á heimasíðu sendiráðsins...þetta var listi yfir ræðismenn hérna í Svíþjóð, en þar að auki ræðismenn í fleiri löndum, man nú ekki hverjum, en allavega var Pakistan með og eitthvað meira, þetta var listi yfir 9 ræðismannsskrifstofur og af þeim var 1!!! ræðismaður íslenskur!!! Bíddu við, er ekki ræðismaðurinn gaurinn sem maður á til dæmis að geta farið til þegar maður lendir í einhverjum vandræðum í landi þar sem maður kannski skilur ekki málið og þessháttar? Er þá ekki alveg lágmark að viðkomandi kunni íslensku??? Er ekki alveg að sjá fyrir mér að 8 manneskjur, fjórar í Svíþjóð og aðrar fjórar í Pakistan, Serbíu og Búlgaríu séu búnar að fara á íslenskunámskeið!!! Eða hvað!?

Jæja, nóg um það, nú er ég farin út í góða veðrið og læt mér svo bara nægja sænsk pólitík í bili, það er víst nógu andsk*** mikið að í henni líka!!!

Eigið yndislegan dag í dag hvort sem það er hitabeltisveður eða gluggaveður hjá ykkur!


Áfram Ísland!!!

Búin að eignast nýtt uppáhaldslag!!! Heyrði loksins íslenska lagið í Eurovision og finnst það frábært!!! Fallegur texti, flott tónlist, góður flytjandi!!! Því til heiðurs kemur allur textinn hérna, á íslensku, fyrir ykkur sem takið ykkur ekki tíma til að hlusta sjálf Wink

Ég les í lófa þínum
leyndarmálið góða.
Ég veit það nú, ég veit og skil,
það er svo ótalmargt
sem ætla ég að bjóða.
Já, betra líf með ást og yl.

Í lófa þínum les ég það
að lífið geti kennt mér að
ég fæ aldrei nóg.
Ég vil fara frjáls með þér
og fljúga yfir land og sjó.

Það er svo augljóst nú
að allri draumar rætast.
Við höldum frjáls um höf og lönd.
Um lífið leikum við
og lófar okkar mætast.
Þá leiðumst við, já hönd í hönd.

Í lófa þínum les ég það
að lífið geti kennt mér að
ég fæ aldrei nóg.
Ég vil fara frjáls með þér
og fljúga yfir land og sjó.

Ég ætla að fara alla leið
með ást á móti sorg og neyð.
Ég fæ aldrei nóg.
Ég vil fara frjáls með þér
og fljúga yfir land og sjó.

Ekki það, mér finnst enski textinn alveg frábær líka, þið getið bæði heyrt lagið á ensku og íslensku og lesið báða textana ef þið farið inn á http://www.ruv.is/heim/vefir/eurovision/lagid/.

Annars er það að frétta að í fréttunum í gær var varað við sólinni hérna, hún er óvanalega sterk fyrir þennan tíma árs og það er ekki mælt með að maður sé úti í sólinni lengur en klst á dag, plús það að manni ber að bera á sig sólarvörn og sérstaklega á krakkana. Það er víst eitthvað lítið um óson fyrir ofan okkur um þessar mundir! Mér finnst nú eiginlega svolítið skuggalegt þegar það er farið út og maður varaður við sterkri sól svona snemma árs hérna!!!

Svo ef einhver nennir að lesa svona langt, get ég sagt frá því að við fórum í fyrradag og keyptum okkur hjól, ég og kallinn, svo nú er sko heldur betur útivist í gangi (í hættulegu sólinni W00t) og hjólaferð á planinu í sumar, jafnvel með tjald í förinni! Yndislegt bara!!!

Eigið góðan sólardag í dag!


Æi, þetta fannst mér nú soldið sorglegt!

Johnny og June eiga sér smá pláss í hjarta mínu síðan ég sá myndina um þau...þess vegna finnst mér þetta soldið sad...plús það að þau voru náttúrulega bæði svona icons...nú og svo var hann nú svona eins og ég og mín familía, glaður í glasi Wink
mbl.is Hús Johnny Cash brann til grunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hérna, er hérna!!! :)

Er enn á svæðinu...búin að hafa nóg að gera við að skemmta Einari litla og kærustunni Tounge Nei, nei...þau sáu nú alveg um það sjálf!
Var með vöðvabúnt í mat á þriðjudaginn...gullfallegur gæi sem fær mann til að óska þess að maður væri fráskildur...Devil Sá hinn sami samþykkti að gerast einkaþjálfarinn minn þannig að nú er mín loksins á leið í ræktina Wink

Einar fór ídag, tók því miður Johanna með sér heim, she´s a keeper!!! Hún má flytja hingað any day...yndisleg stelpa!!! Smile Tómlegt þegar þau fóru en það stendur til bóta af því að eftir bara klukkutíma kemur Ívar... frábært!!! GrinHeart

Nú ætla ég að halda myndarlega páska, keypti meira að segja lambalæri!!! Ef ég sé ykkur ekki fyrir páska eigið góða helgi með mikið af súkkulaði...eggin mín koma víst eftir páska!!!

Love to everybody!


Þreyttur Þriðjudagur

Finnst ég endilega þurfa að skrifa eitthvað hérna, er svo langt síðan síðast...er bara eitthvað voða andlaus og sybbin...held að kvefið hafi farið alveg upp í heila bara!

Fór niðrá löggustöð í morgun (kva...fleiri en Birna sem vilja láta taka sig af löggunni LoL) með vinkonu minni, hún þurfti að kæra kallógeð sem er að gera henni lífið leitt...hann rekur verslun beint á móti hennar verslun og þau eru með svipaðar vörur og já, hann er ekkert allt of hrifin af samkeppninni og slæst ekki hreint! Greinilega margir þarna í kring hræddir við hann...hann er svona útsmogin lítil rotta, eyðileggur vörur fyrir henni...sýnir henni puttann (já, þetta þykist vera fullorðið) og þess háttar ógeð!!! Og löggan náttúrulega getur ekkert gert af því að ekkert er hægt að sanna þó svo það liggi í augum uppi hver stendur á bak við skemmdir og annað sem hefur verið að koma fyrir hana!!! Pirrandi, þetta er ofsalega indæl kona sem er búin að ganga í gegnum nóg!!!

Ídag kemur "litli" guttinn minn hann Einar, og tekur með sér kærustuna! GrinHeart Það finnst mér vera stórt!!! Ofsalega cool! Það verður gaman að hitta þau bæði, líst vel á hana! Ætla að taka þau með mér á aikido æfinguna hennar Beccu í kvöld og svo elda eitthvað gott handa þeim og svona...mikið rosalega er litli kallinn minn orðinn stór!!! Ég fæ alveg tár í augun!!!

Jæja, ætla að fá mér kaffi, hugleiða hvort það er einhver sem ég þarf að hringja í og skamma, er í ham eftir að hafa talað við lögguna, og svo ætla ég að sækja litlu englana mína! Eigið góðan dag!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband